Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 7
tekizt að afla mér upplýsinga, sem ég hefði óskað að hafa, en þrátt fyrir það, vil ég minnast þeirra bræðra með nokkrum orðum, þar sem hinzta kveðja þeirra fer fram fimmtudaginn 23. marz, en fyrir þann tima verð ég ekki kominn til höfuðstaðarins. Þeir bræður áttu islenzka móður en norskan föður, þau voru Stefania Guðmundsdóttir, ættuð af Snæfellsnesi og Urrct Hansen. Börn þeirra hjóna voru fjögur, bræðurnir tveir, sem nú verða kvaddir, og tvær systur, sem voru yngri en bræðurnir, og lifa þá ásamt móður þeirra, en faðir þeirra lézt, er börnin voru öll ung. Adolf fæddist i Reykjavik 18. sep- tember 1922, hefði þvi orðið fimmtugur á þessu ári. Hann byrjaði ungur að vinna við þjónustustörf á skipum Skipaútgeröir ríkisins og Landhelgis- gæzlunnar, bryti hjá Landhelgisgæzl- unni var hann hátt á annan áratug, siðast á varðskipinu Ægi. Adolf var hlédrægur að eðlisfari, en eignaðist samt marga vini og kun- ningja, og trygglyndur var hann með afbrigðum. Hann var sérstaklega vel liðinn I starfi sinu, og utan þess, jafnt meðal yfirboðara sinna sem annarra. Barn að aldri var Adolf settur til fósturs hjá ömmu sinni, sem bjó á Hellissandi, og þar ólst hann upp til fullorðinsára. Adolf Hansen kvæntist 13. júlí 1952 eftirlifandi konu sinni, Ernu Sigurðar- dóttur frá Djúpavogi, og eignuðist þau fjóra syni, sem allir eru á lifi, sá elzti 20 ára, og sá yngsti 9 ára. Bróðir Adolfs, Urrct, fæddist I Reykja vik lO.október 1925. Kynni mín af honum voru nánast enginn, en þar sem hinzta kveðja hans fer fram jafnframt útför Adolfs, vil ég með fáum orðum minnast hans. Ævistarf hans var tengt verzlunarstörfum og sjómennsku, og við sjómennsku var hann, er hann kvaddi okkur hérna meginn landa- mæranna mHu. Hann féll fyrir borð á togaranum Jóni Þorlákssyni laugar- daginn 19.febrúat s.l. Hann var ókvæntur og átti ekki börn. Þegar útför Adolfs Hansen bryta, og minningarathöfn Urrcts bróður hans fer fram, minnumst við með þakklæti og virðingu hinna látnu, og vottum móður þeirra og systrum, svo og öörum aðstandendum þeirra, okkar innilegustu samúð i hinni miklu sorg þeirra. Einnig viljum viö, stéttar- ‘bræður og vinir Adolfs, votta Ernu og sonunum fjórum okkar dýpstu samúð I þeirra mikla harmi. Minningin um lif þeirra ’bræðra og starf, um vináttu þeirra og tryggð, Blessuð sé minning þeirra. Akureyri, 20.marz 1972. Böðvar Steinþórsson. Ingibj örg Gunnlaugsdóttir F. 17-2, 1902 D. 9-2, 1972. 17. febrúar fór framm frá Fossvogs- kapellu útför Ingibjargar Gunn- laugsdóttur. Hún var fædd 17. febrúar 1902, að Kolugili i Viðidal V-Húna- vatnssýslu. Foreldrar Ingibjargar voru hjónin Gunnlaugur Danielsson og Ogn Auðbjörg Grimsdóttir. Er Ingi- björg var unglingur heima á Kolugili, veiktist hún og var ætið siðan veil til heilsu, oft þjáð og meira veik en margur hefur gert sér i hugarlund. En hetjulund hennar og dugnaður voru frábær. Imma, en svo var hún oftast nefnd, var ein af þeim, sem háðu sina lifsbaráttu i kyrrþey, og þótt lif hennar væri enginn dans á rósum, þá flíkaði hún ekki tilfinningum sinum, eða bar þær á torg. Imma fór strax, er hún hafði aldur til, að vinna hjá vanda- lausum og alls staðar þar sem hún vann var trúmennska hennar og dug- naður rómuð og hag húsbænda sinna, eða þeirra sem hún vann hjá, mat hún meira en sinn eiginn hag, og hún hefur áreiðanlega oft unnið meira en kraftar hennar leyfðu. Eftir að Imma fluttist til Reykjavikuryannhún samfleytt i 25 ár hjá Hreini h.f., og þar reyndust henni allir mjög vel, og hún virti mikils framkvæmdastjóra og verk- stjóra þess fyrirtækis, og viljum við flytja þeim þakkir fyrir, hve vel þeir reyndust henni. Eftir að Imma hætti að vinna i Hreini, dvaldi hún lang- dvölum á sjúkrahúsum, og nú siðast á Landspitalanum, þar sem hún an- daðist 9. febrúar siðastliðinn. Sjúkdómsstrið hennar undir lokin var mjög erfitt, en allt þetta bar hún með einstakri hugprýði og heyrðist aldrei kvarta. Við viljum i hennar nafni færa öllum þeim, sem hjúkruðu henni og veittu henni aðstoð, og þá ekki hvað sizt hjúkrunarfólki og læknum Land- spitalans beztu þakkir. Kæra frænka, nú ertu horfin frá þessu jarðneska striði, bak við for- tjaldið sem enginn hinna dauðlegu manna veit hvað er bak við,er jarðlifs- vist okkar lýkur. En þú hefur áreiðan- lega átt vinum að fagna, sem farnir eru á undan þér, og hestunum þinum og öllum dýrunum, sem þú reyndist svo vel, ertu búin að klappa, eða á þvi höfum við trú. Dýravinur var Imma og dýrin áttu öflugan málsvara þar sem hún var. Einhverjar mestu gleði- stundir Immu voru i samfylgd hests- ins, hún átti lengst af hesta, og oft mjög góða hesta, og eins og Einar Benediktsson segir i kvæði sinu Fákum, þá gat Imma tekið undir þessar ijóðlinur úr framangreindu kvæði. Sá drekkur hvern gleðinnar dropa i grunn, sem dansar á fáksspori yfir grund. I mannsbarminn streymir sem aðfalls unn af afli hestsins og göfugu lund. Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur - og knapinn á hestbaki er kóngur um stund. Kórónulaus á hann riki og álfur. Einar Benediktssnn Nú ylja iltlum lófum frændsyst- kinanna, finu vettlingarnir frá henni Immu frænsku. Hún var alltaf sivinn- andi meðan kraftarnir leyfðu, og margir nutu góðs af handavinnu hennar. Við kveðjum þig svo hinztu kveðju og þökkum þér allt, sem þú hefur fyrir okkur gert. Systkini þin og frændfólk kveðja þig með hjartans þökk fyrir allt. Þú varst ávallt sú sterka, sú sem aldrei bugaðist eða brotnaðir, og aldrei brást neinum. Þú áttir þá auölegð hjartans, sem var öllum jarðneskum fjársjóðum dýrari. Guð blessi big. Systradætur. Islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.