Heimilistíminn - 12.06.1975, Page 36

Heimilistíminn - 12.06.1975, Page 36
ingi, en þið verðið að gefa ykkur fram á þessari skrifstofu einu sinni i mánuði. Búizt var við konu hans og börnum, en ekki yður, hann kinkaði kolli í átt til Blanche. — En þér f áið að fara líka, þar sem Petrov of ursti hef ur lofað að ábyrgjast yður.þið megið fara. Blanche var leidd ringluð út úr skrifstofunni, og börnin, Dorothy og Vronsky komu á eftir. Þeim síð- astnefnda var skipað að sækja farartæki. — Einu sinni í mánuði! sagði Dorothy skerandi röddu. — Hann sagði, að við ættum að gefa okkur fram hér einu sinni í mánuði! En við verðum ekki hér svo lengi, er það? Hún leit biðjandi augum á Petrov. — Maðurinn minn hlýtur að verða sendur aftur til Rússlands bráðlega? — Það get ég ekki sagt neitt um, f rú Marsden, það eru yfirvöldin í Moskvu, sem hann starfar fyrir, sem ákveða það. Ég ráðlegg yður að hugsa ekki meira um það núna, heldur reyna að gera það bezta úr aðstæðum eins og þær eru nú. Áður en Dorothy gat sagt nokkuð, varð Blanche að orði: — Hann kallaði þig Petrov ofursta. Hann yppti öxlum. — Það er staða mín. — Ég vissi það ekki. Ég.hvað í ósköpunum ger- irðu hérna? Hvers vegna ert þú látinn vera með okkur? Hann leit til hennar, og hún sá ekki betur, en glettni leyndist í augnaráðinu. — Þú heldur líklega ekki, að ég svari svo óviðeig- andi spurningu, félagi Blanche? — Ekki kalla mig félaga. Ég er enginn kommún- isti, sagði hún stuttlega, en svo rann upp fyrir henni, að hún hafði komið upp um sig, og hún greip hendinni f yrir munninn. Hvað myndi hann gera, nú þegar honum hafði skilizt, að hún var á annarri stjórnmálaskoðun en landar hans? Myndi hann kalla á lögregluna? En hann leit bara niður til hennar, og brosið í augunum náði nú líka til munns- ins. — Viltu heldur, að ég kalli þig ungf rú? Hins vegar ráðlegg ég þér að venja þig á venjuleg ávarpsorð fólks hér og í Rússlandi. Ef þú hugsar þig um, er ég viss um, að þú sérð, að það er skynsamlegast. Til er orðtak í landi þínu, þar sem segir, að þegar maður sé í Róm, skuli maður fara að eins og Rómverjar. Henni tókst að hlæja. — Gerið eins og Kínverjar i Kína, svaraði hún vandræðalega. Hún vildi alls ekki að þessi maður yrði þess var, hvað hún bar mikinn kvíðboga í brjósti yfir framtíðinni. Vronsky kom til baka. Honum hafði tekizt að ná í leigubíl, en hann gat varla kallazt því nafni með sóma. Dorothy leit út eins og hún væri að bresta i grát og Elaine rak upp hljóð, en Blanche ussaði hastarlega á hana, þegar bílstjórinn, tannlaus, gamall maður, ók bílnum frá fIjótsbakkanum og inn í borgina sjálfa. Blanche f ylgdist af athygli með lífinu á götunum. Þarna voru handvagnar, sem menn drógu, kúlíar kölluðust þeir og blésu og stundu eins og gufuvagnar. Bílar þutu fram og aft- ur og sjá mátti f jölmarga kínverska lögreglumenn á mótorhjólum. Oðru hverju brá fyrir betlara með útréttar hendur. Petrov sagði henni, að þessa dag- ana væri óvenju mikið um betlara í Shanghai. Þeir 36 kæmu frá norðurhéruðunum, þar sem nú ríkti hungursneyð vegna mikilla f lóða og heilu f jölskyld- urnar reyndu að halda í sér lífinu með betli. Yfir- völdin gerðu það, sem þau gætu til hjálpar en vand- inn væri mikill. Fólk tæki út miklar þjáningar, þegar f lóð væru, en slíkt væri ekki sjaldgæft i Kína. Bíllinn ók inn í nýtízkulegri hluta borgarinnar. Enn mátti sjá greinileg ummerki eftir sprengju- árásir. Rústum hafði ekki verið rutt burt og hálfir veggir og veggjabrot gnæfðu eins og minnismerki upp mót regnþungum himni. Numið var staðar framan við hótel og Petrov gaf þeim merki um að stíga út. — Þetta er Játvarðarsjöunda stræti, sagði hann — og þetta er eitt þekktasta hótelið hér. Hér bjuggu að mestu Evrópumenn, en það er breytt núna. Samt held ég að ykkur muni þykja það sæmilega þægi- legt. Eins og öll önnur hús, sem Blanche hafði séð, þarfnaðist þetta málningar, en hún var forvitin að sjá, hvernig liti út inni. Enn mátti sjá merki íburð- ar, en húsgögnin voru fallin í vanhirðu og allt bar vott um hirðuleysi. Petrov gekk til móttökumanns- ins, þar sem hann talaði alllengi við hann og aðstoð- arstúlku hans. Síðan gekk hahn aftur til hinna sem biðu. — Mér hefur tekiztað útvega aukaherbergi handa þér, félagi, sagði hann við Blanche. — Systir þín verður í herbergi manns síns, það er stórt og nóg rúm f yrir börnin. Mér þykir leitt, að þitt herbergi er ekki á sömu hæð, en það var ekki f yrir hendi. — Höfum við ekki einkaíbúð? spurði Dorothy hneyskluð. — Það eru engar einkaíbúðir hér lengur, nema örfáar, sem æðstu yfirmenn hersins fá leigðar, út- skýrði Petrov. — Er maðurinn minn ekki talinn til þeirra? — Það er ólíklegt. En hann mun skýra allt fyrir þér. Ég skal fylgja ykkur upp. Til allrar hamingju er lyfta. — Ég vil hitta manninn minn ein, sagði Dorothy kuldalega. — Hann er ekki hér.... — En þú sagðir.... — Hann er úti og er ekki væntanlegur fyrr en seint i kvöld. Það gef ur þér nægan tima til að ganga frá hlutunum. Hann tók við lyklunum tveimur, sem móttöku- maðurinn rétti honum og ýtti konunum og börnun- um inn í lyftuna, sem þau þurftu að stjórna sjálf. Þau f óru upp eins langt og lyftan gekk, en svo gekk Petrov á undan þeim eftir mjóum gangi, að innstu dyrunum. Hann opnaði og þau komu inn i stórt her- bergi. Þar voru f jögur rúm og húsgögnin öll voru í sama ástandi og hin niðri í forstof unni — vanhirt og óhrein. Petrov gekk að glugganum og dró frá. Útsýnið var fallegt yfir höfnina og f Ijótið. Svo opnaði hann fataskápinn og sýndi Dorothy hvar hún gæti hengt fötin. Öttinn sem hafði gripið hana hvarf við að sjá karlmannsföt hanga þar fyrir. Hún var viss um að allt yrði gott, þegar hún hitti loksins John aftur. Hann færi með hana burt frá þessum hræðilega

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.