Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 19

Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 19
Beinlausir fuglar eru góður matur og góð aðferð til að drýgja kjötið. Bæði mó gera þó úr heilu kjöti og hökkuðu, svo og venjulegu kjötfarsi. Farsrúllur með tilbrigðum EKTA beinlausir fuglar eru alltaf gerðir úr heilu kjöti, en tilbrigði af þeim eru oft úr hökkuðu kjöti eða farsi. Þeir eru ekki eins „finir” en hafa þó sitthvað fram yfir. Til dæmis er kjötið drýgra og auk þess þarf ekki að sjóða kjötið eins lengi i sós- unni, eftir að það er brúnað. Hér eru nokkrar uppskriftir: Hakkaðir beinlausir fuglar 1 kg. nautahakk er flatt út á borði og gerö- ur úr þvi aflangur ferhvrningur, u.þ.b. 1/2 cm á þykkt. Skiptið honum i 12 til 14 jafn- stóra aflanga ferhvrninga. Blandið saman og stráið yfir: 1 tesk salt, 1/2 tesk pipar. 1/4 tesk engifer, 1/2 tesk steyttur negull. Leggið baconræmur eftir hverjum fugli, vefjið hann fast sam- an og reynið að hafa rúllurnar eins jafnar og hægt er. Vefjið bómullargarni utan um. Brúnið á pönnu, þar til fuglarnir eru jafnbrúnir um allt yfirborðið. Gætiö þess aö brúna fyrst á samskeytunum, þvi skorpan, sem þá myndast, heldur fuglin- um betur saman. Þegar fuglarnir eru brúnaðir, eru þeir lagðir jafnóöum yfir i brúna sósu, og látnir malla viö hægan hita, þar til þeir eru alveg meyrir. Þaö tekur u.þ.b. 20 minútur. 1/2 kg. kjötfars. Bæta má i það eggi og kryddi ef vill og siðan er farið eins að og i fyrstu uppskriftinni. Fars með kartöflum Hakkið tvisvar: 400 gr. kjöt, 100 gr. soðn- ar, kaldar kartöflur, 1 tesk salt og 1 msk kartöflumjöl. Hrærið út með einu eggi og svolitlum pipar og mjólk eða vatni eftir þörfum. Kjötfars með brauði Blandið saman og látið standa i 15 min- útur: 3/4 dl. þurrt, mulið brauð og 2 dl vatn eða mjólk. Bætið siöan i: 400 gr hakki, 1 tesk salti, pipar og söxuðum lauk eltir smekk. Púrrurúllur Skerið 4 meðalstórar púrrur i u.þ.b. 8 cm langa bita. Sjóðið stykkin i léttsöltuðu vatni. þar til þau eru nær meyr. Látið vatnið renna vel af þeim. Leggið eitt stykki á hvern fugl og vefjið saman. Brúnið á pönnu og látið siöan malla við hægan hita, ekki i sósunni. Borið fram með steikarsoðinu. Rúllurnar eiga helzt að vera með stökkri skorpu. Paprikurúllur A fuglana er jafnað: 1 dl paprikusalat úr krukku eða dós, 1/2 búnt söxuð steinselja. Skógarfuglar. Bætið nokkrum matskeiðum af legi af súrsuðum agúrkum i farsið. Það gerir sérkennilegt og gott bragð. A fuglana er jafnað: 100 gr. lifrarkæfu og 50 gr súrsuð- um agúrkum i bitum og 1/2 msk sinnepi. Svissneskar rúllur Notið kindahakk og jafnið á fuglana: 75 gr sterkum osti skornum i stengur og 1—2 tómötum i þunnum sneiðum. Gætið þess að kjötið vefjist vel utan um ostinn, þann- ig að hann leki ekki út i steikingunni. Rúllurnar eru bornar fram með steikar- soðinu. 19 L

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.