Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 3
Kæri Alvitur! Mig langar til að vita hvernig tvibura- merkið (stelpa) og fiskamerkið (strákur) eiga saman. Hvaða merki á vei við tvíburastelpu, ef ekki fiskur? Lestu eitthvað úr skriftinni og hvað heidur þú að ég sé gömul? Ein forvitin. Svar: Tviburastelpa og fiskastrákur geta átt mjög vel saman, ef hún vill leggja svolitið á sig til þess. En öörum finnst stundum skritið, að hún skuli velja hann. Meyjan á öllu betur við tvlburana og jafnvel naut og boga- maður llka. Úr skriftinni les ég skipu- lagshæfileika og ákveðni og jafnvel einhverja listræna hæfileika. Þú ert 15 ára. Alvitur. Kæri Alvitur. Mig langar að fá svar við þessum spurningum : 1. Hvernig eiga naut (stelpa) og öll nierkin saman? 2. Hvernig eiga sporðdreki (stelpa)og fiskur (strákur)saman? 3. llvað lestu úr skriftinni? 4. Hvernig er stafsetningin? 5. Hvað heldurðu að ég sé gömul? Takk fyrir birtinguna og svörin. Ein sem trúir á stjörnusp; svar: 1. Fyrir nautsstelpu er allt I lagi að vera ástfangin af hrút, en það er allt annað að vera gift honum. Tvö naut eru bæði svo þrjózk, að bæði verða að láta svolitið undan, ef það á að bless- ast. Bezt er að vera sammála tvibur- anúm I sem flestu. Sambandið við krabba er gott, ef hún sleppir öllu ráð- rlki. Með ljóni er vissara fyrir hana að láta undan, ef friður á að rikja. Með meyju skapast fallegt heimili og þau eiga sömu hugsjónir. Hún er vogar- manni til stuðnings og ef hún býr hon- um gott heimili, er allt i lagi. Með sporðdrekanum er lifið stormasamt, annaðhvort hlátur eða grátur. Bog- maðurinn vill ekki láta binda sig við eitt eða neitt og ef hún tekur þvi, er sambandið gott. Steingeitarmaður þarf uppörvun i ástamálunum og hún má ekki móðgast þó hann þegi. Hann er að hugsa. Vatnsberi er erfiður og betra að forðast hann, nema hann sé eini Vatnsberinn án viljastyrks. Fisk- urinn er dreyminn, en ef þú tekur þvi, er sambandið eins gott og á verður kosið. Svo er bara að velja! 2. Þau eiga vel saman og hann gleym- ir henni aldrei. 3. Forvitni, frumleika og eirðarleysi. 4. Hún er góð, en lærðu y-in betur. 5. 15 ára. Alvitur. Kæri Alvitur. Ég þakka gott blað. Ég hef reynt að skrifa þér áður, en það bréf hefur lik- lega lent i körfunni. Nú vona ég að hún sé orðin full, þvi mig vantar svör við nokkrum spurningum. 1. Hvað heitir þú og hvað ertu gamall? 2. llver er happalitur nautsins? En happatala? 3. Hvernig eiga saman naut (stclpa) og fiskur (strákur)? 4. Hvernig er krafsið og hvað heldur þú að ég sé gömui. Ein vitlaus. Svar: 1. Ég heiti Alvitur og fæddist fyrir rúmu ári. 2. Liturinn er rauðgulur og talan þrir. 3. Fiskastrákur er svolitið dreyminn og ef nautsstelpa hefur ekkert við það að athuga, getur hún orðið mjög ánægð með þessum ágætismanni. 4. Krafsið er eins og krafs yfirleitt, heldur óhrjálegt og þú ert 14 ára eða svo. Alvitur. Meðal efnis í þessu blaði: Eyjan helga i Bengalf lóanum .......... Bls 4 Hvaðveiztu?.............................. — 7 Spé-speki ............................... — 7 Trassaskapur, barnasaga ................ — 9 Hann á 2000 vinkonur..................... — 11 Pop— Focus ............................. —12 Aðdáandi frú Pottifer, smásaga ......... —13 Nú er tryggð aðalatriðið................. 17 Beinlausir f uglar............■........ —18 Einkastjörnuspáin...................... —20 Spárdýranna bregðast aldrei ........... —22 Orrustan við Marengo .................. —25 Geimurinn bíður......................... —26 Samtíningur úr póstinum ............... —29 Eruþæreins? ............................ —30 Vísur á vori ................. —30 Sumarpeysa með seglbáti................ —31 Lilla, f rh.saga barnanna............... —33 Aðeins einn kostur, f rh.saga ......... —35 Ennfremur Alvitur, krossgáta, skrýtlur, penna- vinir o.f I. Forsíðumyndin er af vörðunni á Þing- múla i Múlasýslu. Ljósm. Gunnar V. Andrésson. 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.