Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 5
Baldur Steingrímsson eftiriitsmaður staddir höfðu eitthvað minnzt á reykingar og vinneyzlu. Litlu siðar sagði telpan við mig og lagði áherzlu á orð sin. ,,Þegar ég er orðin stór ætla ég að eiga mann, sem ekki reykir, ekki tekur i nefið og ekki drekkur brennivin. Ég ætla að eiga mann, sem er alveg eins og hann frændi”. En Sigurð einan kallaði hún frænda. A ævibrautinni kappkostaði Sigurður ávalt, i bliðu og striðu, að vera i orðum og athöfnum sannur maður, bæði gagnvart samferðafólki sinu þar og frammi fyrir Guði sinum. Ég efast ekki um, að þannig hafi hann verið viðbúinn kallinu mikla, þegar hann i starfi sinu, hafði fyrir nokkrum minútum kvatt sinn siðasta farþega glaður og öruggur að vanda, veiktist skyndilega undir stýri i bil sinum að- faranótt 18. desember s.l., eftir að hafa verið sá gæfumaður i starfi við fólksfluttninga með bifreiöum sam- fleytt i rúmlega 42 ár að aldreii; hafði farþegi i ferð með honum hlotíð meiðsl né vegfarandi af hans völdum. Kæri frændi. Ég veit vel, að þér þótti mjög væmt um öll dætrabörnin min og að þau veittu þér yndi með nálægð sinni og gagnkvæmum kærleika og trúnaðar- trausti. En ég veit einnig, aö þegar þvi yngsta þeirra, drengnum Sigurði Hrafni borkelssyni, fæddur 23. nóvember 1967, var gefið nafniö þitt, þá kom inn i lif þitt sérstök lifsfylling, sem gladdi mikiö huga þinn. Mér verður ógleymanlegt, er þið hélduð upp á afmælin ykkar, sameiginlega að venju, tæpum mánuði fyrir lát þitt, hvað þú varst glaður og sagöir viö mig, að þér hefði hlotnazt svo mikið, þar sem þessi fallegi og bráðvelgefni drengur bæri nafnið þitt, þegar allir samankomnir afmælisgestir höföu setzt að boröum sagðir þú, að i dag væri stórt afmæli, þvi að samanlagður aldur afmæiisbarnanna væri 70 ár. bá stóð upp bróðir nafna þins, Guð- mundur, gekk til þin og sagði. ,,En afi, ég verð bráðum 10 ára, ef ég fæ nú að vera með i þessu afmæli, þá verður það 80 ára áfmæli”. Þá klappaðir þú á höfuö þessa frænda þins, sem átti ekki tiu ára afmæli fyrr en 17. desember, en fyrir tæpum tveimur árum hafði beðið þig að vera afa sinn, hann ætti engan, nú væru báöir afarnir sinir dánir, og þú sagðir. „Auövitað sláum við allir þrir saman og erum þá 80 ára”. Nú þegar þú hefur skyndilega verið kallaður burtu héöan frá vinum þinum og vinnufélögum, þá vil ég láta i ljós þakkir minar til þin fyrir allt, þsem þú varst mér og fjölskyldu minni, bæði er þú varst með okkur á gleðistundum i íslendingaþættir Þann 16. febrúar andaöist á sjúkra- húsi Akraness Baldur Steingrimsson eftirlitsmaöur, eftir mjög stutta legu. Mér er bæði skylt og ljúft að minnast Baldurs með nokkrum orðum, eftir svo löng kynni og náin samskipti, sem ég hafði af honum um 41 ára skeið. Baldur fæddist að Þverá i öxnadal, 8. april 1911, sonur hjónanna Steingrims Stefánssonar og Guðnýjar Jóhanns- dóttur, sem þá bjuggu á Þverá. Stein- grimur var bróðir Bernharðs Stefáns- sonar fyrrum alþingismanns Eftir stutta sambúð missti Guðný mann lifi okkar og á stundum þjáninga og sorga. Þú varst frændi góður drengur i orðsins fyllstu merkingu. Ég kveð þig með eftirfarandi ljóðlinum skáldjöfur- sins Einars Benediktssonar. Mást skal lina og litur, steinn skal eyðast, listarneistinn i þeim skal ei deyðast. Perlan ódauðlega i hugans hafi hefjast skal af rústum þjóða og landa. Komi hel og kasti mold og grafi, kvistist lifsins tré á dauðans arin, sökkvi jarðarknör i myrkva marinn, myndasmiðar andans skulu standa. Ingveldur Gisladóttir. Skyndilegt fráfall Sigurðar Bjarna- sonar er mér og fjölskyldu minni mikill harmur, en hann lézt laugar- daginn 18.des. s.l. Fyrir fáeinum dögum höfðum við setið hressir yfir tafli, eins og svo oft áður og var hart leikið á báða bóga eins og vera ber i skák. En Sigurður var góður skákmaður og hafði yndi af að tefla. Ekki grunaði mig þá, að hans næsta tafl yrði við dauðann og tæki ekki lengri tima. Sigurður Bjarnason var fæddur 21.nóv. 1905, að Asgarði i Grimsnesi. Foreldrar hans voru hjónin 'Ólafia Sigriður ölafsdóttir og Bjarni Jónsson, em þau voru bæöi ættuö úr Grimsnes- inu. Sem unglingur fluttist Sigurður til fööurbróður sins Guöjóns Jónssonar, kaupmanns að Hverfisgötu 50. Mun sinn frá tveim börnum, Baldri 4 ára og dóttur 6 mánaða, Valborgu að nafni. Þegar dánarbúið hafði verið upp- gert, kom i ljós, að eignir hrukku að- eins fyrir.skuldum. Stóö þá Guöný uppi algjörlega eignalaus með bæði börnin. Fór þá Baldur fljótlega til föðurafa sins og ömmu, sem þá bjuggu á Hrauni i öxnadal, og var hann hjá þeim til 8 ára aldurs. Móðirin var áfram um nokkurt skeiö á Þverá með Valborgu. Þaðan fluttist hún til Sauðárkróks, og tók þá nokkru siðar Baldur son sinn til sin, þá 8 ára gamlan. Hjá henni var hann á þeim árum hafa notið ein- hverrar menntunar, umfram þá er al- mennt gerðist og lokið gagnfræöa- prófi. Annars verður menntun Sigurö- ar ekki tengd neinum skólum aö ráði, hann var það sjálfmenntaður maður og vel heima i flestum hlutum, að undrun sætti. Sérstaklega i sögu lands- ins, bókmenntum og ættfræði. Það hefur ekki verið að ástæðulausu að Sigurður var oftast valinn sem leið- sögumaður og bilstjóri er erlendir fræðimenn vildu ferðast um landið, til að kynnast þeim stööum, er sagan greinir frá. Bréf og bókagjafir frá þessum mönnum yljuðu Sigurði oft, og hann var stoltur af að hafa getað gert þessu fólki ferðirnar fræðandi og ánægjulegar. Sjálfur naut ég þeirrar ánægju að ferðast og fræðast af honum og veröa þær stundir mér ætið ó- gleymanlegar. Siðastliðin 12 ár var Sigurður til heimilis hjá tengdamóður minni, Ing- veldi Gisladóttur, að Holtsgötu 13, Rvik , en þau voru bræðrabörn. Hún hafði búið honum traust og gott heimili og vissi ég,að hann mat þaö meira en nokkuð annað. Hennar þakkir eru hljóðar og einlægar á þessari stundu. Umhyggja hans og nærgætni við þessa frænku sina var slik, aö þar gat ekki annað en fariö sannur maður. Ég og fjölskylda min viljum þakka þér frændi, alla þina vináttu og hugul- semi. Við söknum glettni þinnar og hlýju og þá ekki sizt drengirnir minir, sem alltaf áttu skjól hjá „afa”, eins og þeir kölluðu hann. Við geymum minningu þina. Þ.G.G. 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.