Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 18

Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 18
Kristinn Ágúst Ágústsson f. 19. ágúst 1894 i Fljótum i Skagafirði, d. 21. desember 1971. Konu sina Pálinu Elisabet Arnadóttur missti hann 1962 Börn þeirra er upp komust eru: Björn Otto vélv. Akureyri, Arni Garðar augl.stj. Morgunbl., Magnús Bæringur skólastj., Kópavogi, Guð- mar Jón rafst.stj. Blönduósi, Gigja Sæbjörg , Ólafsfirði, og Stefán Sigurður verzlm. Reyðarfirði. Allt er þetta myndarfólk og á fjölda barna. Það var rétt við striðslok, að ég var staddur hjá vinafólki minu á Skaga- strönd og þurfti að fá smávegis lag- færingu á bil minum. Það taldi þess góðan kost. t næsta húsi væri maður með járnsmiðju og gerði allt fyrir alla. Svo reyndist mér og ók heilum vagni þaðan og sjálfur hlaðinn gleði þiggj- andans og gamanyrðum veitandans. Nokkrum árum siðar, er við hjónin vorum á fundi Góðtemplarastúku okkar, Framtiðarinnar, kom þar inn nýr félagi á lausnarmiða úr Norðurlandsumdæminu. Þar var þá kominn járnsmiðurinn frá Skagaströnd, Kristinn Agúst Asgrimsson, fluttur suður i Kópavog, hafði keypt þar litið hús með skúr við, er hann gat haft fyrir smiðju. Það var engin tilviljun, að Kristinn gekk i stúku. Hann hafði alla ævi verið algjör bindindismaður, bæði á áfengi og tóbak, heilshugar unnandi Góðtemplara-starfsins, að frelsa sem flesta frá mesta bölvaldi heims. Fyrst hafði hann gengið i Regluna norður i Hrisey 1928 og ætið siðan unnið hugsjóninni af kappi, eins og öllu, sem hann gekk að, verið gæzlu- maður barnastúkna, sem vel var við hæfi,góð fyrirmynd i lifsháttum sinum börnum og annarra. Fljótt laðaðist maður að þessum siglaða manni, sem nýkominn á ókunnugt svæði var upptekinn alla daga við að gjöra þetta fyrir þennan og hitt fyrir hinn, og svo mun verið hafa alla ævi. Nokkuð oft gæti ég hugsað að það mesta, sem hann hafi borið úr bitum fyrir ýmsar smáviðgerðir, hafi verið hjartagleði hans sjálfs yfir þvi, að hafa glatt einhvern meðbræðranna með verkinu. starfsgleði hans var óþrotleg, svo þegar hann var orðinn einn á búi og hans sterka likamsbygg- ing farin að bila, svo að hann þoldi ekki lengur átakavinnu, naut hann eðlis- hæfni og kunnáttu til allskonar fönd- urs. M.a. hóf hann um sjötugs aldur fyrst á ævinni ljósmyndastörf, sem varð alveg ótrúlega stór þáttur i framkvæmd þeirrar hugsjónar hans, að lifa lifinu samfélaginu til heilla og meðbræðrunum til gleði. Þessa fjölhæfu listhæfni gat hann vel hafa haft úr ættlegg Grims græðara og Hvassafellsætt er mér tjáð af ætt- fróðum , þar sem listhæfni kom jafnan fram i einhverri mynd i næstum hverjum einstaklingi, i skáldskap, hljómlist, náttúruskoðun, hneigð til lækningafræða og ekki siður listfengi föndurs, hugar og handar samofið. Eftir að Kristinn kom á Hrafnistu, veittust honum ótæmandi möguleikar á að þjóna þessum eölisþáttum sinum. Hann settist ekki svo i sæti sitt við borðið, né gekk um gangana að hann beitti ekki barnslegum gáska við þá er hann náði til. Það voru ekki allir með slika kátinu að fyrrabragði, sem lyftust þó upp við þetta, sér og öðrum til lifs léttis. Þú leitaöir fast á, að taka þeim tökum hvert tæki, er réttast að eðli því bar, af hugarins mætti og raunsæis rökum hvað réttast og bróðurlegast þá var. Likamsrækt sástu vei lifinu þjóna, laða fram hæfni hvers einasta manns. Eitruöu meðulin taldir til tjóna og tókst þar af stefnu til algjörs banns. Þú léðir þeim ungu leiðandi hendur, •listirnar kenndir af hugarins glóð, hækkaðir sýn þeirra á hugfrjóar lendur, heillandi birtir þeim tónanna fióð. Hart beittir þjálfun við hendi til skriftar, heimtir þá mýkt eftir tuttugu ár. 18 Það eru taugar ei þolgæði sviptar, er þannig standast hvert reynslunnar‘fár, en, þar af heiðrum við handanna verkin, hugann og bróöurkærleika þinn. Þú bentir á leiðirnar, byggðir upp merkin, en baggann má hver einn axla sinn. t minningu þina þvi öll við ættum áfram að stefna i hamingjuleit, að heilbrigöum lffsins háttum bættum, hópfylkja liði I templarasveit. Þótt freyði lífs straumar að fljótsins bökkum og fáist þar ekki hin minnsta töf, viö gjöfina stóru til starfanna þökkum: hann Steindór Björnsson frá Gröf. Ingþór Sigurbjs. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.