Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 8
B c= R VI /\ r & * ^ag a N ' (//]■ Trassaskapur Einu sinni var lítill drengur, sem aldrei gat haft leikföngin sin á réttum stað. Þau földu sig alltaf. Tindátarnir hans lágu úti i skotum i stað þess að standa beinir í röðum, ruggu- hestar, bilar, boltar og bangs- ar lágu eins og hráviði út um allt og það versta við þetta var, að nú var lykillinn að leikherberginu týndur, svo mamma varð að opna glugg- ann utan frá og klifra inn. — Ó, sagði hún gröm. — Þú ert nú meiri trassinn. — Ef þú gengur ekki frá þessu dóti þinu, lendirðu i Trassalandi. Drengurinn var háttaður og nú lá hann i rúminu sinu og velti fyrir sér, hvar Trassa- land væri. — Við vitum það, hvisluðu tindátarnir og boltarnir i kór. — Ég veit, það hvíslaði ein- hver fyrir utan glugganp og einkennilegur náungi stakk höfðinu inn fyrir og kinkaði kolli. — Ég rata til Trasslands, sagði hann. Komdu bara með, þá máttu vera eins mikill trassi og þú vilt, án þess að nokkur skipti sér af þvi. Drengurinn fór fram úr og læddist að glugganum, klifraði upp i hann og stökk niður á grasið úti fyrir, til undarlega náungans. Hann rétti honum höndina og i nokkrum stökk- um hurfu þeir út fyrir hliðið og út á mjóa stiginn, sem lá inn í skóginn. — Ó, ég gleymdi skónum minum! sagði drengurinn. — Ég fann þá hvergi. — Allt i lagi, sagði náunginn og hló. — í Trassalandi má ganga bæði berfættur og buxnalaus, það tekur enginn eftir þvi. Komdu, við erum að verða komnir. Undarlegi náunginn hlaut að hafa vængi á fótunum, þvi kjarr og runnar þaut framhjá og brátt sá drengurinn rjóður fram undan. — Þetta eru ljósin i höilinni, þar sem Trassius kóngur á heima, sagði náunginn. — Hann á bæði drottningu og prinsessu. Svo voru þeir komnir. Drengurinn hafði aldrei séðneittsvona stórkostlegt, en það var dálitið erfitt að kom- ast eftir götunum. Börnin voru að byggja hús úr götusteinun- um og i búðunum tók fólk hlut- ina og setti þá frá sér á allt annan stað, ef það ætlaði ekki aðkaupa þá. Þar var osturinn við hlið sápunnar, þvpttáduft- ið hjá gulrótunum og allt á ringulreið. Loks komust þeir inn i höil- ina, þvi þangað varð að fara fyrst til að verða innritaður, sem fullkominn trassi. Trassius kóngur sat sjálfur með stóran fjaðurpenna og færði nöfnin inn i trassabók ríkisins — Hvað heitir þú? spurði hann drenginn og dýfði penn- anum i blekið. — Benni, sagði drengurinn og hneigði sig. — Mig langar til að leika mér að tindátun- um, ef ég má. — Já, ef þeir eru ekki týndir, sagði kóngur og leitaði að blekbyttunni, sem hafði verið þarna fyrir andartaki. — Hérna er hún, sagði rödd að baki hans og þarna var prinsessan komin. — Þú lagðir hana frá þér i hásætið. Hún var svo falleg i hvita silkikjólnum sinum, að dreng- urinn gleymdi alveg að hneigja sig. AUt i einu heyrðist mikill hávaði og einhvers staðar datt eitthvað á gólfið, svo veggirnir skulfu. Prinsessan varð hrædd. — Geturðu ekki hjálpað mér pabbi? bað hún kónginn. — Þau eru komin aftur, leiðinda- tröllin Tjá og Tundur og rifa allt til, sem ég geng frá i her- berginu minu. Bara að við þekktum einhvern hraustan pUt, sem gæti rekið þau burtu. Þá yrði landið okkar reglulegt indæUsland að búa i. — Æ stundi kóngurinn. — Þú veizt að þau hafa tekið frá mér völdin. Bara að einhver gæti komið lagi og reglu á lögregl- una, umferðina og tindátana, 8

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.