Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 14
að hún setti upp feimnissvip. — Ég gat ekki hjólað mjög hratt....rign- ingin og hvassviðrið. Jane hallaði sér aftur á bak. Það vant- aði ekki annað en hún yrði að sleppa há- degisverðinum með Charles út af svona imyndun. Skelfing yrði gaman að geta sagt honum þessa sögu i þægilegu horni á notalegum veitingastað. — Heldurðu, að þetta sé ekki bara til- viljun? spurði hún f tilraunaskyni. — Hvers vegna i ósköpunum ætti karlmaður að elta þig hingað? — Hver veit? svaraði frú Pottifer með leyndardómsfullum svip. — Smekkur manna er misjafn. En hann virtist afar virðulegur, áreiðanlega háttsettur áður fyrr, ef mér skjátlast ekki. — Já, en hvers vegna skyldi hann elta þig? 0, elsku Potty, ég meina það ekki þannig... Mér finnst þú stórkostleg og það finnst Charles lika, en við þekkjum þig. Og þetta er bláókunnugur maður.... — Ekki alveg bláókunnur. Frú Pottifer roðnaði. — Ö, svo þú þekkir hann? — Ekki beint....ég sé hann stundum i vöruhúsinu....og i gær hjólaði ég hann niður á leiðinni heim frá einni af hinum frúnum minum. — Hjólaðir hann niður....? Þetta var hlægilegt. — Ég var að flýta mér, ef frúin skilur. Það var ský á stærð við flugmóðurskip á bak við dómkirkjuna og þá var ekki um annað að ræða en gefa i, eins og ég segi við vinkonu mina. Ég steingleymdi gang- brautinni. Jane ýtti rommflöskunni yfir borðið til hennar. — Já, ég skil það. — Hann..maðurinn...gekk beint út á götuna. Hann sagði, að þetta væri alveg eins sér að kenna og hann burstaði ákaf- lega kurteislega af mér rykið og safnaði saman tveimur kilóum af kartöflum, sem ég hafði verið með i netinu minu. Jane snýtti sér til að leyna hlátrinum. — En þetta i dag hlýtur að vera algjör tilvilj- un, Potty. Hann er áreiðanlega allt of góður maður til að hagnýta sér óheppni þina f gær.... — Hann stóð kyrr og horfði á eftir mér inn i húsið, hélt frú Pottifer áfram, án þess að hlusta á Jane. — Hann stóð þarna lika i morgun, þegar ég tók mjólkina inn. — Hann hefur liklega ætlað að spyrja, hvort þú hafir meitt þig nokkuð. Ef þú hefðir lofað honum að ná þér á leiðinni hingað, hefði hann lyft hattinum og spurt, hvort allt væri i lagi. Bara almenn kurteisi. — Það var einmitt þess vegna sem ég hjólaði svo hægt og gætti þess að stöðva á rauðu ljósi. En hann var alltaf 20 metrum fyrir aftan mig. Alltaf! — Hugsaðu nú ekki meira um það, Potty. Hann ræðst ekki inn i húsið. Fáðu þér meira kaffi, meðan ég hringi. Jane yfirgaf eldhúsið i flýti. Hún heyrði ein- hvem dynk uppi i herbergi Júliusar og valdi númerið með hláturinn i hálsinum. — Charles..eigum við að borða sam- an i hádeginu? Það er ömurlegt veður, börnin eru þreytandi og ég þarf að segja þér svolitið skemmtilegt. — Halló, ástin min. Rödd hans var svo ástúðleg, að Jane fann til þakklætis yfir að hún átti hann..en jafnframt vorkunn- ar með frú Pottifer. — Jane, vertu ekki leið, en þvi miður get ég það ekki. Hún varð ekki bara leið, heldur óskap- lega vonsvikin. Hún reyndi að dylja það. — Jæja, það er heldur ekki svo langt til klukkan sex. — Ætli hún verði ekki heldur tiu. Ég gleymdi að segja að það er stjórnarfund- ur. Fyrirgefðu elskan. — Það er allt i lagi. Þá hlakka ég bara ennþá meira til. Hvorugt þeirra langaði að slita samtalinu. — Hvað er þetta skemmtilega, sem þú ætlaðir að segja mér? spurði Charles. — Æ, ekkert sérstakt. Ég segi þér það i kvöld. Hún lagði á og fór upp á loft til að athuga hvað Július væri að gera. Hann lá á bakinu og barði með hælunum í vegginn aftan við rúmið. Benedikt var að teikna á töfluna. — Vesalings fæturnir á þér, Július. sagði Jane og tróð púða á milli. — Og hvað ert þú að teikna, elskan litla? Benedikt bætti nokkrum strikum við og benti á bróður sinn til skýringar. Jane kyssti þá báða. Indælis drengir. Erfiðir en lifandi eftirmyndir Charles, lifandi sannanir um hamingjusamt hjónaband. Hvernig hafði hún getað hlegið að frú Pottifer, einmana barnlausri ekkju.....og imynduðum aðdáanda henn- ar? Hún leit út um gluggann og skammaðist sin svolitið og sá hann þá við hornið hjá strætisvagnastöðinni. Það var enginn vafi. Svartur hattur, blár regn- frakki og allt það. Hún greip sjónauka Júliusar, kraup niður og gægðist upp fyrir gluggakistuna. Jú, Potty hafði rétt fyrir sér. Hann leit út eins og fyrrum háttsettur maður i hernum. — Hvað ertu að gera, mamma? spurði Július forvitinn. — Sérðu þyrlu? — Já elskan......maðurinn skimaði óstyrkur f kring um sig. Nei, hann var auðvitað að gá að strætisvagninum. Jane hugsaði...jú hún yrði fyrir vonbrigðum, ef hann væri bara að bíða eftir vagninum. Hún var ekki hótinu betri en frú Pottifer. — Af hverju horfirðu svona neðarlega? Er þyrlan lent? Július hoppaði fyrir aftan hana svo allir gátu séð að hún var á gægj- um. — Upp i rúmið með þig, sagði hún höstug og stillti sjónaukann. Þá kom vagninn, nam staðar og huldi manninn meö hattinn. Síðan hélt hann áfram...en maðurinn stóð þarna ennþá. Jane greip andann á lofti. — Hvað er þetta? hvislaði Július og glennti upp augun. — Kom eitthvað fyrir? — Ekkert ljúfurinn. Mamma hélt bara að hún sæi.... —- Voffa? stakk Benedikt upp á. Fram til þessa hafði hún harðneitað honum um uppfyllingu æðstu óskar hans: að eignast voffa. — Já, svaraði Jane utan við sig. — Svo- litinn fallegan hvolp. — Júlían fleygði sér á rúmið. — Var það svo bara hundur! — Þú ert sjálfur hundur, sagði Bene- dikt og hélt áfram að teikna á töfluna. Jane flýði niður stigann og hrinti upp eldhúshurðinni. Frú Pottifer var að skrúbba gólfið i takt við fjörugt lag i út- varpinu. — Potty! Gettu bara? Frú Pottifer hélt áfram að skrúbba og sagði: — Frúin er búin að hringja á bil og hann kemur eftir fimm minútur og nú hafið þér ekkert til að fara i og viljið að ég pressi tweeddragtina yðar. Jane starði undrandi á mikilfenglegan afturhluta frú Pottifer. Það er ekki rétt. Ég fer ekki út að borða og Charles kemur ekki heima fyrr en klukkan tiu.... ó, nú gleymdi ég að spyrja, hvar ég gæti náð til hans.... Potty tók þessum fregnum með jafn- aðargeði. Hún lauk við gólfið, vatt klútinn og stóð hægt upp, á svipaðan hátt og fill. Síðan hellti hún úr fötunni I eldhúsvaskinn og sagði: — Látum hann gera eitthvað. — Við gætum hringt á lögregluna, sagði Jane æst. — Það finnst mér ekki, svaraði Potty ákveðin. — Hvað heldurðu að nágrann- amir segðu? — Mér er sama um nágrannana og......... — Auk þess hefur hann ekki gert neitt ennþá, er það? — Nei, en það væri betra að koma i veg fyrir... — Hvað, frú? sagði frú Pottifer rólega og opnaði skápinn. — Það er bezt að ég bóni dagstofuhúsgögnin og lagi svo til i herbergi drengjanna eftir hádegið. Hún ætlar að biða og sjá til, hugsaði Jane, frá sér af æsingi. —- Allt í lagi, var það eina, sem hún gat sagt, — þá bý ég til matinn. Frú Pottifer var snillingur að bóna. Það var mest undir nuddinu komið, eins og hún sagði við vinkonu sina. Hún hagði líka einstæðan hæfileika til að loka vissa hluti út úr hugskoti sinu. Samt sem áður var maðurinn úti fyrir eins konar krydd á vinnuna. Rétt fyrir morgunmatinn renndi Benedikt sér á rönd inn um dagstofudyrn- ar, vel vitandi, að það var skoðun frú Pottifer að börn ættu hvorki að heyrast né sjást. Potty leit á hann eins og lóhnoðra, sem þyrfti að fjarlægja. — Hvers vegna ertu ekki i herberginu þinu, ungi maður? Þú ert fullur af bakterium! Benedikt leit á hana. —■ Hann, vondi 14

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.