Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 7
grímafjölda til Ganga Sagar ár eftir ár. En pilagrimarnir koma ekki einir til Ganga Sagar. Þeir taka lika með sér kýr. í hverjum báti er að minnsta kosti ein kýr, þvi eins og kunnugt er, er kýrin heil- agt dýr i augum Hindúa. Það er dauða- synd að drepa kú, þvi samkvæmt æva- fornri trú eru þúsund guðir i hverjum kýr- kviði. Hreinsunin. Daginn eftir fara allir á fætur við sólar- upprás. Við sjáum sólina risa úr hafi eins og risavaxinn rauðan disk og ég hef aldrei séð stærri sól. Þúsundir og aftur þúsundir Hindúa reka upp ólýsanleg fagnaðarhljóð, en örskömmu siðar verður þögn svo þung, að manni finnst hægt að taka á henni. Pilagrimarnir standa óhagganlegir með handleggina i átt til sólarinnar og andlit þeirra ljóma. Það er eins og kraftaverk eigi að fara að gerast. Það sem eftir er dagsins liður i bæna- lestri og trúarsiðum. „Helgir menn” Hindúanna eru hylltir. Þeir hafa komið frá öllum landshlutum til að hittast og þinga á Ganga Sagar. Til þeirra er ekki aðeins litið með virðingu af pilagrima- skaranum, heldur fá þeir einnig fórnar- gjafir — gjarnan hrisgrjón — þannig að þeir geti haldið i sér lifinu meðan þeir iðka trúarathafnir sinar. Þeir hugleiða timunum saman i þeim tilgangi að sam- einast guðdómnum. Sagt er að margir helgir menn búi yfir yfirnáttúrlegum kröftum, en aðrir eru skyggnir. Hindúar fórna hafinu einnig ávöxtum og blómum, en fyrst baða þeir sig oft á dag i þessu helga vatni. Hönd i hönd vaða þeirúti gruggugt vatnið i Bengalflóanum. Trúin á undramátt þessa vatns lýsir upp andlit þeirra. Eins og kristnir menn trúa Hindúar þvi að þeir fæðist syndarar og þarfnist þess vegna fyrirgefningar. Þeir telja sig hreinsast af öllum syndum með þvi að dýfa sér i vatnið og biðja bænir jafnframt. Eftir tveggja daga dvöl á Ganga Sagar, geta Hindúarnir farið að hugsa til heim- ferðar. Nú eru þeir sannfærðir um að vera lausir við syndabagga sinn, þvi þeir hafa gert allt sem þeir geta til að þóknast guð- unum i þessu lifi. Þeir hafa tekið heilagt bað á helgasta stað i heimi. Eftir að hrörlegir bátarnir hafa flutt okkur aftur heila á húfi til Kalkútta, gef- um við okkur fram hjá hafnarstjóranum. Hann segir: — Þið hafið orðið vitni að mestu atburðum á Indlandi. O JHVAÐ VEIZTU 1. Hver hét réttu nafni Vladimir Ily- ich Ulyanov? 2. Hvaða griskur heimspekingur bjó I tunnu? 3. Hver er stærsti kinill mannslikam- ans? 4. Hvað hefur drómedari marga hnúða á bakinu? 5. Hvar býr Maoríakynflokkurinn? 6. Hver fann upp rakvélina? (ekki rafmagns)- 7. Hvenær steig fyrsti maðurinn á tunglið? 8. Hver fór á Kon-Tiki yfir Kyrrahaf árið 1947? 9. Hver skapaði söguhetjuna Perry Mason? 10. Hver lék aðalhlutverkið i „Funny girl?” Hugsaðu þig vandlega um — en svörin er að finna á bls. 39. HftCIÐ 'Tir * 7 s s Ofurinn skiptir regluiega um feld, en tennurnar breytast ekki. Ekkert í heiminum er eins öruggt og dauðinn og skattskráin. Þegar kona er i vafa, er málið ákveðið. Stundum gerist á einu andartaki, það sem við áttum ekki von á á heilu ári. Maðurinn á aðeins einn voldugan óvin og það er hann sjálfur. 4 Skattar hafa gert fleiri menn að iygurum en guli. Oft Hða mörg ár áður en tvær manneskjur kynnast það vel að þær skilja. Skattai1 eru það sem við verðum að gjaida fyrir að lifa i menningarsam- félagi. Það er tiu sinnum betra að vera svik- inn aftur og aftur, en ganga sifellt með grun. Það er aðeins þrennt i heiminum, sem fólk getur aldrei lært að skiija: frelsi, jafnrétti og bræðralag. Hjónabaiufblindrar konu og heyrnar- iauss karlmanns hiýtur að vera hreinasta sæla. 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.