Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 11
-ClteV Hann á 2000 vinkonur — En hann þarf að aka um götur og stræti Hollywodd til A hverju föstudagskvöldi heldur Paul veizlu og býöur 1000 fallegustu stiilkum I Holly- vvood. Þaö er móAir h«ng. wnt sttwr vtö hassnmv. merkur viðurður og þykir „fínt” að kom- ast þangað. En hvaðan fær hann öll þessi nöfn? Þau koma úr spjaldskránni. Stúlkan, sem hann var að kynnast á Sunset Bouleward, er nú Hka komin í skrána. Hún lét með ánægju af hendi nafn sitt, heimilisfang og simanúmer. Á spjaldi hennar i skránni stendur: „Gloria, rauðhærð, hefur gaman af að dansa” meðal annars og næsta föstudag kemur hún i veizluna i fyrsta sinn. Paul Fegen skortir aldrei ný nöfn. í skránni eru nöfn 2000 stúlkna og hann bætir stöðugt við, þegar hann kynnist fallegri stúlku. En hvers vegna er hann að þessu? — Ég geri það ekki peninganna vegna, segir hann. — Að visu greiða karl- mennimir smávegis fyrir innganginn, en þeir peningar fara i veltuna. Nei, ég geri þetta bara af þvi ég dái fallegar stúlkur og finnst gaman að skemmta mér. Mér finnst skemmtilegt að safna öllu þessu glæsilega, unga fölki saman og mamma skemmtir sér lika konunglega. Hún selur miðana við innganginn. Gloria kemur til mannsins I glæsilega sportbllnum. Hann segir henni að hún sé falleg og býöur hcnni i veizlu. Unga, glæsilega stúlkan hrekkur svolitið við, þegar kallað er á hana, þar sem hún gengur eftir þvi fræga stræti Sunset Bouleward i Hollywood. Meira að segja gegn um hljóðnema. — Hallö, þú þarna sæta, þrumar karlmannsrödd. Gröm snýr hún sér við, en þegar hún sér myndarlegan, ungan mann sitja undir stýri rennilegs sportbils (Exalibur) brosir hún strax sinu blfðasta brosi. Hann leggur frá sér hljóðnemann, klappar stóra, svarta hundinum sinum á kollinn og gefur stúlkunni merki um að koma. Hún kemur, fær aö vita, að hún sé falleg og er boðið til veizlu. Þetta er engin vejuleg veizla, þvi þar 'munu verða 2000 fallegustu stúlkurnar i Hollywood og allir glæsilegustu karl- mennimir. En Poul Fegen, sem er 34 ára, er heldur ekki venjulegur maður.. Hann er pipar- sveinn og velstæður lögfræðingur og alls ekki einn þeirra sem lætur peningana rykfalla i banka. Hann kýs að skemmta sér fyrir þá. Þess vegna heldur hann mikinn dans- leik á finu hóteli á hverju föstudagskvöldi og býður persónulega 1000 stúlkum, þvi hann veit ekkert notalegra en umgangast fallegar stúlkur. En hann veit lika, að hann er ekki nóg handa 1000 stúlkum, svo hann býður lika 1000 karlmönnum. Sjálfur sér hann um að bjóða, skrifar annaðhvort bréf eða hringir. Og þar sem hann þekkir nú orðið allt glæsilegasta fólkið i Holly- wood. eru þessar veizlur hans mjög að leita að þeim. — llallö, sæta. kallar Paul Kegen i hljóö- nemann. þegar Gloria gengur framhjá.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.