Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 24
Áriö 1932 uröu miklir jaröskjálftar á þremur grlskum eyjum. Allir hundar á eyjunum vöruðu viö þeim fyrirfram. brekkurog leitar þar beitar? Þá er von á óveðri. Hvað sauðfé varðar, er skýringin sára einföld. Magn rafmagnsins i loftinu og breytingar á rakastigi hafa áhrif á ull- ina. en hvað varðar önnur dýr, er skýring- in ekki alltaf jafn einföld og okkur kemur á óvart hæfni þeirra til að spá um veðrið. Hvernig getur það verið mögulegt, að dýr geti með svo mikilli nákvæmni sagt fyrir um hvernig veður er aö koma? Um árabil hafa visindin reynt að finna skýr- ingu og jafnvel þótt enn hafi ekki tekist að leysa leyndardóminn til fulls, hefur margt áhugavert komið fram. — Dýrin finna breytingar á loftþyngd- inni, segir bandariski visindamaðurinn Cleve Hallenbeck. — Með öðrum orðum þau finna hvernig loftþrýstingur lækkar og „vita” að veðrið versnar. Til eru lika dýr, sem rafmagnið i loftinu hefur svo mikil áhrif á, að þau verða óróleg. Það gerist til dæmis, þegar, von er á þrumu- veðri. Þetta hafa margvislegar tilraunir sannað. Leyndardómurinn um dvalann. Ein af gátunum er dvalinn. Vitað er að mörg dýr leggjast til svefns á vet urna. Hvers vegna? Vegna þess, segir fólk ef til vill, að þau finna ekki lengur fæðu og þess vegna hefur náttúran útbúið þau með þetta öryggistæki. En það er tæplega rétt. — Kuldinn, segja sérfræðingar við dýrafræðistofnunina i Moskvu, — getur ekki verið eina ástæðan til dvalans. Við höfum tekið eftir þvi að ikornar og vissar tegundir af slétturottum leggjast i langan dvala þegar á sumrin. Vetrarhitinn, sem setur svefnkerfið af stað, er breytilegur milli tegunda: Múrmeldýrið leggst i dvala þegar hitinn er kominn niður i 11 stiga frost I Sovétrikjunum. Broddgöltur- inn biður 6—7 stig til viðbótar, en önnur dýr leggjast ekki i dvala fyrr en við 20—25 stiga frost og til eru lika þau sem sofna ekkert nema venjulegan nætursvefn, til dæmis ikornategundir, greifingjar og Froskurinn er besti „dýraveöurfræö- ingurinn” segja sérfræöingar. En hann getur ekki spáö nema I eðlilegu umhverfi. brúnbirnir, sem sofa þó lengi, án þess að hægt sé að kalla það dvala. En enginn skyldi ætla að þessi dýr steinsofni án þess að rumska allan dvala- timann. Hamsturinn vaknar sjötta hverr dag og fær sér matarbita, sem hann hefur safnað saman og broddgölturinn vaknar að minnsta kosti fimm sinnum frá nóvem- ber og fram i marz. Við skulum lita nánar á broddgöltinn. Allt bendir til þess að hann hafi eins konar hitastilli i heilanum. 1 vetrarsvefninum andar hann sex til átta sinnum á minútu. en ef liksahitinn lækkar niður fyrir tveggja stiga hita, herðist andardráttur- inn. Þetta setur af stað eitthvert viðvör unarkerfi i taugunum, sem vekur dýrið og kemur i veg fyrir að það krókni. Þessi heilamiðstöð er i gangi allan vegurinn ög hitinn i henni er 20 stig, hvað sem lfkami dýrsins er kaldur. En hvað er það, sem veldur þvi að mörg dýr geta lagzt i dvala og haft slika reglu á likamsstarfseminni? Eftir langtimarann- sóknir telja visindamenn að þeir hafi upp- götvað efni það, sem stjórnar svefninum. Meö þvi að sprauta dýrin með insúlini eða vissum efnum, sem unnin eru úr blóð- vatni, hefur visindamönnum við rann- sóknarstofninina i Lannach i Steinermark i Austurriki tekist að láta dýr leggjast i dvala á sumrin lika. A grundvelli þeirra niðurstaðna, má telja vist að viss kirtill i öllum dvaladýrum ákveði vetrarsvefninn. Þessi kirtill hefur verið fluttur yfir i nag- dýr,sem ekki leggjast i dvala og þau hafa orðið ákaflega syfjuð fyrir vikið og likamshitinn hefur lækkað. Visindin fara hægt, en æ meira úr heimi dýranna kemur i Ijós með limanum. Hversu langt gæti mannkynið ekki náð, ef það gæti gert leyndardóma dýrarikisins að sinum? Auðvitað er út i bláinn að ætla. að við getum hagnýtt okkur allt saman, en hefðum við aðeins fáa af þeim hæfileikum dýranna, sem hér hefur verið fjallað um, værum við ofurmenni. Ef sauöfé leitar niöur hliöar, er von óveöurs. 24

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.