Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 20

Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 20
Einkastjörnuspáin 11. júni Þú ert snöggur upp á lagið og litur alltaf björtum augum á lifið og tilveruna. Þar með er þér auðveldur aðgangur að þvi umhverfi, sem kann að uppgötva hæfí- leika þina og meta þá. Sennilega geturðu orðið ágætis leikari, en þú hefur lika rit- höfundarhæfileika. Velgengni þin i lifinu er mjög undir þvi komin, hvernig þú nýtir hæfileikana, sem stjörnurnar hafa úthlut- að þér. Þú hefur ekkert á móti þvi að erfiða, og þú talar mikið, stunduð of mik- iðtil að koma málum þinum i höfn. Þar sem þú ert fæddur leikari, getur verið að þú uppgötvir, að allir hæfileikar þinir henta vel á leiksviðinu. Þar sem þú hefur gaman af að ferðast, er liklegt að þú skoð- ir mikinn hluta heimsins um ævina. Ef þú velur þér starf, sem veitir þér möguleika á ferðalögum, muntu una lifinu vel. Þú getur meira að segja unnið þér inn pen- inga meðan þú ferðast. Þar sem þú ert alltaf að græða, verð- urðu að likindum vel stæður. Þú tekur iðu- lega áhættu i fjármálum, en þegar svo er, eru það milljónir, en ekki smápeningar, sem um er að ræða. Þú ert rómantísk sál og elskulegur i við- móti og átt i sífelldum ástarævintýrum, en vandaðu makaval þitt og gættu þess að makinn vilji hjálpa þér og styðja þig á all- an hátt. 12. júni Þegar þú tekur þér eitthvað fyrir hend- ur, þarftu að hugsa þig vandlega um fyrst, en þegar ákvörðunin er tekin, ertu hinn þráasti. Þú stefnir að þvi að fá vilja þfnum alltaf framgengt, hvaða aðferðir sem þú notar. Það er vani þinn að reikna alla hluti vandlega út fyrirfram og gefa þér góðan tima, en framkvæma siðan nákvæmlega eftir áætlunum. Þetta hefur að sjálfsögðu i' för með sér, að þér gengur meira en i meðallagi vel að gegna stöðum, sem krefjast ákveðni og nákvæmni. Auk þessa ertu einkar aðlaðandi og fólk dregst ósjálfrátt að þér og vill veita þér allan sinn stuðning. Þótt þú laðir þannig að þér fólk, verðurðu aldrei mjög nájnn vinur þess, nema eftir langa viðkynningu. Þú átt alltaf að framkvæma sam- kvæmt hugboði þinu, sem er óvenju skarpt. Aldrei skaltu ákveða neitt, sem gengur i berhögg við skoðanir þinar, þvi þálendirðu ialvarlegum vandræðum. Að- einsþegar þú fylgir innri röddu, finnurðu leiöina að velgengni. Góður smekkur þinn kemur i ljós á öll- um sviðum. Heimili þitt verður fallegt og fatnaður þinn af beztu gerð. Þú ert hrifinn af góðri tóniist, bókmenntum og myndlist. Ef þú safnar nægilega miklum peningum, eru likur á að þú takir að þér unga lista- menn og styrkir þá með þvi að kaupa verk þeirra og koma á framfæri. Þannig get- urðu gegnt miklu hlutverki i samtiðinni. 13. júni Þar sem þú ert alhliða og slyngur, get- urðu lagað þig að ólikustu aðstæðum og starfað með alls kyns fólki. Liklegt er að þér gangi vel snemma i lifinu. Stjörnurn- ar hafa úthlutað þér mörgum hæfileikum, og þú skalt reyna strax á unga aldri að komast að þvi, hverjir þeirra munu hald- beztir. Þú hefur góða rödd og talar og syngur vel. Þú hefur leikhæfileika og upp- götvar ef til vill, að leikhúsið er einmitt þinn rétti vettvangur, bæði fyrir skapið og hæfileikana. Persónuleiki þinn er eins og segull, sem dregur að sér fólk, og hugboð þitt er sterkt. Þú getur oft sagt fyrir óorðna hluti, og framkvæmir gjarna f samræmi við það. Þetta er afar heppilegt fyrir þig, þar sem það gefur þér möguleika á að sigra keppinauta þína. Þótt þú virðist stundum feiminn og sért oft óstyrkur, mun sjálfstraust þitt aukast með aldrinum. A unga aldri ertu darumóragjarn, og byggir skýjaborgir en þegar þú fullorðn- ast, skaltu temja þér að breyta þeim i raunveruleika. Það er ágætt að hafa kenningar, en þær hafa ekki þýðingu fyrr en framkvæmdir koma lika. Þar sem þú ert heimakærog þykir vænt um fjölskyldu þfna, mun hjónaband snemma á ævinni fylla þig metnaði, en þú ert hamingju- samur með maka og börnum, sem þú getur deilt öllu með. 20

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.