Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 25

Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 25
manna, en einn þeirra var Kristinn Agúst, að mannbjörg varð, en allur farangur og varningur hvarf i hafið,— Sjóslysið við Haganesvik vorið 1924 kippti öllum stoðum undan búskap hinna ungu hjóna á Stóra—Grindli. Um annað varð ekki að ræða en hverfa frá búi og leita annarra úrræða til lifs- bjargar. Leiðin lá til Ólafsfjarðar og þar áttu þau Kristinn og Pálina heima næstu ár. Enn er sótt á sjóinn sem fyrr. Þó verður allveruleg breyting á áhugamálum Kristins. Hann tekur að stunda járnsmiðar og naut til þess bæði aðstoðar og hvatningar ýmissa iðnaðarmanna. Fór svo að þar opn- aöist Kristni nýtt verksvið. Þvi meir sem hugurinn heillast af smiðunum þvi meir dregur úr sjósókninni. — t þessa átt sveigðist atburðarásin þau 4 ár, sem búið var i Ólafsfirði. 1 Ólafs- firði fæddist þeim hjónum fjórði son- urinn Guðmar Jón. Arið 1927 flytja þau Kristinn og Pálina enn búferlum og setjast að i Hrisey. Þar áttu þau heima nær tvo áratugi, til ársins 1945. Siðast á þriðja tug aldarinnar var Hrisey staður mikils vaxtar og mikillar grósku. Þau Kristinn og Pálina eygðu þar nýja og meiri möguleika. Þá mun það einnig hafa átt sinn þátt i búsetuskiptunum að systir Pálinu, Maria Árnadóttir og maður hennar Jón Valdimarsson, skipstjóri höfðu fyrr horfið frá Ólafs- firði og leitað til Hriseyjar, en mikill samgangur og vinskapur var á milli heimila hinna tveggja systra og svila. Eftir komuna til Hriseyjar kom það af sjálfu sér að Kristinn sótti sem aðrir björg til sjávarins. En hin þróunin heldur áfram sem þegar var hafin i Ólafsfirði, að meiri og meiri timi fer i járnsmiðarnar. Kemur þar að lokum að Kristinn Ágúst setur á stofn eigið járnsmiðaverkstæði. Komu sér þá vel þau samskipti, er hann hafði áður stofnað til við iðnaðarmenn á þessu sviði bæði i ólafsfirði og á Akureyri. Jafnframt þvi sem Kristinn leysir hin erfiðustu verkefni af hendi i iðn sinni, skapar aðstöðu fyrir útgerð staðarins, annast viðgerðir á dýrum tækjum, svo og bátum og skipum, — þá er hann um leið að læra að tryggja sér þau réttindi til starfa i iðninni, sem hann taldi æskileg og nauðsynleg. Fær hann þannig full meistararéttindi járn- smiðs. Sparaði hann sér ekki erfiði og átti margar ferðír tíf Akureyrar í senn til að læra og eins hitt að sinna vanda og verkefnum, sem vinir hans trúðu honum fyrir. A brattann var sótt i Hrisey i margs konar merkinguþeirra orða : Að skapa sjálfum sér atvinnuöryggi , treysta stöðu heimilisins og siðast en ekki sizt að sjá um.að börnin hans fengju notið sin. Þau voru nú 7 talsins, en i Hrisey fæddust þrjú þeirra, Gigja Sæbjörg, Stefán Sigurður og loks Brynhildur Steinunn, en Brynhildur dó a öðru aldursári. Það var árið 1945 að Kristinn Agúst Asgrimsson fær þau eindregnu tilmæli að flytja sig til Skagastrandar og ger- ast þar járnsmiður. Hann varð við þeirri málaleitan enda hafði atvinnulif dregizt saman i Hrisey, umsvif út- ger ðarinnar minnkað. Á Skagaströnd var aftur á móti blómlegt atvinnulif og flest, sem til þess benti, að þar væru mikil framtiðarverkefni óleyst. Krist- inn Agúst var alltaf bjartsýnismaður og honum var ljúfara að starfa þar sem um vöxt og aukningu var að ræða, heldur en samdráttur og samfara hon- um meira og minna vonleysi. — Hann var lika eini járnsmiður Skagastrand- ar á þessum árum og hið nýja verk- stæði hans bætti úr brýnni þörf . Stærsta verkefnið, sem fyrir lá var að taka þátt i byggingu sildarverksmiðj- anna á Skagaströnd. Vann hann að mestu leyti á vegum rikisins, en sinnti jafnframtöðrum störfum eftir þvi sem geta hans leyfði. — Er öruggt, að aldrei hafði honum áður tekist að treysta svo hag sinn, enda ekki legið á liði sinu eða kraftar sparaðir. — Þau hjónin Kristinn og Pálina bjuggu á Skagaströnd til ársins 1961 eða um 16 ár. — Sá timi breytti lifi þeirra full- komlega. Börnin hurfu að heiman, nokkur höfðu reyndar áður skapað sér sjálfstæða tilveru. Að lokum er ein- ungis Stefán Sigurður eftir i foreldra- húsum. — Þá kemur lika i ljós að þrek og kraftar fengu ekki til lengdar stað- izt hið mikla álag. Er svo komið árið 1961 að heilsu Pálinu hefur hrakað, erfiði og áhyggjur liðinna ára segja til sin. Kröftum hefur verið fórnaö, þrek er þorrið. Kristinn Agúst hefur lika fengið viðvörun, að ekki verði haldið áfram á sömu braut og ekkert tillit tekið til þess, að öllum eru takmörk sett i erfiði og álagi. — Hið óumflýjan- lega hlýtur að gerast. Þau hjónin yfir- gefa húsið, sem þau höfðu byggt sér með smiðjunni dýrmætu. Um annað er ekki að ræða. Suður yfir heiðar er horfið með soninn eina, sem eftir er heima. Næsti áfangastaður er i Kópa- vogi þar sem þau hjón festa kaup á húseigninni að Hliðarvegi 11. Allt bendir til.að þau geti með mildi sinni, bliðu og bjartsýni horft fram til fag- urra daga að unnu miklu og heillariku ævistarfi. — Börnin þeirra hafa stofnað eigið heimili flest og þau fagna sigrum hinna ungu og framtiðar- draumum. Björn Ottóhefur setzt að á Akureyri sem vélsmiður, kvæntur Halldóru Gunnlaugsdóttur. Arni Garðar er búsettur I Reykjavik, aug- lýsingastjóri við Morgunblaðiö, átti að eiginkonu Katrinu óladóttur, sem hann siðan missti, en kvæntist aftur Ragnheiði Kristjánsdóttur. Magnús Bæringurer þá orðinn kennari i Kópa- vogi, siðar skólastjóri þar, kvæntur Guðrúnu Sveinsdóttur. Guömar Jón hefur lagt leið sina til Siglufjaröar, lært þar rafvélavirkjun, horfið þaðan til Skagastrandar, en gerzt siðan vélgæzlustjóri við Laxárvatnsvirkjun við Blönduós, kvæntur Olöfu Friðriks- dóttur. Gigja Sæbjörg er búsett á Ölafsfirði og býr þar meö manni sinum Jóni Asgeirssyni vélstjóra. Stefán Sig- urðursá eini, sem enn dvaldi hjá for- eldrum sinum fluttist með þeim suður og hóf þar nám og starf, en leið hans lá siðar til Reyðarfjarðar. Hann er kvæntur Onnu Einarsdóttur. En skjótt skipast veður I lofti, og enginn ræður rúnir framtiöarinnar. Þau Kristinn og Pálina hafa aðeins búið eitt ár i Kópavogi, þegar Pálina andast I febrúar áriö 1962. Eftir lát konu sinnar er sem óyndi og óró gripi Kristinn. Vera má,að su fullyrðing Karenar Blixen sé rétt, að maðurinn framkvæmi, konan tryggi tilveruna sjálfa, eöa með orðum hennar: „Mannsins er athöfnin, konunnar ver- an.” Það kann lika að vera satt, sem sagt hefur veriö að með karlmannin- um sé meira af óróleikanum, umbrot- unum hjá konunni meiri festa og rósemi. — Kristinn Agúst varö annar maður eftir lát konu sinnar. Ekki það að hann glataði trú sinni og léttleika. Hann var alltaf sami bjartsýnismað- urinn. Hitt er ljóst, að hann hefur mikið misst við fráfall konu sinnar og sá missir verður ekki bættur. Til að dreifa sorgum sinum verður það ráð honum heilladrýgst að gerast sjálfur gleðigjafi. Þau urðu honum fagnaðar- rikust verkefni að mega undirbúa og eiga hlutdeild i að skapa ánaégju- stundir samferðamönnum sinum. Þann meðfædda hæfileika lagði hann á siðustu árum sérstaka rækt við að þroska. Ekki sizt fékk hann tækifæri til að starfa og striöa á þann hátt, er hann hlaut vist á dvalarheimili aldr- aðra sjómanna, Hrafnistu um 1965. Um likt leyti gerðist hann félagi i Kvæðamannafélaginu Iðunni. Þá tók hann af enn meiri áhuga en fyrr að leggja fram krafta sina i þágu Góð- templarareglunnar en bindindismaður hafði Kristinn veriö alla ævi. Hafði lika lagt málum Góötemplararegl- unnar lið norður i Hrisey, er hann var búsettur þar. — Félagsstörf og tóm- stundaiðja urðu hugöarefni og iðja hins mikla karlmennis, og þrekmennis islendingaþættir 25

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.