Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 12.06.1975, Qupperneq 26

Heimilistíminn - 12.06.1975, Qupperneq 26
Geimurinn bíður Nýlendustofnun á tunglinu, lending manna á Títan og skurðaðgerðir á mönnum, sem fara til Júpíters og Satúrnusar — þetta eru atriði, sem Neil Armstrong, fyrsti tunglfarinn fjallar um í þessari grein. 1 meira en fimmtiu ár hafa menn rann- sakað tunglið. Hver einasti gigur, hver gjá og sprunga hefur verið kortlagt. Héð- an i frd verða tunglrannsóknir verkefni sérfræðinga, steinasafnara og kaupsýslu- manna, Rannsóknir munu smátt og smátt þoka fyrir hagnýtingu. Nýlendurnar á tunglingu verða grundvallaðar á námu- greftri og flestir ihúarnir starfa við hann. IbUar? Já, þvi ekki? Heimilisfastir frumbyggjar? Ef til vill. Flestir munu samt dveljast þar upp ákveðinn tíma i einu. Það má hugsa sér til dæmis tveggja ára ráðningartima, afar gott kaup og all- ur kostnaður verður að sjálfsögðu greidd- ur fyrir starfsmenn á tunglinu. Ef til vill fylgir ókeypis sumarfri' heima á jörðinni með i samningnum. Eins og áætlanir eru um tunglnýlendur nUna, verða þær undir yfirborði tunglsins. A einum sólarhring verða geysilegar hita- breytingar á yfirborðinu, frá 125 stigum C ( sóiskini dagsins niður i -=-125 stig yfir biksvarta nóttina. Einn sólarhringur á tunglinu er 700 klukkustundir. Undir yfir- borðinu verða mannabUstaðir verndaðir gegn þessum sveiflum og þar verður sólarhringurinn 24 stundir og öllu þannig fyrir komið, að aðlögunarvandamálin verði sem minnst fyrir innflytjendurna frá jörðinni. Dæmigerð tunglnýlenda verður nokkur IbUðarhUs og vinnuskálar, sem tengt er saman með göngum. Allar vistarverur verða fylltar andrUmslofti. Það er ekkert andrUmsioft á tunglinu og þá er um að gera að tryggja, að ekki leki Ut. Alls staðar munu þrýstiþéttar hurðir einangra herbergin, ef upp kemur grunur um loft- leka. Sivalningslöguð herbergi eru hentugust þar sem dæla þarf lofti inn, þvi þau er hægt að byggja á mörgum hæðum niður á við. Stigar taka alltof mikið rUm og þeim verður að sleppa. Þyngdar hlutanna gætir svo litið á tunglinu, að vandalaust verður að hoppa milli hæða og aðeins þarf hand- föng á mikilvægustu stöðum, til að tapa ekki jafnvæginu. Af tillitssemi við fólk, sem ekki er fislétt á fæti eða heldur á þungum byrðum, kemur til mála að hafa lyftur. Ef til vili finnur maðurinn einhverntima upp aðferð til að framleiða andrúmsloft á tunglinu. Þá getum við ef til vill losað okkur við glerkUlurnar og þrýstiloftsklef- ana, sem nota verður til að upphefja loft- leysið á tunglinu. En i bráðina er það ein- mitt loftleysið sem er svo freistandi. Það og hitasveiflurnar miklu, gerir það að verkum, að hægt er að framleiða tiltölu- lega hreina málma með aðstoð sólar- bræðsluofna. Málmhlutir steyptir i loft- leysi munu verða eftirsóttir á jörðinni vegna einstakra gæða. Jörðin eins og blá kúla. 1 mörg hundruð ár hefur verið vitað, að tunglið snýr alltaf sömu hlið að jörðinni, þar sem það snýst um möndul sinn með um það bil sama hraða og það fer um- hverfis jörðina. 1 augum þeirra tunglbUa, sem setjast að á þeirri hliðinni, mun Jörðin þvi ekki koma upp i austri og setj- ast I vestri, hún mun þvert á móti standa nær hreyfingarlaus á himninum, falleg, blá kUla, sem snýst hægt um sjálfa sig á sama blettinum. Þetta er hagnýtt, alveg burtséð frá þvi að það veitir öryggistilfinningu að hafa hnöttinn okkar þarna uppi. Hægt er að beina loftnetum að jörðinni og festa þau i þeirri stöðu. A bakhlið tunglsins njóta ibUarnir engra slikra forréttinda. Þar verður sambandið við umheiminn að vera gegn um gervi- hnetti á braut um tunglið. Auk þess njóta ibUarnir ekki þeirrar fögru sjónar að hafa jörðina fyrir ofan sig. Utvarpsmóttakarar á bakhlið tunglsins geta ekki tekið við sendingum frá jörðu, nema þeim, sem fará um gervihnöttinn. Þetta gildir bæði um venjulegar Utvarps- sendingar og merki, sem verða til vegna eldinga, rafeindatækja og rafmagns- hleðslu á jörðinni til dæmis. Hverjir kunna þá að vilja flytja i þessa einangrun á bakhlið tunglsins? Er hægt að imynda sér að þvi fylgi nokkrir kostir að dveljast þar? JU, staðurinn er fyrirtak fyrir þá, sem hlusta vilja á ófölsuð skeyti frá Utvarps- stjörnumerkjunum lengra Uti i geimnum. Þess vegna verða reist mikil móttökutæki á bakhlið tunglsins. Gigarnir eru eins og gerðir fyrir diskalöguð loftnetin. Gigarnir koma lika að öðrum notum. Nálægt tunglskautunum eru til dæmis dýpstu gigarnir i eilffum skugga. Þeir

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.