Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 29

Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 29
sér ljóst, að hugmyndir samvinnu- verzlunar áttu mikinn hljómgrunn meðal viðskiptavina sinna, gaf hann kost á þvi að láta vérzlunina af hendi og selja þá aðstöðu og þann húsakost, er með þurfti til verzlunarreksturs. bannig breyttu Austur-Skaftfellingar um viðskiptahætti, hurfu frá einka- verzlun til samvinnuverzlunar án þess að til átaka kæmi eða uppgjörs. Var slikt næsta óvenjulegt, er ber vitni um mikla samstöðu svo og næman skiln- ing og réttlætiskennd. Ungum manni var þetta sönnun um mikla yfirburði samvinnuhreyfingarinnar, en gaf hon- um umleið það hugboð eða þann draum að slik þróun væri bæði æskileg og eðlileg á öllum sviðum þjóðlifsins. Orð Einars Benediktssonar urðu hon- um lifshugsjón: Einn er maðurinn ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann kjálfur. Arið 1916 yfirgefur Lúðvik Gestsson heimili fósturforeldra sinna. Hann er þó enn um tiu ára skeið i átthögunum i Suðursveit, enda hefur sú sveit aldrei sleppt tökum á honum og orðið honum hjartfólgnari staður, imynd hlýrrar og ástsællar móður, sem verndar börn sin um leið og hún eggjar þau og agar. A árunum 1916 til 1919 gerist Lúðvik starfsmaður þriggja bænda i Suður- sveit og er hjá þeim sitt árið hverjum. Fyrst vinnur hann hjá bórði Jónssyni bónda á Kálfafelli, þá Birni Steinssyni bónda á Breiðabólsstað og loks Sigfúsi Skúlasyni, bónda á Leiti. Allt voru þetta góð heimili og urðu Lúðvik eftir- minnileg, og þó kannski mest fyrir þá sök, hve ólik þau voru og vöktu athygli hans á fjölbreytni. Ólikt skapferli og viðhorf samferðafólksins gerðu hann að mannþekkjara þegar ungan að ár- um. Hjá Sigfúsi Skúlasyni var Lúðvik, þegar Katla gaus og gleymir aldrei öskufallinu mikla, sem yfir dundi. Árið 1919 ræðst Lúðvik til Steinþórs bórðarsonar bónda að Hala. bar var hann vistráðinn á sjöunda ár og var á Hala samfleytt til ársins 1926, þó með eins árs fráviki, er hann hvarf til æskuheimilisins að Gerði. Lúðvik tók miklum tryggðum við Steinþór og fjölskyldu hans og þess naut bú og jörð. Vann Lúðvik búinu sem hann sjálfur ætti og naut þess að sjá það efl- ast og vaxa við sameiginlegt erfiði, hans og fjölskyldunnar. Eins og venja var við búrekstur i Suðursveit var um hvort tveggja að ræða að stunda land- búnað og sækja sjó. —- Eftir að Jón tvarsson gerðist kaupfélags- stjóri á Hornafirði varð sjósókn Lúðviks á vetrum samfelldari og markvissari. beir Lúðvik og Steindór áttu mörg áhugamál saman önnur en þau að koma „botni undir bú”. Báðir voru þeir einlægir ungmennafélags- menn og samvinnumenn. bá voru og stjórnmálaskoðanir beggja harla lik- ar. beir voru eins og Lúðvik hefur komizt að orði báðir „sjálfstæðismenn meðan borleifur á Hólum fylgdi Sjálf- stæðisflokknum gamla, en hurfu með þeim borleifi i raðir Framsóknar- manna eftir að Framsóknarflokkurinn hafði verið stofnaður fyrir atbeina ungmennafélaga og félagshyggju- manna.” — bað voru þvi ekki ólikar skoðanir, sem skildu þá árið 1926, þeg- ar Lúðvik hvarf burtu ú-Suðursveit. Til þess lágu aðrar ástæður og persónu- legri. Lúðvik Gestsson vildi sjálfur losa heimdragann. — Hann haföi heyrt um hinn merka bændaskóla, sem rek- inn var á Hvanneyri i Borgarfirði og þannjnikla höfðingja, sem þar stýrði rikjum, Halldór Vilhjálmsson, skólastjóra. bess þurfti ekki til að Borgfirðingar væru á Hornafirði, svo sem Jón kaupfélagsstjóri tvarsson. Orðstir skólans hafði borizt um land allt og þangað stefndi hugur ungra og framsækinna manna. — Lúðvik fékk tryggingu fyrir skólavist haustið 1926. En Lúðvik Gestsson beið ekki haustkomunnar. Hann fór suður til Reykjavikur vorið 1926. Með fulltingi Jóns Ivarssonar og Vigfúsar Guðmundssonar, gestgjafa i Borgarnesi réðist Lúðvik vorið 1926 i vist að Sturlu-Reykjum i Reykholtsdal. bar bjuggu þá Jóhannes Erlendsson og Jórunn Kristleifsdóttir. bau hjón voru bæði stór i sniðum og ráku bú sitt með miklum myndarbrag. bvi er það að sumarið 1926 er i endur- minningu Lúðviks eitt hið ánægjuleg- asta, sem hann hefur lifað. betta sum- ar kynntist hann einnig fræðimannin- um borgfirzka Kristleifi borsteinssyni á Stóra-Kroppi, en hann var faðir hús- móðurinnar á Sturlu-Reykjum. Lúðvik kunni vel að meta gáfur og fræði Krist- leifs og bættist honum þar ein mynd hinna svipstóru i þann minningarsjóð, sem verið hefur honum alla tið verð- mætastur og hjartfólgnastur. Um haustið 1926 náði Lúðvik þvi marki, sem hann stefndi að, að komast i Bændaskólann á Hvanneyri. Við Hvanneyrarskólann stundaði hann nám einn vetur. Lúðvik kaus að haga námi sinu þannig að hann lærði aðal- fög skólans, enda þótt það hefði i för með sér að hann væri óreglulegur nemandi og gæti af þeim sökum ekki fengið lokapróf. Lúðvik var ekki að læra fyrir skólann heldur lifið og það skipti hann mestu máli „að komast sem fyrst og komast sem lengst.” Lúð- vik varð ekki fyrir vonbrigðum með námsdvölina á Hvanneyri. Aldrei hann áður grunað að hægt væri að öðlast þá þekkingu og'þá reynslu sem þar var i boði. Honum virtist sem hann sæi vitt um heim og við sjónum hans blasti fögurveröld framtiöar. — Bæði heiðrikja bjartsýnna viðhorfa svo og óvenjuleg sókndrifð einkenndi Hvann- eyrisem menntasetur og fræðistofnun. — bar kom i ljós mótun skólaforyst- unnar.' Halldór Vilhjálmsson bar þar eins og Lúðvik hefur komizt að orði „ægihjáim yfir.” Persónuleiki hans var stórbrotinn. Hann var i senn mikil- úðlegur og viðkvæmur maður. Hjá honum kynntust nemendur kröfuhörð- um manni bæöi við sjálfan sig og aðra. En þeir vissu lika að hjá skólastjóran- um var aö finna þrennt, sem fátitt er að fari saman i svo rikum mæli sem raun bar vitni: Vit, traustog góðvild. betta voru forsendur þess tvenns sem eftirminnilegast varð þeim flestum um Halldór Vilhjálmsson. Annað var hinn mikli stórhugur, þráin að lyfta öllu og öllum yfir meðalmennskuna eða kannski eins og nú myndi vera sagt með túlkun eksistentialistanna á mennskri tilveru i huga: Hann sætti sig aldrei við minna en það að vera maður. Hitt var hin sterka trú Hall- dórs, trúin á það, að allt i tilverunni svaraði rétt til væri það rátt ávarpað. bannig var það ekki sizt um jörðina, hún svaraöi sem til hennar var talað. Einmitt þess vegna skipti svo miklu máli að læra og nema hið rétta tungu- tak, kunna hin réttu vinnubrögð, öðlast jákvæða og örugga afstöðu. — Lúðvik gleymir aldrei þeirri hvatningu og fullyrðingu, sem Halldór vakti hann til nýrrar vitundar með: „bú getur allt sem þú vilt” — „Að vilja er allt sem þarf”, þau fleygu orð voru eins konar einkunn Halldórs á Hvanneyri. — En við hlið Halldórs stóð ekki aðeins mikilhæf og gáfuð kona hans, frú Svava bórhallsdóttir, biskups Bjarna- sonar, heldur einnig sérstætt mannval i kennaraliði. Auk skólastjórans voru þrir kennarar: bórir Guðmundsson frá Gufudal, mikill fræðimaður en jafnframt frábær kennari, Steingrim- ur Steinþórsson, siðar þingmaður og forsætisráðherra, sem einmitt á þessum árum var að hefja göngu sina á braut félagsmála og stjórnmála: og loks borgils Guðmundsson, iþrótta- kennari og ráðsmaður siðar einn þeirra kennara, er mótuðu og sköpuðu menntasetrið i Reykholti. Veturinn' 1926-1927 varð Lúðvik Gestssyni timi mikilla umbrota, islendingaþættir 29

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.