Heimilistíminn - 12.06.1975, Side 35

Heimilistíminn - 12.06.1975, Side 35
mary richmont: Aðeins einn kostur 2. kafli Það hætti að rigna meðan djúnkinn silaðist hægt upp f Ijótið í áttina til Shanghai. Blanche þoldi ekki mollulegt, innilokað loftið í káetunni og gekk út á þilf ar og ieit í kring um sig með áhuga. Petrov kom til hennar, og eftir að þau höfðu farið fram hjá mörgum verksmiðjum á hægri bakkanum, benti hann fram fyrir þau, á borgina Shanghai. — Það er svo kalt, kvartaði hún. — Það er kalda árstíðin hérna núna, en þér mun liða betur, þegar þú kemur inn í hús. En fyrst eru það viss formsatriði.... Ekki vera svona hræðslu- leg, skaut hann inn í, þegar hann sá skelf ingarsvip- inn, sem kom á andlit hennar. — Ég skal ekki yfir- gefa ykkur við yf irheyrsluna, en kínversk yf irvöld verða að samþykkja ykkur öll, áður en þið fáið að hitta mág þinn. Djúnkinn stefndi að fIjótsbakkanum, milli margra annarra djúnka og sóðalegra húsbáta. Margir gufubátar voru bundnir við bryggjurnar, nokkur stærri skip og tvö rússnesk herskip lágu við hlið hvalbræðsluskips, sem komið var frá Odessa. Mannf jöldi var á bryggjunum, kínverskir sjómenn og kerrueklar, en enginn leit út fyrir að hafa neitt að starf a. Þeir stóðu þarna og röbbuðu saman með handapati miklu og hávaðinn var ólýsanlegur. Þarna voru konur líka, sumar jafn óhreinar og tuskulegar og sú, sem var um borð í djúnkanum h já þeim, en aðrar glæsilega klæddar á evrópska vísu. Margar voru með börn með sér og stálpuð börn hlupu um æpandi og kallandi og gerðu sitt til að auka á ringulreiðina, sem var þarna. Það fyrsta, sem Blanche veitti athygli, var hve allt var sóðalegt og niðurnítt. Meira að segja tollstöðin var eins og gamall geymsluskúr. Hún sá einkennisklædda menn á stangli og bandarískur bíll með veifu kín- verska alþýðulýðveldisins ruddi sér braut gegn um mannf jöldann, með flautuna stöðugt i notkun. Petrov fylgdi konunum tveimur og börnunum gegn um mergðina og Vronsky var bakvörður. Hann gekk inn í tollstöðina, eftir löngum gangi og inn á skrifstofu fyrir enda hans. Framan við dyrn- ar stóðu tveir Kínverjar með byssur um öxl. Petrov sagði eitthvað við þá, og þeir viku til hliðar meðan hann bankaði. Andartaki síðar ýtti hann fylgdarliði sínu innfyrir. Bak við stórt skrifborð alþakið pappírum sat valdsmannslegur maður. Erfitt var að geta sér til um aldur hans. Húðin var gul og hrukkótt og skásett augun voru nær lokuð. Hann var einkennisklæddur með margar orður á brjóstinu. Ekki grunaði Blanche, hvers konar orður þetta voru. Tveir ungir Kinverjar í nútíma fatnaði sátu við langborð upp við annan vegginn, og ung stúlka, i svörtu, þröngu pilsi og hvítri blússu sat og vélritaði. Maðurinn við skrifborðið var augljóslega mjög háttsettur. Hann leit upp og hreytti einhverju út úr sér framan í Petrov, sem talaði hratt á máli, sem Blanche skildi ekki orð í og gat sér til að væri kín- verska. Maðurinn beindi athygli sinni að systrunum og roðinn kom fram i vanga Blanche, þegar hún fann, hvernig hann bókstaf lega afklæddi hana með hálfluktum augum. — Skepnan, hvíslaði Dorothy. — Uss, hvíslaði Blanche höstugt til baka. Petrov og maðurinn héldu áfram að tala saman. Síðan gaf sá kinverski vélritunardömunni merki. Hún gekk að skáp og dró út skúffu, og var greini- lega að leita að einhverju. Svo dró hún fram stórt umslag og lagði á skrifborðið fyrir framan mann- inn. Hann grandskoðaði skjölin í umslaginu,hallaði sér síðan f ram á borðið og Blanche til undrunar tók hann til máls á ensku, hikandi þó. — önnur ykkar er gift þessum John Marsden, sem hefur fengið dvalarleyfi hér á landi, er ekki svo? — Jú, ég, svaraði Dorothy skjálfrödduð. — Og eru þetta börn hans? — Já. — En hver er þá þessi kona? Hann benti á Blanche. Hún svaraði sjálf, áður en Dorothy náði að segja nokkuð. — Frú Marsden er systir mín, sagði hún. — Ég var beðin að fara með henni til að sjá um börnin. Hún er ekki hraust, og það getur orðið henni um megn öðru hvoru að hugsa um þau. En við áttum ekki von á að verða f luttar hingað.við áttum von á að hitta John Marsden í Moskvu. Kinverjinn svaraði þessu ekki, en fór að tala við Petrov á nýjan leik. Þetta urðu alllangar samræður og Blanche leit i kring um sig eftir stól. Þarna var enginn stóll og þótt hann hefði verið, efaðist hún um, að þær systur hefðu fengið að setjast á hann. En hún var svo þreytt, að hún hef ði sem bezt getað setzt beint á gólfið. Það var eins og augun í henni væru að springa og tveir hamrar dyndu á gagnaug- um hennar. Loks greip Kínverjinn stimpil, slengdi honum á skjalið fyrir framan sig, því næst greip hann penna og bætti nokkrum kínverskum táknum við. Svo sneri hann sér aftur að Blanche. — Þið fáið leyfi til að búa með þessum Englend— 35

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.