Heimilistíminn - 12.12.1974, Blaðsíða 34
blómanna kitlaði hann i nefnið og sólar-
geislarnir dönsuðu i grænu vatni árinnar. —
Óskaplega er erfitt að hugsa svona mikið,
hugsaði hann og geispaði enn einu sinni. Og
áður en hann vissi af, steinsvaf hann i grasinu
undir veröndinni á temusteri kinverska keisar-
ans.
Bastian vaknaði við undarlegt skrölt. Hann
opnaði augun og leit ruglaður i kring um sig.
Það var farið að dimma. Hvaðan kom þetta
skrölt? Var þetta eitthvað hættulegt? Hann sá
engan. Bastian leit upp. Uppi á veröndinni
beint fyrir ofan höfuð hans lá Vísdómstigurinn
og drakk te. Það var i tebollanum, sem skröltið
— Ó, góða kvöldið, sagði Bastian. — Verði þér
að góðu.
— Góða kvöldið, svaraði Chih-hu — Hvernig
gengur þér að hugsa?
— A... jú takk, sæmilega, svaraði Bastian. Ég
held ég sé að öðlast einhverja skynsemi — ég
meina — ég er ekki alveg eins heimskur og ég
lit flt fyrir að vera — eða hvað ég á að segja.
Bastian var undarlega feiminn i návist þessa
vitra kattar.
— Ef maður veit ekki, hvað maður á að segja,
þá á maður að þegja, þangað til maður veit
það.
— Já, sagði Bastian
Þeir sátu þegjandi dágóða stund, meðan
myrkrið umhverfis þá þéttist. Loks safnaði
Bastian kjarki og sagði: — Heiðraði herra
Chih-hhu. Ég er að leita að pabba minum,
Baltasar. Hvernig á ég að finna hann?
Visdómstigurinn svaraði: —Það kemur í Ijós
fyrr en þú heldur. Baltasar mun bráðlega
koma til eyjarinnar undarlegu.
— Hvað þá? sagði Bastian glaður og hissa.
— Já. en ég veit ekki hvað, svaraði Chih-hu og
lauk við teið sitt — en þú munt sjá, að ég hef
rétt að mæla. Svo stóð hann upp og gekk inn i
dimmt musterið.
— Baltasar pabbi minn kemur bráðum
hingað! söng Bastian. hvað eftir annað Hann
gat ekki verið kyrr af eintómri kæti og neyddist
þess vegna til að hlaupa sex hringi i kring um
stóran runna til að róa sig svolitið. Svo mundi
hann allt i einu eftir afmæli frú Möttu og að
hann hafði ekkert til að gefa henni i afmælis-
gjöf Það fannst honum leiðinlegt, þvi honum
iikaði svo vel við hana og vildi gjarnan koma
henni þægilega á óvart. Þá mundi hann að við
hinn endann á musterinu var smárabreiða.
Hann skyldi gefa frú Möttu stóran vönd af
smárablómum i afmælisgjöf. En einmitt
þegar hann var að byrja að tina blómin, heyrði
hann rödd frú Möttu frá hinum enda eyjarinnar
undarlegu:
— Bastian! Bastian, litli vinur, hvar ertu?
— Bastian stakk öllum vendinum upp í sig og
þaut gegn um runnana yfir á hinn endann.
— Gjörðu svo vel og til hamingju, sagði
Bastian, þegar hann hitti frú Möttu og rétti
henni blómin.
—Ó, svei mér þá sagðihún.
— Ég fann þvi miður engan vasa, sagði
Bastian.
— Það gerir ekkert til, sagði frú Matta, og tók
vænan munnbita af vendinum og tók að jórtra
á honum. — Namm! sagði hún — Hvernig
vissurðu að smárablóm eru uppáhaldsmatur-
inn minn?
—Ég vissiþað alls ekki, sagði Bastian, svolitið
hissa, þvi ekki hafði honum dottið i hug, að frú
Matta æti afmælisblómin sin. En svona voru
vist kengúrur.
— Ó, ég er svo glaður, frú Matta, sagði
Bastian, sem gat hreint ekki staðið kyrr, þegar
hann hugsaði um gleði sina. — Visdómstigur-
inn var að segja mér að pabbi minn, hann
Baltasar sé að koma til eyjarinnar undarlegu.
— Já það gefur auga Ieið. Sagði ég þér það
ekki? Auðvitað er Baltasar boðið i afmælið
með öllum hinum.
— öllum hinum? sagði Bastian hissa.
— Já, öllum hinum sýningarköttunum. Svei
mér þá, gleymdi ég lika að segja þér það?
— Þú hefur svo mikið að gera frú Matta, sagði
Bastian, þú getur ekki sagt öllum alt.
— Jæja, það er satt. En allir sýningarkettirnir
koma! Það verður óskaplega gaman.
— Kemur kisustelpan Sheherasade lika?
spurði Bastian varlega. Hann fann allt i einu,
að hann saknaði hennar.
34
Framhald.