Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 13
gan Aðdáandi frú Pottifer ÞAÐ VAR hellirigning, þegar frú Pottifer kom inn i Lárviðarhúsið. — Elsku Potty, ég bjóst ekki við þér i þessu veðri, hrópaði Jane hrifin og hjálp- aði henni úr regnkápunni án þess að skeyta um bónað parkettgólfið i forstof- unni. Potty var nefnilega fjársjóður. — En hvað þetta var fallegt af þér. Július er kominn með rauðu hundana og Benedikt er erfiður. Þú veizt, hvað þeir verða fegn- ir að sjá þig.. — Ég var að hugsa um að byrja á vor- hreingerningunni, frú, sagði frú Pottiler ákveðinni röddu. Eins og hún hafði alltaf sagt við vinkonu sina: hreingerningakona er hreingerningakona og barnfóstra er bamfóstra. — Já, en i þessu veðri, Potty? Hverjum heldurðu að detti I hug að fara að gera hreint i þessu veðri nema þér? Þær vissu báðar svarið. Frú Pottifer veiddi gúmmiskóna sina upp úr plastpok- anum og lét fallast niður á eikarkistuna til að troða sér i þá. Benedikt, þriggja ára og á þráaaldrinum, birtist i dagstofudyrun- um og fylgdist með framkvæmdum með fingurinn uppi i sér. Jane sagði glaðlega: — Hérna er Potty, elskan min, ertu þá ánægður? Benedikt veitti henni enga athygli svo hún sneri við honum baki. — Nú, fyrst þú ert komin, Potty, gæti ég þá hringt i Charles og spurt hann, hvort við ættum að borða saman i hádeginu. Frú Pottifer batt aðra skóreimina án þess að svara. — Hefirðu nokkuð á móti þvi, Potty? Ég er hvort sem er alltaf fyrir þér og tala of mikið. Að visu rétt. Venjulega hefði frú Potti- fer tekið fegins hendi svona tækifæri til að ráða sér sjálf. Eins og hún sagði við vin- konu sína: hún var ekki i vandræðum með aö eiga við pottormana.... bara skella þeim upp á eldhúsbekkinn með litabækur ogliti eöa púsluspil og hafa ryksuguna til- búna, ef þeir ætluðu niður. Hún kærði sig Hvað útlit frú Pottifer varðaði, var erfitt að ímynda sér karlmann elta hana á röndum — í góðum tilgangi. ekki um að lofa þeim að „hjálpa til” eins og frúin. t siðustu viku var annar þeirra að fægja gluggarúðu og stóð i efsta þrepi tröppunnar. Nei, ég ætla ekki að fá fyrir hjartað af þannig sjón aftur. Frú Pottifer leit ekki upp. — Ég vil ekki vera ein i húsinu, frú. Jane, sem hafði rétt út höndina eftir simtólinu, stöðvaði hana i loftinu. — Ein i húsinu, Potty? En Júlfus er hérna og Benedikt, þessilitla elska. Þúgætir Potty, ekki satt vinur? — Það er mikil ábyrgð fyrir mig, eins og frúin veit. — Já, auðvitað, en þú hefur aldrei haft neitt á móti þvi áður. Þú hefur svo gott lag á bömum. — En ég þori bara ekki að vera hérna ein, frú. Jane leit steinhissa á hana. — Er eitt- hvaðað, Potty? spurði hún varfærnislega. —■ Ekki svo ég viti til, sagði frú Pottifer. — Ertu reiðyfir einhverju? Hef ég sagt eöa gert eitthvaö, eða eru það börnin? — Nei, frú. — Þú ert blaut og þér er kalt. Þú þarft að fá gott kaffi, hvað er ég aö hugsa? — Ég vil ekki kaffi frú. — Já, enmig langar iþað. Með rommi i, til að koma i mig yl. Frú Pottifer stóð hikandi upp. — Jæja þá. Fyrst ekki er um annað að ræða. Það er svolitið hráslagalegt úti núna og komið fram i mai. — Já. Jane gekk á undan fram i eldhús- ið og frú Pottifer lokaði dyrunum næstum hranalega á nefið á Benedikt. Hann lagði þá leiö sina upp á loft til að vita hvort Júli- us heföi fengið fleiri rauða hunda. Jane hellti á könnuna, meðan Potty þvoöi upp eftir morgunverðinn með rösk- legum tilburðum. Jane setti vel af rommi I annan bollann og tók sjálf hinn. — Segðu mér það svo allt saman, Potty. Frú Pottifer lét ekki reka á eftir sér. Hún fægði mjólkurglösin af mikilli um- hyggju og gekk frá, áður en hún settist gegnt Jane og tók vænan sopa úr bollan- um. Greinilegt var að hún slakaðí á. — Ég er elt, sagði hún eins og i' leikriti, en ekki án stolts. — Elt, Potty? — Já, frú. Það er maður i dökkbláum regnfrakka, brúnum skóm, með svartan hatt og yfirskegg. Hann er með skjala- tösku. Þetta hljómar eins og óeinkennisklædd- ur lögregluþjónn, hugsaði Jane og það fór hrollur um hana. — Það er skelfilegt. Frú Pottifer varð næstum móðguð á svipinn. — Alls ekki, frú. Þetta er virðu- legur maður. Hann hefur áreiðanlega veriö háttsettur i hernum. (Maður frú Pottifer hafði veriö liðþjálfi). — Þúhefur sannarlega gefið þér tima til aö virða hann fyrir þér..nei, ég er ekki að gagnrýna það. — Ég hafði góðan tima til þess. Hann stóö fyrir utan húsið hjá mér klukkan hálf niu I morgun og i hvert sinn, sem ég leit við á leiðinni hingað, var hann rétt á eftir mér. — Gangandi? Þegar Jane sá fyrir sér karlmann i regnfrakka hlaupandi á eftir frú Pottifer á reiðhjóli, gat hún ekki gert aö þvi að titringur kom i munnvikin. Potty hafði þaö mikla sómatilfinningu 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.