Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 32

Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 32
75 ára Lúðvík Gestsson frá Gerði í Suðursveit i Sagt er að þrennt þurfi sá að varast sem komast vill hjá þvi að lenda i and- byr og erfiðleikum á lifsleiðinni. Sá sem kýs sér til handa auðvelda för og átakalausa „má ekki segja neitt, ekki gera neitt og ekki vera neitt.” Um leið og menn láta skoðanir sinar hiklaust i ljós, taka að vinna og tjá sig á grund- velli þeirra og þá ekki sizt hafi menn það hugrekki til að bera að skera sig úr, vera i senn sjálfstæðir og sérstæðir þá er um leið viðbúiö að við taki and- streymi og ekki verði hjá þvi komist að dómar séu telldir, mismunandi mild- ir og sanngjarnir eftir atvikum. Hitt fer ekki á milli mála, að sá sem hefur kjark til að tala, gera og vera” hefur um leið áttað sig betur og glöggvar á þvi, hvað þaö er aði vera manneskja, þótt hann einmitt þess vegna hafi brotið „janta-lögin” sem Aksel Sandemose talar um i bókum sinum. En liklega hefur sá hinn sami komizt að raun um gildi hinna frægu ummæla Pyþagórasar: „Gegn yðri og innri erfiðleikum er aðeins tvennt, sem veitt getur svölun: Vonin og þolin- mæðin”. En öllu öðru fremur hefur samt slikum manni rætzt fullyrðingin: „Að vera mannelskja — það er aö vera gagntekinn af löngun að njóta þeirrar ferðar, sem lif á jörðu raunverulega er.” Ég ætla að i vitund hinna mörgu vina sinna sé Lúðvik Gestsson frá Gerði i Suðursveit einn þeirra óvenjulegu manna.sem aldrei hefur sætt sig við annað en geta tjáð hug sinn hiklaust, unnið verk sitt með öryggi þess, sem veit hvað hann er aö gera og hvers vegna, en umfram allt aldrei af- neitað sjálfum sér. Hann veit, að mað- urinn sjálfur „er gullið þrátt fyrir allt.” Ef til vill myndi hann lika i þessu sambandi taka undir ummæli Yeats: „Þá fyrst öðlumst vér fullan skilning á lifinu, þegar við áttum okkum á harm- inum og þeim mikla hlut, sem hann á i skynjun og skilningi okkar mann- anna.” En jafnsatt myndi honum samt finnast svar spámannsins frá Mekka, þegar hann var spurður hvað góðverk væri. Múhameð svaraði: „Góðverk er allt sem eykur bjartsýni samferða- mannanna.” II Lúðvik Gestsson fæddist á Eskifirði 22. febrúar árið 1897. Foreldrar hans voru: Gestur Guðmundsson,sjómaður frá Skagaströnd, Guðmundssonar, Magnússonar, en sá Magnús var ætt- aður af Snæfellsnesi og Katrin Þorsteinsdóttir frá Felli i Suðursveit kona Gests, ein úr stórum systkina- hópi, börnum Þorsteins Sigurðssonar, Arasonar bónda á Reynivöllum. Móðurætt Lúðviks er öll úr Austur- Skaftafellssýslu. Foreldrar Lúðviks eignuðust þrjá syni, auk hans Jósef, sem var elztur, og Sigurð, sem var yngstur bræðranna. Lúðvik Gestsson var tekinn i fóstur, þegar hann var á öðru ári. Móðursyst- ir hans. Lúsia Þorsteinsdóttir ljós- móðir i Suðursveit tók drenginn i fóst- ur. Lúðvik kom þvi til Suðursveitar ár- ið 1899. Fyrstu fimm árin, er hann dvaldi þar, var hann á Breiðabólsstað hjá Steini Þórðarsyni, sem tók hann að sér gegn fósturlaunum, er Lúsia greiddi. Nægðu ljósmóðurlaun hennar, sem voru sextiu krónur á ári, ná- kvæmlega til að ynna þá greiðslu af hendi. Var þvi sagt á þeim tima aö kaup ljósmæðra væru miðuð viö ómagalaun. Lúsia tók Lúövik til sin árið 1904. Hún giftist Hans Hanssyni Wium. Þau hjónin Hans og Lúsia bjuggu lengst af á Breiðabólstaðagerði og hjá þeim var Lúðvik fram undir tvi- tugs aldur, eða til ársins 1916. Þegar fósturforeldrar Lúðviks keyptu Gerði, en þannig var nafn bæjarins stytt, árið 1909 af Katli Jóns- syni setti hinn siðastnefndi þaö skil- yrði að öldruð móðir hans Oddný Sveinsdóttir fengi að vera á heimilinu meðan hún lifði. Oddný var þá 88 ára gömul og blind. Hún lifði 8 ár á heimili hinna nýju eigenda Gerðis og hélt and- legum kröftum ótrúlega vel, enda var hún i senn fluggáfuð og búin svo miklu andlegu þreki að óvenjulegt má telj- ast. Lúðvik Gestsson hefur alltaf litið á það sem sérstaka náð forsjónarinnar að hann fékk að kynnast Oddnýju Sveinsdóttur og gat haft hana sem við- miðun. Oddný sýndi og sannaði, hvað manneskjan getur risið hátt yfir erfið- leika sína og boðið niðurrifsöflunum byrginn. Oddný Sveinsdóttir kenndi Lúðvik að lesa, enda þótt hún væri sem fyrr segir blind. Hún kunni margar bækur utan að, eða svo virtist Lúövik. Þegar honum var falið að lesa hátt fyrir fólk- ið á kvöldvökum við dauft oliuljós, mátti hann ganga að þvi sem visu að Oddný leiörétti hann hefði hann lesið skakkt og krefðist þess jafnframt að hann endurtæki málsgreinina alla, hve löng sem hún væri, þvi hún brýndi fyrir honum að réttur skilningur feng- ist aðeins með þvi móti að allir hinir mörgu þættir mynduðu samfellda heild. Hvorugt mátti að hennar dómi skorta, yfirsýn eða innsýn. Oddný Sveinsdóttir var kona minnug og fjölfróð. Hún gat frætt Lúðvik um margt og vakið áhuga hans á enn fleiru. Hún gat horft yfir langa ævi og metið menn og mál- efni. Sjálf taldi hún sér það mikið happ að hafa kynnzt sira Þorsteini presti á Kálfafellsstað, föður Torfhildar Hólm, skáldkonu en Oddný og Torfhildur voru miklar vinkonur og hélzt sú vinátta meðan báðar lifðu. Var það eitt af verkefnum Lúðviks, að hann átti aö skrifa bréf, sem Oddný las honum fyrir. Þannig hélt Oddný áfram að standa i bréfaskiptum við vini sina og ættingja og kom það i hlut fleiri en Lúðviks að aðstoða við þær bréfa- skriftir. Lúðvik var fús að veita fræð- ara sinum þessa þjónustu, en óttaðist hitt, að stafagerð og annar frágangur væri ekki innihaldinu samboðinn. Oddný kunni vel þá list að semja bréf, enda var hún kona orðhög og sömu- leiðis ágætlega hagmælt. Það er til marks um hvort tveggja hagmælsku hennar svo og andlegt fjör, að þá hún var 90 ára gömul barst austur i Suður- sveit nýtt sálmalag, er mikið dálæti Framhald á bls. 28

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.