Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 10
aftur á bak og um leið kippti hann sverðinu alveg upp úr sliðrinu. Tjá datt um hann og fékk þá sverðsoddinn gegn um nefið. — óooooooó! drundi i tröll- inu og nú kom Tundur til að- stoðar. Drengurinn brá sverð- inu aftur og lamdi Tundur með því. Hann rak upp hvílikt hljóð, að öll höllinn lék á reiði- skjálfi. En aílt i einu hjöðnuðu bæði tröllin niður og urðu að svört- um grisum sem bröltu út i svinastiuna, og tóku að róta þar upp moldinni. Prinsessan kom þjótandi inn i salinn og faðmaði Benna að sér. Konungur klappaði hon- um á öxlina og kallaði á lif- vörðinn. í sömu andrá komu tindátar gangandi upp að höll- inni i fallegum röðum, lög- reglan tók að hreinsa til á göt- unum og koma götusteinum á sinn stað, kaupmenn löguðu til i hillum sinum og bærinn varð óþekkjanlegur á samri stundu. — Húrra fyrir kónginum, drottningunni og prinsess- unni! hrópaði fólkið. — Húrra fyrir prinsinum okkar! hrópaði kóngur'og lét drenginn sýna sig á svölunum með sverðið. Þá hrópaði fólkið enn hærra en áður og loks fór hann og prinsessan hönd i hönd út á svalirnar. Þá birtist allt i einu ein- kennilegi náunginn frá kvöld- inu áður og veifaði til drengs- ms. — Nú skaltu koma, sagði hann. Það er allt i lagi hér og þú skalt koma á annan stað, þar sem er ennþá meiri óreiða. Drengurinn varð að fara með honum. Þeir þutu aftur yfir stokka og steina og allt í einu lá hann i rúminu sinu aft- ur. — Jæja, vertu sæll, sagði náunginn. — Hériía er þitt eigið Trassaland. Drengurinn leit i kring um sig. — Svo fór hann á fætur og tók að laga til á hillunum sín- um og í skápunum. Þegar mamma hans kom inn, var orðið svo fint i herberginu, að hún stóð orðlaus og sló á lærið. En drengurinn sagði henni upp alla söguna. — En hugsaðu þér, ég varð að fara frá prinsessunni og ég var nýorðinn prins! sagði hann að lokum. En mamma hans strauk honum um hárið. — Biddu bara, sagði hún. — Það er einhvers staðar prin- sessa sem biður eftir dreng, sem hefur röð og reglu á hlut- unum. 10

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.