Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 8
Vilhjálmur Guðmundsson Einn er þáttur af oss rakinn, ein af lindum hjartans þrotin. Þéssar ljóðlinur Grims koma mér i hug, þegar Vilhjálmur er kvaddur. Vilhjálmur er fæddur 20. september 1912 á Harastöðum á Fellsströnd. Foreldrar hans voru hjónin Sigriður Helga Gisladóttir og Guðmundur Ari Gislason. Gisli faðir Sigriðar Helgu bjó i Koti (nú Sunnuhlið) i Vatnsdal. Hann var Guðlaugsson Guðlaugssonar, og er sú ætt rakin út á Skaga og oft nefnd . Guðlaugsætt. Guðmundur Ari var ey- firzkur i móðurætt, en föðurætt hans skagfirzk. Faðir hans, Gisli Arason bjó i Geitagerði i Staðarsveit. Ari faðir hans var Jónsson Jónssonar, og var sú ætt stundum kennd við Hálfdánar- tungur i Norðurárdal.Jón Jónsson var kvæntur Sigriði Markúsdóttur frá Brúnastöðum, og var Markús faðir hennar sjöundi maður i karllegg frá Jóni Arasyni. bau Sigriður og Guðmundur voru aðeins eitt ár á Harastöðum og næsta áratuginn voru þau á nokkrum stöðum i Dalasýslu og Snæfellsnessýslu. Börnin urðu mörg, og var Vilhjálmur næst elztur þeirra. Vorið 1922 fluttust þau hjónin norður i Skagafjörð i átt- haga Guðmundar og fór Vilhjálmur þá að Sólheimum i Sæmun darhlið og var hjá frændfólki sinu fram yfir fermingu. Hugur Vilhjálms stóð mjög til náms og mennta, og veturinn 1929-1930 var hann við nám hjá séra Tryggva Kvaran á Mælifelli, vann á Siglufirði sumarið eftir og gekk i Menntaskóla Akureyrar næsta vetur. Vilhjálmi var mjög létt um nám og hafði mikla löngun til að halda áram menntaskólanámi með ákveðið mark- mið i huga. Hefði þaö þá þótt mikil hamingja að fá að þræla sumarlangt á sildarplani á Siglufirði til að kosta skólavist að vetri. En kaldur hrammur kreppunnar frægu seildist þá til þessa lands sem og margra annarra og hvergi var vinnu að fá, en enginn, sem nærri stóð, gat rétt hjálparhönd. Tók það Vilhjálm fimm sumur að vinna fyrir næsta skólavetri, enda þurfti hann áð styðja föður sinn sjúkan á þessum misserum. Haustið 1935 settist Vilhjálmur i 2. bekk Verzlunar- skólans og lauk þaðan prófi með hárri einkunn vorið 1937 . Næstu árin vann hann hjá þýzkum heildsala, þá um sinn hjá Asbirni Ölafssyni, stórkaup- manni, en lengst af hafði hann sjálfur innflutningsverzlun og veitti verzlun- inni Vatnsvirkjanum h.f. hér i borg forstöðu. Þótt Vilhjálmur væri ágætlega að sér i verzlunarfræðum, hygg ér, að hann hafi ekki verið á réttri hillu við verzlunarstörf, enda hugsaði hann ungur til annarra hluta. Honum var litt að skapi að selja vinnu sina háu verði eða hagnast af aðstöðu sinni eða samböndum en kaus fremur að vinna langan dag og hefur hann á liðnum árum afkastað svo miklu verki, að undrun sætir. Hinn 1. júni 1940 var bjartur dagur i lifi Vilhjálms þrátt fyrir heimsstyrjöld og hernám. Þann dag gekk hann að eiga Ásgerði Pétursdóttur, ættaða úr Breiðafirði. Hún lifir mann sinn ásamt fjórum börnum þeirra, tveim dætrum og tveim sonum, sem öll eru uppkomin og eiga heima i Reykjavik. Heimili þeirra Asgerðar og Vilhjálms hefur á annan tug ára verið i Viðihvammi 10 i Kópavogi. Hefur okkur ættingjum og vinum ekki þótt leiðin löng suður i Hvamminn, meðan þau bjuggu þar, þar höfum við átt margar minnis- stæðar ánægjustundir, enda voru þau hjón mjög samhent i rausn sinni og góðu viðmóti við gesti. Vilhjálmur var bókhneigður og las mikið, einkum útlendar bækur, enda var hann mikill málamaður. Hann var kyrr i fasi og fremur hlédrægur að eðlisfari. Honum sást iitið bregða, hvort sem honun mætti blitt eða stritt. Þótt Vilhjálmuryrði fyrir ýmiss konar mótlæti þegar frá æskuárum, eins og áður er að vikið, tel ég hann eigi að siður hafa verið mikinn gæfumann. Hann var vitur maður og góðgjarn og slikum mönnum heppnast flest vel, sem þeim er sjálfrátt, en taka öðru er að höndum ber, með hugrekki og stillingu. Hann naut virðingar þeirra og hylli, sem höfðu af honum kynni, og ástar þeirra, er næst stóðu.Eiginkonan reyndist honum þá bezt, þegar mest á reyndi og hann þurfti ekki að kemba hærurnar, en sjálfur lét hann ótvirætt i ljós þá löngun að komast hjá glimu við elli kerlingu. 1 ágúst siðastliðnum kenndi Vil- hjálmur þess meins, sem varð honum - að aldurtila. Mun honum brátt hafa orðið ljóst, að hverju fór, og tók hann örlögum sinum með þeirri karl- mennsku og hugarró, að seint mun okkur úr minni liða, er til hans komum. Hann andaðist um nónbil 6. nóvember. Við Vilhjálmur áttum samleið alla tið frá unglingsárum, og enginn maður hefur haft meiri áhrif á skoðanir minar og hugarheim en hann. Mun það eflaust gilda um okkur öll systkinin. En ekki mun ég gera neina tilraun til að koma orðum að þvi, sem ég og mitt fólk á honum upp að unna. Ekki verður þvi á móti mælt að himinn og jörð eru meginhlutar þess heims, sem við lifum i, en sá heimur getur þó virzt ærið breyttur og tóm- legur, þegar þeir hverfa á braut, sem okkur eru kærastir. ,,Það syrtir að, er sumir kveðja”, segir Davið skáld. Heimur okkar, sem næst stóðum Vil- hjálmi, verður aldrei samur og fyrrum, meðan hann var hjá okkur. En minningin um þig, bróðir, mun lifa lengi og ylja okkur um hjarta- rætur. Gunnar. Kveðja til Vilhjálms Guðmundssonar Að kvarta, nú er hann kveður þvi kynni hann ekki sem bezt. bvi alltaf á örlagastundum var athvarfið hjá honum mest. Að styrkja að hjálpa og hugga var honum svo eðlislægt. Að þakka það eins og skyldi, það verður aldrei hægt, 8 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.