Heimilistíminn - 12.12.1974, Síða 32

Heimilistíminn - 12.12.1974, Síða 32
Lael J. Litke Kötturinn Kotter Jerome Kotter liktist mjög ketti. Samt sem áöur var honum ekki gefinn ósvifnari gaumur en skólafélögum hans yfirleitt, enda höfðu þeir allir aö bera einhver óvanaleg sérkenni. Beverly Baumgartner hló t.a.m. hestahlátri. Bart Hansen var búlduleitur sem fill Langur háls Carla Severs var eins og á giraffa og lyktin af Randi Ramsbottom var sláandi lik ólykginni af hundi á köldum rigningar- degi. Aöeins faðir Jerome haföi áhyggjur af óvenjulegu útliti sonar sins. Þaö kom lika i hans hlut aö búa hann undir alvöru lifsins, að henna honum aö umgangast það fólk, sem hann var svo mjög ólikur i útliti. Hann kenndi Jerome góöa siöi og brýndi fyrir honum, aö hversu mjög hann væri óiikur öllum þorra manna, mundi honum ávallt vel farnast ef hann aöeins færi rétt að. Hann lét Jerome læra utan- bókar öll vers bandariska þjóösöngsins, og hvatti hann til að lesa Bibliuna. Einnig kenndi hann honum aö syngja öll vinsælustu lögin þeirra Gilberts og Sullivan. Loks taldi hann Jerome til þess búinn, að horfast i augu viö grimma ver- öldina. 1 háskóla varð Jerome stjarna skólans i að rekja spor, raunar sá bezti, sem Quibley High haföi nokkurn timan átt. En varkár varð hann aö vera, þar sem kennarar frá öðrum skólum i keppninni gerðu at, þegar hann notfæröi sér aö hlaupa á öllum fjórum. Þegar allt kom til alls, hefðu skóla- dagar Jerome orðiö hinir ánægjulegustu, ef ekki hefði veriö vegna Benny Rhoades. Jerome var hár, kurteis, áhugasamur, og alltaf vel til fara, með mikinn, glans- andi hárfeld og glitrandi barta, en Benny var hinsvegar þyrrkingslegur, rudda- legur og miskasamur. Andlitiö var fram- mjótt og eins og samanklemmt, og hár hans stóð i rytjulegum tjásum úti loftið. Hann hataðist við alla þá sem einhvers staöar stóðu honum framar, og næstum allir sköruðu framúr honum á flestum sviðum. Og fyrst Jerome reyndist honum skarpari, þar sem hann var þó sterkastur fyrir — I hlaupum — hataði hann Jerome öllum öðrum fremur. Þegar svo Jerome vann af honum titilinn bezti hlaupari Quigley High, sór Benny og sárt við lagði, að hann skyldi koma fram hefndum þó það yrði hans sfðasta. Sá grikkur sem Benny iökaöi hvað tið- ast af sömu takmaraklausu ánægjunni var að stiga á skott Jerome i kennslu- stundum, þannig aö Jerome emjaði, og hlotnaðist fyrir vikið reiöi og andúð kenn- arans. Einnig kippti hann i barta Jerome, og setti hunang i hár hans. Hann gerði raunar allt sem honum hugkvæmdist til þess að gera Jerome llfiö leitt. Þegar Benny Rhoades átti i hlut, reynd- ist Jerome lika erfitt að fylgja þeim ráð- leggingum fööur sins, að elska óvini sina og gjalda öllum með góðu, jafnvel þeim sem verst léku hann. Hann hlakkaði mikið til þess dags er hann lyki skóla og kæmist á brott, þvi I hjarta sinu varð hann að við- urkenna, að hann hataði hinn heiftug; Benny Rhoades. Hann þoldi ekki tilhugs- unina, að Benny var sá eini sem á al- mannafæri fékk hann til að tapa ró sinni, og jafnvel gefa frá sér kattaremjan. .. Þetta haföi lika þær afleiðingar, að fólk gætti þess, að þrátt fyrir framúrskarandi kurteisi hans og greinilegt vit i samræð- um, var hann hreint ekki eins og fólk er flest. Til þess að láta skapiö ekki hlaupa með sig i gönur, tók Jerome aö þylja þjóð- sönginn upphátt, ellegar kafla úr Bibli- unni. Eitt skiptið varð hann að fara með alla afkomendaþuluna úr upphafsköflum Bibliunnar áöur en hann náöi stjórn á skapi sinu og endurheimti ró sina. Stuttu áður en Jerome tók lokapróf frá skólanum, stal Benny öllum fiski úr litla fiskvagninum hans Walkers gamla, og kom honum fyrir i bil Jerome. Að svo búnu hringdi hann i lögregluna, sagði til fisksins I bil Jerome, án þess að segja til nafns sins. Lögreglan, sem ávallt hafði litið á Jerome sem verðuga fyrirmynd allra ungra manna, kaus að trúa staðhæf- ingum hans um sakleysi sitt. Jafnvel þótt útlit hans benti einmitt eindregið til þess, að han væri hinn liklegasti til fiskistuldar. Fólk tók að hvislast á um Jerome þar sem hann fór um götur. Það benti á, að enda þótt framkoma hans væri i öllu óaðfinan- leg, hefði hann klær likastar klóm rán- dýra.Svo aannarlega vildi enginn ver'a staddur aleinn meö honum á dimmum stigum um nætur. Og var ekki sem sjá mætti klækindaleiftur kattarins i skásett- um augum hans? Jerome yfirgaf borgina eftir lokapróf umhverföur andrúmslofti grunsemdanna, og ilman rotins fiskjar, sem hann hafði aldrei að fullu getaö ræst út úr bil sinum. Jerome ákvað aö sérhæfa sig við áletr- anir á auglýsingar I New York. Hann áleit, að I þeirri borg, i hafi alls þessa óvenjulega fólks sem þar var saman kom- iö, mundi enginn veita athygli nokkru óvenjulegu I fari hans sjálfs. Hann var ráðinn á fyrsta staönum sem hann kom á, hjá Bobble, Babble og Armbruster, sam- eignarfélagi við Madison stræti. Hr. Arm- bruster hafði kvöldið áður haldið hátlð- legan fjórtánda brúðkaupsafmælisdag- inn, og hafði drukkið sig I dauðadá i þeirri viðleitni sinni aö gleyma þeim eyðilegg ingar og niðurrifsvaldi sem öll þessi ár höfðu verið. Þegar Jerome gekk inn i skrifstofu hans, áleit hann að sjálfsögðu, að nú væri kominn einn ættingi hjólfætta polkaeitursnáksins, sem stöðugt ofsótti hann nóttina áður, og hafði siðan taliö að mótþróinn hyrfi með timburmönnunum. eftir að hafa beygt sig niður bakvið skrif boröiö, og tekið upp hártæju af hundinum, réð hann Jerome. Á sama tima og Hr. Armbruster hafði fyllilega náð sér eftir hátiðarsamkvæmið, hafði Jerome sannað hæfi sina i starfi, og auk þess reynzt með afbrigðum þægilegur I umgengni. Hann fékk þvi að halda stöðu sinni, og auðvitað setti Hr. Armbruster hann i deild katta- fóðursins. Ekki leið á löngu unz Jerome varð ást- fanginn af einkaritara sinum, Marie. Hún var ljóshærð og vel vaxin, og fannst slétt og silkimjúkt hár Jerome, og gulu augun hans mjög kynæsandi. Jerome langaði að bjóða henni út, en kaus að komast aö þvi fyrst hvernig henni likaði við hann. „Marie”, sagði hann dag einn er hann haföi lokið dagsverki sinu., „likar þér vel við mig sem yfirmann?” „Ó-já,” andvarpaði Marie. „Úhh Hr. Kotter, þú ert sá albezti yfirmaður sem ég hef nokkurn tima haft. Þú ert svo ööru- vfsi....” Hjarta Jerome sprakk næstum. „ööru- vis? Hvernig þá Marie?” Jú,” sagi Marie. „Hr. Leach, gamli bossinn minn, var vanur að klipa mig stundum. Oft læddist hann lika aftan að mér og kyssti mig.” Hún horfði feimnis- lega á Jerome, hálfluktum augum. „Þú ert fullkominn herramaður Hr. Kotter. Þú ert mjög öðruvisi.” Jerome varð frá sér numinn og bauö henni þegar út með sér. 1 fjölda vikna var allt við bezta gengi en þá re'tt eins og skrattinn úr sauðaleggn- um, kom Benny Rhoades fram i sviðsljós- ið. Dag einn leit Jerome stundarkorn upp frá vinnu sinni, til þess eins, að lita höfuð- óvin sinn standandi I dyragættinni. „Ja, hérna,” sagði Benny, „svei mér alla daga sé þetta ekki hann Jerome Kotter.” Hann glotti. „Benny Rhoades,” hrópaði Jerome upp yfir sig. „Hvað ert þú að gera hér?” „Maður, þú er kominn áleiðis,” sagði Benny mjúkmæltur. „Eg vinn við póstinn maöur. Viö eigum eftir að sjást oft.” Framhald á bls. 38 32

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.