Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 21

Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 21
14. júni Þií kannt vel að meta hvað er rétt og hvað er rangt, og þú hefur mjög þroskaða ábyrgðartilfinningu. Þar sem þú ert vingjarnlegur og samúðarfullur gagnvart öllum og trúir þvi að allir hafi sömu rétt- indi og tækifæri, nýturðu velgengni og verður ánægður. Þú hefur í hyggju að gera þetta að raunveruleika, og þú lætur hugsjónir þfnar alltaf ráða. Hugboð þitt er sterkt, og þú virðist allt- af vita fyrirfram, hvað bezt séað gera. Þú þarfnast ekki langs tima til að hugsa um hlutina og komast að niðurstöðu, og síöan ferðu strax að framkvæma. Þetta sparar þér tima og gerir það að verkum, að þú getur alltaf verið skrefi á undan keppinautum þinum. Þú hefur viðskipta- hæfileika, og munt að likindum verða vel stæður fyrri hluta ævinnar. Þú notar ekki peninga handa sjálfum þér og eyðir ekki i óþarfa, heldur vilt hjálpa öðrum. Sennilegt er að þú lendir i vandræðum á timabili i lifinu, og eina lausnin er þá erfiðisvinna. Þar sem þú getur helzt ekki verið aðgerðarlaus, ertu alltaf upptekinn við eitt eða annað. Þú ert lifsglaður og langar til að ferðast, og ekki er óliklegt að þú skoðir mikinn hluta heimsins um ævina. Tilfinningar þinar verða auðveld- lega vaktar, og ef þú giftist snemma, er liklegt að þú verðir ánægður. En vertu viss um að maki þinn hafi jafngaman af að ferðast og þú. Sem betur fer geturðu gert alla staði að góðu heimili. 15. júní. Þú ert rausnarlegur, fórnfús og þykir vænt um heimili þitt. Þú verður ánægðastur, ef þú giftist snemma og eignast stóra fjölskyldu, sem þú getur veitt alla ást þina. Þú ert frumlegur i hugsun og verður aldrei ánægður nema velta hlutunum fyrir þér. Það gildir jafnt um hversdagslifið og andlega lifið. Allt, sem er fallegt, gott og friðsælt, er að þi'nu áliti undirstaða ánægjulegs lifs. Listamannshæfileika hefurðu fengið i vöggugjöf og þú notar þá annað hvort sem lifibrauð eða tómstundastarf. Að likind- um leikurðu á hljóðfæri, og söngröddin getur verið fyrir hendi. Þú getur lika teiknað. Þar sem þú hefur viðskiptavit, geturðu orðið kaupsýslumaður. Þú hefur mikla andlega orku, og þér hættir til að vinna of mikið. Ef þú ert byrjaður á verkefni, hættirðu ekki fyrr en þaðer búið. Temdu þér að vinna og hvila þig til skiptis, og þú kemst að raun um, að þér liður betur. Þegar þú ert yfir þig þreyttur, verðurðu uppstökkur og skapvondur og segir hluti, sem þú sérð strax eftir. Ef einhver galli er á persónuleika þin- um, væri það helzt skortur á sjálfstrausti. Ef til vill gengurðu með þá hugmynd i kollinum, að annar geti unnið verk þitt betur en þú. Þetta er neikvæð afstaða, sem þú þarft að breyta. Vertu viss um að þú getir gert hlutina eins vel eða betur en nokkur annar, þvi það er satt. 16. júni Þar sem þú ert hæglátur og hefur gaman af að læra, finnst þér andlega lifið mun skemmtilegra og athyglisverðara en iþróttir, samkvæmislifið og skemmtanir. Myndlist, bókmenntir, tónlist, leiklist og flest af þvi tagi höfðar til þin, en þú mátt til að einbeita þér að einhverri þessara greina, annars kemstu að raun um að þú dreifir orku þinni yfir allt of stórt svæði., Þú gerir þér alltaf grein fyrir afstöðu þinni i fyrsta sinn, sem þú sérð manneskju, eða kynnir þér málefni. Þú ert annaðhvort með eða á móti. Þú ert fljótur að taka ákvarðanir, og þær reynast venjulega réttar. Efþú gefur þér tima til að hugsa má’in, svikur heilbrigð skyn- semi þig. Séu málin flókin, ruglastu al- gjörlega i riminu við að hugsa of mikið. Einhvern tima i lifinu færðu tækifæri til að eignast allmikla peninga, en þá ger- irðu réttasl i að ganga i félag við ein- hvem, sem fylgist vel með, en þú skalt samt vera einn um að taka allar ákvarðanir i peningamálunum, þótt þær séu óvinsælar. Þar sem þú ert diplómat að eðlisfari, geturðu látið hlutina lita svo út sem þeir séu nauðsynlegir, og breytt þannig afstöðu fólks til mála. Hugsjónir þinar eru afar háleitar, og þú eyðir miklum tima i þær. Þú krefst mikils af þeim, sem þú vinnur með, og ert oft smá- munasamur við þá, en bót i máli er, að þú ert eins við sjálfan þig. Þú ert tilfinningarikur og æsir þig stundum upp, en um leiðog þú gefur þér tima til að hugsa þig um, gleymirðu öllum leiðindum. 21

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.