Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 9
já, og barnaheimilin. Þá væri okkur bjargað. En landið er yfirfullt af trössum og þá verður aldrei regla á neinu. — BAN! BONG! BÚMMM! heyrðist aftur og prinssesan hljóp i burtu til að fela sig. Drengurinn kom á eftir henni og hvislaði: — Mig langar til að hjálpa þér. Hvað á ég að gera? — Æ, þakka þér fyrir, sagði hún. — Ef þú getur náð sverði kóngsins, verðurðu svo sterk- ur, að enginn getur sigrað þig. Drengurinn kinkaði kolli og læddist aftur inn til kóngsins, sem enn sat og skrifaði með gyllta sverðið við hlið sér. Bara, að honum tækist að ná þvi upp úr sliðrinu með lagni, þá.... Hann læddist á tánum aftan að kóngi og greip um sverðið. ósköp varlega togaði hann i og nú voru aðeins nokkrir sentimetrar eftir, þá væri það komið úr slíðrinu. En þá var stóru hurðunum á saln- um hrint upp og inn geystust tröllin tvö og ranghvoldu i sér augunum. Það voru Tjá og Tundur. — Ha, ha, þrumuðu þau. — Við viljum miklu meiri óreiðu i landi þinu, kóngur minn. Drengurinn skalf, þar sem hann sat á bak við kónginn og hélt um sverðið. En þá kom Tjá auga á hann og kom þjót- andi. Drengurinn lét sig detta 9

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.