Heimilistíminn - 12.06.1975, Síða 23

Heimilistíminn - 12.06.1975, Síða 23
óvenjuleg er aö heilir hópar dýra fái æði, en mörg dýr, meöal þeirra hesturinn geta sagt fyrir um náttúruhamfarir. sjón hennar, forðast hún auðveldlega all- ar hindranir og steypir sér nákvæmlega niður á hvert minnsta skordýr, sem á vegi hennar verður. 1 Bandarikjunum er hún kölluð „Ratsjármús” og á það nafn fylli- lega skilið. Hér er þó ekki beinlinis um ratsjá að ræða, heldur annað, sem tæknimenn nú- timans þekkja vel: Leðurblakan gefur frá sér hátlðnihljóð, óttaleg óhljóð, ákafari en fallbyssuskot og skellur það á hlutum, sem á móti koma og bergmálar i eyra leöurblökunnar. bannig getur hún kynnt sér stærð hluta og fjarlægð. Þessir furðulegu eiginleikar undra okk- ur ekki svo mjög. Við undrumst lýsingar af Mars- og Venusarbúum, en tökum ósköp rólega þeirri staðreynd, að þetta fólk hafi eiginleika, sem okkur eru ekki á- skapaðir og nálgast að vera ævintýraleg- ir. Við skulum taka „sjötta skilningarvit” dýranna sem dæmi. Við vitum, að það er til, þó við byggjum þá vitneskju fremur á hjátrú en þekkingu. Einkennilegur atburður gerðist nótt eina árið 1932 á grísku eyjunum Cefalonia, Zante og tþöku. Úlfhundur gaf merki. Hann ýlfraði með meiri æsingi en nokkru sinni áður. Allir hundar eyjanna svoruðu. A næstu andartökum rifu þeir af öllum kröftum i fjötra sina og slitu sig lausa og köstuðu sér á hurðir og gegn um glugga. Skömmu síðar tók jörðin að hristast, hús féllu saman og stórar sprungur komu i jörðina. Þeir sem elt höfðu hundana, héldu lifi og frá þeim degi meðhöndluðu þeir hundana með þakklæti og virðingu. Þeir þóttust sannfærðir um að dýrin hefðu það fram yfir þá, að geta séð inn I fram- tiðina. Þannig viðbrögð dýrahópa eru óvenju- leg, jafn óvenjuleg og miklir jarðskjálftar i okkar heimshluta. En það hefur lengi verið vitað, að nokkur dýr geta séð fyrir miklar náttúruhamfarir. En hvemig finna dýrin þetta á sér? Hvernig gátu til dæmis dýrin i dýragarð- inum i Santiago í Chile varað við jarð- skjálfta fyrir nokkru, með miklum fyrir- vara? Hvaða dularfull driffjöður i höfði fuglanna, smellur og lætur þá hefja sig til flugs af eldfjöllunum rétt fyrir hvern gos- strók? ,, Dýraveðurfræðingar” Þann 9. júnl 1953 tók maður einn I Massachusetts I Bandarikjunum eftir þvi að heimilislæðan hans tók I hnakka- drambið á kettlingum sinum einum af öðrum og fór með þá inn i litið útskot i veggnum og lagðistsiðan sjálf framan við þá. Maðurinn var að furða sig á þessu at- ferli kattarins, þegar hvirfilvindur skall yfir. Annað dæmi: Ung kona gekk eftir götu i New Orleans með hundinn sinn i bandi. Allt I einu tók hundurinn á sprett og kippti svo ákaflega I ólina, að konan neyddist til að hlaupa lika. Andartaki siðar hrundu svalir húss niður á gangstéttina, þar sem þau hefðu verið stödd með venjulegum gönguhraða. Til eru hundruðir svipaðra dæma og þetta kann að virðast undarlegt, en þó er til einföld skýring. Það þarf ekki yfir á dulrænu sviðin til að finna hana. Dýra- fræðingarnir Griffith og Galambos við Harward-háskóla hafa eftir áralangar rannsóknir og tilraunir sannað að „sjötta skilningarvitið” hjá mörgum dýrateg- undum er ekki annað en eitt af þeim fimm, sem við höfum, aðeins nákvæm- ara, sem sagt heyrnin. Hún er nægilega þróuð I þessum dýrum, til að þau heyra hljóð, sem við greinum alls ekki. Mörg dýr, segja sérfræðingarnir, taka ekki aðeins eftir að fellibylur eða jarð- skjálfti er að koma. Þau geta lika ótrú- lega fljótt greint i hvaða átt hamfarirnar beinast og komið sér á öruggan stað I tæka tið. Þetta með hundinn i New Or- leans er ljóst: Hann heyrði einfaldlega lága brestina i svölunum, þegar þær byrj- uðu að gefa eftir. Ennþá stöndum við aðeins á þröskuldi hins undursamlega heims dýranna. Mörg dýr eru 1 iTca þekkl fvrir að geta sagl fyrir um veður. Prófessor Bergström, visinda- maður, sem rannsakað hefur það atriði, segir: — öll þau kerfi, sem við höfum fundið upp til að geta sagt fyrir veður- breytingar, eru smámunir hjá veðurspá- kerfi einstakra dýrategunda. Við verðum að viðurkenna, að þar er til dæmis venju- legur froskur langt á undan okkur. Satt að segja er froskurinn lalinn merkilegastur „dýraveðurfræðinganna” Hann spárir um veðrið með þvi að leita skjóls undir laufblaöi eða i vatninu undan megni sem i vændum er og aö klifra upp á grein eða þúfu þegar von er að sól og bliðu innan skamms. Tilraunir hafa verið gerðar á froskum I dýrasöfnum, þar sem þeir hafa fengi litinn stiga til umráða að krifra upp i og spá góðu veðri. Það hefur hins vegar ekki tekist, þvi ófrjáls dýr glata miklu af eðlilegum eiginleikum sin- um. begar hænsni klóra sérstaklegan lengi i jörðina eða gagga sifellt i sama tón, þegar ekktir verða óstyrkir og hundar órólegir, hestar óþolinmóðir, er von á rigningu. Fólk, sem umgengst sauðfél á beit, þarl ekki annað en lita yfir hópinn til að vita hverra veðra er von. Leitar féð upp á við? Það lofar góðu. Fer það niður hliðar og 23

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.