Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 12.06.1975, Qupperneq 37

Heimilistíminn - 12.06.1975, Qupperneq 37
stað og krefðist húss handa þeim. Þetta var svo fjarlægt öllu því sem hann hafði lofað og skrifað um í bréfum sínum. — Hvar er baðherbergið? spurði hún. — Það er lengra frammi í ganginum, svaraði Petrov. — En...höfum við ekki einu sinni sér baðher- bergi? — Því miður. En nú ætla ég að fylgja systur þinni upp á herbergi hennar. Þar sem lyftan náði ekki lengra, þurftu Blanche og Petrov að ganga upp mjóan stiga. Gangurinn fyrir ofan var dimmur og drungalegur. Það voru aðeins fimm dyr og Petrov opnaði einar þeirra. Herbergið fyrir innan var mjög lítið og rúmið mjórra en nokkurt, sem Blanche hafði áður sofið í. Spegill í gylltum ramma hékk á veggnum, en gyllingin var að flagna af. Útskorin kommóða stóð fyrir neðan spegilinn og þvert fyrir eitt horn her- bergisins, var hengt tjald. Þegar Blanche lyfti því frá, sá hún að bak við það var staflað stólum og ferðatöskum. Litli glugginn sneri út að brunastiga og eina útsýnið voru nokkur grá og leiðinleg húsa- þök. Hann hlaut að hafa séð vonbrigðasvipinn á andliti hennar, því hann sagði: — Mér þykir það leitt, ég reyndi að útvega þér betra herbergi, en þetta var það eina, sem hægt var að fá. Hér er lítið húsrými, þar sem ekki hefur verið endurbyggt eftir stríðið. Kína hef ur átt í styrjöld í mörg ár, til að þjóðin gæti orðið frjáls og sjálfri sér nóg. Blanche var næstum búin að sleppa út úr sér nokkrum hæðnislegum orðum, en tókst þó að þegja og yppti aðeins öxlum. Það er víst ekki um annað að ræða en taka því. En ég er vonsvikin. Ég hélt að ég gæti haft börnin hjá mér, en það er útilokað hér. — Þeim líður ágætlega hjá foreldrum sínum, full- vissaði hann. — En...þú skilur ekki...Dorothy hefur aldrei hugsað um þau sjálf, þau hafa alltaf sofið í sér- stöku herbergi og ég skil ekki að hún geti það. — Það er ótrúlegt, hvað fólk getur, þegar það neyðist til þess, svaraði hann. — En þetta er alls ekki það sem við áttum von á og var lofað, mótmælti hún. — Væri ég i þínum sporum, mundi ég gleyma því öllu. Þið eruð í ókunnu landi, meðal fólks, sem ekki er ykkur vinveitt. Það hjálpar ykkur lítið að kvarta yfir öllu, þvert á móti munuð þið komast að raun um að allt versnar... Aðvörun eða hótun? Blanche var ekki viss. Hún vissi, að hún átti að hata þennan mann, en eitthvert hugboð sagði henni, að hún gæti treyst honum. Hverjum öðrum gat hún svo sem treyst? Hann hafði skýrt nákvæmlega fyrir henni aðstæður henn- ar hér. Dorothy hafði John til að gæta sín og gera hlutina auðveldari, en hún sjálf hafði eng- an.---------------- Það sem eftir var dagsins var óhemju lengi að liða. Blanche tók upp það litla af fötum, sem hún hafði með sér og fór svo niður til Dorothy, sem lá á grúf u í rúminu og grét, en börnin léku sér á gólf inu og töskurnar stóðu óhreyfðar hjá þeim. — En Dorothy, sagði Blanche og gerði sér upp glaðlegan málróm. — Hvers konar móttökur verða þetta fyrir John þegar hann kemur aftur? — Hann hafði engan rétt til að biðja okkur að koma hingað. Það var illa gert af honum að skrifa svona villandi bréf. — Ég held, að hann haf i ekkert getað gert að því. Þú skalt ekki ásaka hann fyrr en þú hefur heyrt hvað hann hef ur að segja. Við erum hér og við kom- umst ekki til baka, svo við verðum að gera það bezta úr öllu. Blanche tók upp úr töskunum og hengdi f ötin upp. Svo hvatti hún Dorothy til að fara á fætur og stakk upp á því að hún færi í bað. Hún hafði uppi á baðherberginu og fylgdi henni þangað. Hálftími leið, áður en Dorothy kom aftur, móðguð og hneyksluð. — Hugsaðu þér! Það var enginn lykill i hurðinni. Lásinn hafði verið tekinn úr. Ég setti stól undir handf angið, en einhver reyndi samt að komast inn, meðan ég lá í baðinu og ég heyrði karlmann hrópa eitthvað á kínversku. Svo var vatnið nærri kalt að auki, sagði hún að endingu. — Hugsaðu ekki um það. Sjáðu hérna, þetta er bezti kjóllinn, sem þú tókst með. Lofaðu mér að bursta á þér hárið, svo skaltu mála þig, þá líður þér miklu betur. Henni tókst að róa Dorothy, en f ór svo með börnin f ram, baðaði þau og setti þau í hrein föt. Þegar því var lokið, var hún næstum of þreytt til að baða sjálfa sig. Þegar hún var komin í hreinan kjól, fannst henni tími til kominn að útvega þeim eitt- hvað að borða. Bjalla var á herbergi Dorothy, en enginn svaraði, þrátt fyrir margendurteknar hringingar. Þess vegna fór Blanche niður til að athuga málið. Hún fékk að vita, að hægt væri að fá matinn upp á her- bergi, en aukagjaldið f yrir það var afar hátt. Samt sem áður pantaði hún matinn upp, þar sem hún gerði ráð fyrir að vinnuveitendur Johns borguðu. Henni til undrunar kom maturinn strax og þjónninn var afar stimamjúkur. Maiurinn var Ijúffengur og girnilegur, kínverskir réttjr, og Dorothy var ekki langt frá því að vera glaðleg, þegar þjónninn kom með kaffi og sígarettur. Diskarnir voru f jarlægðir og á eftir háttaði Blanche börnin. Hún ýtti rúmum þeirra fast saman og setti stóran skerm fyrir fram- an þau. Síðan settust þær Dorothy niður og biðu þess að John kæmi. Hann kom ekki fyrr en eftir miðnætti. Hann gekk beint inn í herbergið án þess að berja að dyrum og greinilegt var að hann hafði ekki vitað, að fjöl- skylda hans var komin. Hann nam snögglega staðar, þegar hann kom auga á konurnar tvær. En hvað hann var breyttur, Blanche ætlaði varla að þekkja hann aftur. Hann var enn vel klæddur og glæsilegur, en var orðinn magur og hörundið var gráleitt. Augun, sem höfðu áður verið svo Ijómandi blá, voru nú mött og innfallin og undir þeim dökkir Framhald 37

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.