Heimilistíminn - 12.12.1974, Qupperneq 12
/ M- mgm ' ■ 'MsjjBfflF . ||f'
Uriah
URIAH HEEP eru allvinsælir hér á Is-
landi, svo og á öðrum Norðurlöndum
og má geta þess, að þeir eru næstir
Bltlunum sjálfum i Noregi, hvað sölu
varðar á plötunum. Uriah Heep varð
til áriö 1970 og þeim var viss frami
þegar eftir fyrstu LP-plötuna „Very
’eavy, very ’umble”. Tónlist þeirra af
blýþungu tegundinni, sem var i tizku
þá. Næsta plata var „Salisbury” og
þar sýndi hljómsveitin sig frá allt ann-
arri hlið. Þar voru ljúfar laglinur. Sið-
ar komu albúmin „Look at yourself”,
„Demons and Wizards”, „The Magici-
ans birthday”, „Uriah Heep Live” og
„Sweet Freedom”. Attunda platan
„Wonderworld” er komin á markað-
inn.
Nú er hljómsveitin oröin allföst i
sessi sem framúrstefnurokkhljóm-
sveit og verður æ betri. Stillinn veröur
ákveðnari og greinilegt er að þeir
félagar hafa mikla ánægju af að spila.
Þrlr af meðlimunum hafa verið með
frá byrjun áriö 1970. Það er söngvar-
inn David Byron, gitarleikarinn Mick
Box og orgelleikarinn Ken Hensley.
Annars hafa mannaskipti I hljóm-
sveitinni verið ör. Margir trommarar
og bassaleikarar hafa verið með um
skamman tima og það var ekki fyrr en
Gary Thain og Lee Kerslake, s^m
leika á bassa og trommur, komu i
hljómsveitina, að friðurinn hélzt. Nú
er þetta samþjálfuð heild sem einbeit-
ir sér að þvi að halda þeim vinsældum,
sem hún nýtur eins og er. Ken og
David bera ábyrgð á meiri hluta fram-
leiðslunnar og þeir fullvissa alla um að
langt muni liöa þar til þeir verði þurr-
ausnir af hugmyndum.
12