Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 5
um. En i sárabætur fæ ég einstakt tilboð: Sem eini Evrópumaðurinn má ég fara með þeim tugþúsundum pilagrima, sem biða við höfnina eftirrúmi á bátum þeim, sem sigla út tilGanga Sagar. Þar má ég ljósmynda og kvikmynda af hjartans lyst. Ég tek strax boðinu, en ég kemst að þvi innan skamms, að ég hef lagt út i ævin- týri, sem ég get ekki haft stjórn á. Eins og skepnuflutningar Hafnaryfirvöldin gefa út vegabréf og við Sumati Salve fáum lögreglufylgd niður að höfninni. Við göngum um borð i ferju og hálfs annars fermetra blettur er ruddur handa mér. Það má skoða sem iburö, þvi flestir verða að láta sér nægja mátulegt rúm fyrir iljarnar. Það úir og grúir af bátum i höfninni. Þessi langþráði dagur er loks upp runninn fyrir þúsundunum Indverja, sem dögum saman hafa beðið á strætum Kalkútta. Ferjan, sem við erum i, er miklu meira en yfirfull. Hver einasti fersentimetri er nýttur, allt niður i lestina. Sumati útvegar soðið vatn, sem sett er á litla kúta. Það er ekki vandi að verða sér úti um sjúkdóma i þessum hita og mannfjölda. Vistirnar eru hnetur, hrisgrjón og bananar og það verður að nægja okkur næstu átta dagana. Pilagrimarnir halda áfram að flykkjast um borð i skip, fljótabáta og smábáta. Þeir vaða út i farkostina, með fórnargjaf- irog farangur i knippum á höfðinu. Marg- ir þeirra eru allsérkennilegir útlits. Þeir eru af sléttunum og úr frumskógunum. Það er engu likara en ósýnileg hönd raði fólkinu niður i bátana asalaust og án há- vaða. Sólin er lágt á himni og bátarnir leggja frá landi. Allir eru þeir meira en ofhlaðn- ir, en pilagrimarnir taka þvi öllu með jafnaðargeði. Þrír dagar og þrjár nætur Leiðin liggur niður breiða óshólma Gangesar i átt til Indlandshafs. I ljós kemur, að mér skjátlaðist, þegar ég taldi bátana meira en ofhlaðna, þvi eftir þvi sem við færumst niður óshólmana, kemur fleira fólk og það kemst fyrir uppi á þök- um bátanna. Þeir fátækustu hinna fátæku hafa nefnilega beðið utan við borgina, viðsfjarri fránum augum hafnaryfirvald- anna. Nú láta þeir róa sér út að bátunum og komast þannig með án þess að borga. Meðan ég horfi á allan þennan troðning, rennur upp fyrir mér hve þetta er hættu- leg ferð. Varla er þorandi að hugsa um, hvað gerast mundi, ef hvessti eða kvikn- aði i um borð. Ég er ekki lengur hissa á öllum blaðafréttunum um pilagrimaskip- in sem sökkva. Þessi vaggandi ferð stendur i þrjá sólarhringa. Við siglum framhjá sveita- þorpum, tigulsteinaverksmiðju og pálma- skógum, áðuren viö komum út á opið haf. Hindúar telja að guðirnir séu i náttúr- unni, einkum fjöllunum, vatninu og sólinni. „Himalayafjöllin eru heilög” segja þeir ,,þvi þar er Shiva. Fljótin eru lika heilög, þvi þau koma frá Himalaya: Jamuna, Bramaputra, Godavari og hin. En einkum er Gangesfljót þó heilagt, þar sem upptök þess eru i siðu hári Shiva. Og 5

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.