Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 6
bræðranna A. og U. Hansen hann, á hennar heimili, til 23 ára ald- urs. Hann fór aö vinna þegar aldur og kraftar leyföu, allt sem til féll, þvi aö atvinna á Sauðárkróki á þeim tima var þá oft lítil og stopul. Helzt var það um skipakomur. Einnig skrapp hann oft á sjó. Um 17 ára aldur réöst Baldur á togara, og stundaði þá vinnu i 3 vetur, frá áramótum til vors. A sumrin var hann heima og stundaði sjó á trillum. Um skeið gerðist hann meðeigandi i trillubát með tveim öðrum góðum fé- lögum, sem þeir gerðu út á timabili. Það gekk allt vel, þvi að þetta voru duglegir og kappsfullir ungir menn að árum. Siðar hættu tveir félagarnir, Baldiir og Siguröur P. Jónsson, sem nú býr á Sauðárkróki. Skömmu siðar hætti svo Baldur alveg við sjóinn. Ég gat þess i upphafi, að ég hefði haft löng og náin kynni af Baldri. En ástæðan til svo náinna kynna, þótt stundum væri bil milli búða, var sú, að vorið 1931 kvæntist ég móður hans, og tók þá við heimili hennar. Baldur var áfram heima hjá móöur sinni, og hjá okkurtil 1934. Hann fluttist þá alfarinn til Siglufjarðar. Þar réðst hann sem lærlingur i rafvirkjaiðn, hjá Jóhanni Jóhannessyni rafvirkjameistara þar. Sveinsprófi lauk hann 18/12 1938, og hafði þá áður lokið iðnskólaprófi. Stuttu eftir námiö gerðist hann meö- eigandi meistara sins við fyrirtæki hans, sem var rafmagnsverkstæöi, ásamt alhliða þjónustu i sambandi við Enn einu sinni hefur okkur mönn unum borizt andlátsfregn manna á bezta aldri. Við höfum spurt „hvers vegna”, og ekki fengið svör við spurningunni. Hvers vegna gerist það, að menn eru burtu kallaðir úr þessum heimi, langt fyrir aldur fram? Kallaðir burtu frá áhugamálum sinum, frá störfum sinum, frá ást- vinum sinum. Þannig mætti lengi telja. Svörin koma ekki. Maðurinn með ljáinn gefur ekki skýringar, gerir ekki vart við sig fyrirfram. Við erum raflagnir i hús og fleira. Stóð það sam- eignatimabil um 4 ár. Árið 1942, 16. mai, kvæntist Baldur Oddrúnu Reykdal, dóttur Olafs Reyk- dal trésmiðameistara á Siglufirði, ættuðum úr Skagafirði. Kona hans var Sæunn Oddsdóttir, skipstjóra frá Siglunesi. Sté Baldur þá sitt gæfu spor, þvi að góður maki er gæfa hvers og eins. Kona hans reyndist honum ávallt hans styrka stoð, þvi að hún er fyrir- myndar húsmóðir og góð móðir barna þeirra. Siðla sumars 1942 fluttust hjónin til Ölafsfjarðar, og varð Baldur raf- stöðvarstjóri þar, og á þessu ári fékk hann meistararéttindi i raflögnum. A Ólafsfirði ætluðu þau sér að ilengjast, og byggðu sér þar ibúðarhús, en at- vikin höguðu þvi svo til, að eftir 4 ár fluttust þau aftur til Siglufjaröar. Baldur tók við starfi hjá sildarverk- smiðju rikisins, sem verkstjóri, eða yfirumsjónarmaður með öllu þvi sem tilheyrði rafmagni verksmiðjanna. Þar starfaði hann i 20 ár, frá 1946-1966. A þessu timabili öllu útskrifuðust margirnemari iðninni frá honum, þar á meðal sonur hans, Sævar, sem út- skrifaðist sem rafvélavirki. Við Iðn- skóla Siglufjarðar kenndi Baldur i 20 ár rafmagnsfræði og teikningu. Hann las mikið og einkum um allt, sem að rafmagni laut. Meistararéttindi i raf- vélavirkjun fékk Baldur 25/5 1964. Að félagsmálum starfaði hann um skeið, að málefnum Iðnaðarmannafélags Siglufjarðar, og var formaður þess eitthvert timabil. I júni 1966 fluttust hjónin frá Siglufirði til Akraness, og tók Baldur þar við starfi sem eftirlits- maður við rafmagn hjá Akraness- kaupstap. gjörsamlega varnarlaus fyrir þessu. Við vitum ekki, hver verður næstur til að kveðja þennan heim. Ég var staddur vestur á fjörðum, er mér barst til eyrna að stéttarbróður minn og vinur Adolf Hansen haföi látizt að kvöldi þriðjudagsins 14. marz á Borgars'júkrahúsinu I Reykjavik, og vakin var athygli min á, að bróðir hans Urrct Hansen hefði látizt af slysförum 19. febr. s.l. Vegna fjarveru úr höfuðborginni hefur mér nú, sem stundum áður, ekki A Akranesi kunnu þau hjónin vel viö sig, og áttu þar friðsælt heimili, er þau hlúðu að i sameiningu. Baldur kunni vel við alla þá, sem hann kynntist þar, og samhæfðist einnig öllum þeim vel, sem hann starfaði með, og bar þeim gott orð, Siðast, en ekki sizt, lét henn vel yfir að starfa meö félögum úr Rótaryklúbb Akraness, og þar var vissulega félagsskapur fyrir hann. Ég hef nú dregið saman i stórum dráttum nokkurs konar æviágrip um Baldur. Hef sagt frá uppvaxtarárum hans, og einnig getið þeirra starfa sem voru lifsstörf hans. 011 störf vildi hann leysa vel af hendi. Hann var ákaflega vandvirkur að eðlisfari, og svo fjöl- hæfur, að fátitt er. Margt er á heimili hans, sem ber vitni um hagleik hans og listhneigð. Hann var vandaður maður, tilfinninganæmur, drengur góöur og hjálpfús. Þau hjónin eignuðust 3 börn, og höfðu barnalán. Börnin eru öll vel gefin og góð og myndarfólk. Þau eru: Sævar, rafvélatæknifræðingur, vinnur hjá Rafmagnsveitum rikisins: Steinar, gjaldkeri hjá sildarverk- smiðju rikisins á Siglufirði og rekur þar einnig iðnfyrirtæki i félagi meö öðrum, Guðný, gift Bernhard Vii- mundarsyni verkstjóra. Hún er full- trúi á endurskoðunarskrifstofu hjá Pósti og sima. Og nú að sfðustu kveöur móðirin soninn sinn kæra, með hjartans þökk- um fyrir allt, sem hann var henni á árunum fyrr, þegar hún þurfti þess mest með. Aö lokum kveð ég þig, Baldur minn, og þakka þér kynnin góðu, og bið þér blessunar guðs á sólgeislanna strönd. Kristinn Gunnlaugsson islendingaþættir 6

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.