Heimilistíminn - 12.06.1975, Side 33

Heimilistíminn - 12.06.1975, Side 33
að það væri búið að opna verzlun hérna. Ég var einmitt að hugsa um, hvort þér gætuð klippt mig, þvi ég þarf verulega á þvi að halda, ég er með svo sítt hár. Það hefur ekki verið klippt lengi. — Já, herra minn, ég klippi og raka og hvað sem er. Ég skal með ánægju klippa yður. Andartak, ég ætla bara að sækja skærin. Lilla hljóp og fann garðklippurnar og kom svo og klippti brúnina meðfram öllu blóma- beðinu. Það varð fallegt aftur. Lilla hefði viljað gera það ennþá betur, en klippurnar voru svo þungar og hendurnar á henni svo litlar. En grasið var hæstánægt með klippinguna. — Ó, nú liður mér betur. Yður finnst liklega heldur ekki gott, þegar hárið á yður er of langt, er það? — Nei, svaraði Lilla. — Amma klippir hárið á mér oft, þegar þess þarf. En get ég gert nokk- uð; annað fyrir yður? Vantar yður staf? Eða ef til vill svolitið vatn? — Nei, ekki rdag, en þakka þér fyrir, svaraði grasið og Lilla fór enn inn fyrir búðarborðið. Litill þröstur flaug niður á grasið. Hann kom úr stóru eikinni. — Vantar yður eitthvað, herra þröstur? hrópaði Lilla. — Nei, þakka þér fyrir, kvakaði þrösturinn afar hratt. — Jú, annars, ef þú getur útvegað mér nokkra brauðmola, sagði hann og tvisteig á grasinu. — Auðvitað get ég það, sagði Lilla. — í þessari verzlun fæst allt. Gjörið svo vel, herra þröstur. Lilla braut brauðskorpuna i litla mola og fleygði þeim út á grasið. Þegar þrösturinn kom auga á þá, flaug hann nær og tók brauðmolana, gleypti suma, en greip hina i nefið. — Kærar þakkir, kvakaði hann, þegar hann flaug framhjá Lillu með fullt nefið. — Ég kem aftur eftir meiru eftir svolitla stund. Hann var reyndar kominn eftir andartak. — Þetta er fyrirtaks verzlun, sem þér hafið hérna, sagði hann meðan hann tindi upp mola. — Börnin min eru alltaf svo svöng, og það er erfitt að útvega mat. Ég veit ekki hvar ég á helst að leita nú orðið. — Ég vona, að þeim geðjist að þessum kvöldmat, sagði Lilla. í sömu andrá kallaði amma: — Lilla komdu inn, maturinn er til. Þá lokaði Lilla verzluninni og hljóp inn. — Amma, ég hef haft svo mikið að gera. Það komu margir viðskiptavinir sagði hún, þegar þær sátu og borðuðu. — Jæja, var það vinan? sagði amma. — Þá hefur heppnin verið með þér. Allt i einu hætti Lilla að borða og sagði: — En amma, ég gleymdi að tak-við borgun. En þetta gerði gagn og ég hafði svo gaman af þvi. — Þá hefurðu lika fengið eins konar borgun, sagði amma og brosti til Lillu. Ánægða fjölskyldan Siðdegi eitt var Lilla að leika sér, alein, eins og hún var vön. Hún lék sér að gömlum spilum og byggði úr þeim hús á gólfinu, ein hæð, tvær hæðir — og svo hrundi húsið saman. En Lilla byrjaði að byggja upp á nýtt. En svo datt henni i hug, að hætta að reyna að byggja stórt og hátt hús, en reisti i staðinn 33

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.