Heimilistíminn - 07.05.1975, Page 8

Heimilistíminn - 07.05.1975, Page 8
eld i húskrókur’ Dýfið í fondue-pottinn Þeir sem búa til fondue, segja gjarnan, að það sé skemmti- legasta matreiðsla i heimi. Þeir sem verið hafa i fondue- veizlu vita, að það er sérstakt andrúmsloft umhverfis pott- inn. Kjötfondue mun vera al- gengast á Norðurlöndum, ostafondue er þjóðarréttur Svisslendinga, Japanir hafa kjötsoð i pottinum og það nýj- asta er súkkulaði-fondue, sem Svisslendingar fundu upp fyrir sælkera. Á markaðnum eru margvis- legar gerðir af fondue-útbún- aði og vandi að velja. Við alla fondue-suðu er nauðsynlegt að hafa spritttæki og mikilvægt er að það sé gott og vel stöðugt, þvi þarna eru eldfim efni á ferðinni, olia og spritt. Þá er nausynlegt að geta minnkað og stækkað logann á tækinu, án þess að eiga á hættu að brenna sig. Ekki er vist að dýrustu tæk- in séu þau beztu. Þegar olia er soðin, þarf potturinn að vera úr stáli, að minnsta kosti að innanverðu og með vel ein- angruðu skafti. Hann þarf lika að mjókka upp, til að olian sprautist síður út úr. 8

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.