Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Blaðsíða 6
Kristín Jónsdóttir og Guðmundur Magnússon Blesastöðum Kristin Jónsdóttir fædd 16. mai 1886. Dáin 2. sept. 1971. og Guðmundur Magnússon fæddur 11. mai 1878. Dáinn 20. okt. 1972. Þegar augum er rennt yfir ævi Guömundar og Kristinar á Blesastöð- um.blasir við langur og farsæll starfs- dagur. Þau tóku svo sannarlega þátt i önn dagsins. Búskaparsaga þeirra varð lengri en menn vita dæmi til hér i sveit, og að leiðarlokum verður ekki annað sagt, en að þau hafi afkastað stærra dagsverki en flestum auðnast. Þrátt fyrir að þau yrðu háöldruð héldu þau búi sinu til hins siðasta. Eftir erilsaman dag, er börnin voru komin upp7 minnkuðu þau búið, en heilsan var góð og þau nutu næðis á efri árum og litu með ánægju yfir farinn veg. Þau gátu alltaf gefið sér tima til þess að taka á móti vinum og vandamönnum. Þá gat verið gott að bera upp vandamál sin, þvi að þau voru fær um aö leysa úr mörgum vanda. Þau eignuðust 15 börn og lifa 13 þeirra foreldra sina. Eru nú 104 af- komendur þeirra á lifi. Auk þess átti Guðmundur eina dóttur. Það lætur að likum, að það hafi verið ærið starf að ala önn fyrir svo stórri fjölskyldu. Þetta starf leystu þau af hendi með miklum ágætum. Þau voru samhent og höföu kjark og bjartsýni, sem aldrei brást. Strax og eldri börnin uxu úr grasi unnu þau að heill og hag heimilisins og alltaf hefur samhugur og samhjálp skipaö öndvegi innan fjöl- skyldunnar. Guðmundur var fæddur 11. mai 1878 á Votamýri á Skeiöum, sonur Magnúsar Sigurðssonar bónda þar og konu hans, Guðrúnar Eiriksdóttur frá Reykjum á Skeiðum, en Eirikur var sonur Eiriks Vigfússonar bónda þar og konu hans, Guörúnar Kolbeinsdóttur prests i Miðdal. Guðmundur andaðist á sjúkrahúsinu á Selfossi 20. okt sl. eftir stutta legu. Forfeður Guðmundar hófu búskap á Votamýri fyrir tæpum 200 árum og búa frændur hans þar enn. Hafa fáar ættir i Arnessýslu setið eins lengi óðal sitt og þeir Votamýrarmenn. Kristin, kona Guðmundar, var fædd i Vorsabæ á Skeiðum 16. mai 1886. Var hún dóttir hjónanna, Jóns Einarssonar bónda þar og konu hans Helgu Eiriksdóttur ljósmóður. Jón Einarsson var fæddur og uppalinn á Syðri Brúna- völlum á Skeiðum. Hálfbróðir Jóns i Vorsabæ var Ketill Arnoddsson bóndi á Brúnastöðum. Helga ljósmóðir var fædd i Vorsabæ, móðir hennar var Ing- veldur, dóttir Ófeigs rika bónda i Fjalli. Kona Ófeigs i Fjalli var Ingunn, dóttir Eiriks Vigfússonar á Reykjum og frá Eiriki Vigfússyni talið; voru Kristin og Guðmundur að þriðja og fjórða að frændsemi. Eru þetta allt geysif jölmennar ættkvislir og dreifðar um Suðurland. Meðal þeirra hafa verið fyrr og siðar margir athafna- menn i röðum sunnlenzkra bænda. Helga i Vorsabæ og Ingveldur móðir hennar voru um áratugi ljósmæður og þóttu leysa þau störf ágætlega af hendi. Var þvi við brugðið, hvaö þær voru kjarkmiklar og æðrulausar ef á reyndi. Kristin á Blesastöðum andaðist eftir stutta legu 2. sept. 1971. Guðmundur og Kristin gengu i hjónaband 10. júli 1910. Guðmundur hafði þá búið tvö ár á Blesastöðum og var bóndi þar i 64 ár, en Kristin húsfreyja i 61 ár. Blesastaðir eru kostajörð, að visu ekki ýkja landstór, en meginhlutinn er ræktanlegt land. Eftir 64 ára búskap 6 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.