Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 29

Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 29
Samtíningur úr póstinum Ég er ung stúlka, sem finnst dásamlegt að hafa það notalegt með öllum afleiðing- um.. Mér finnst að heimili manns eigi alltaf að lita þannig út, að maður geti tekið á móti óvæntum gestum. Mitt gerir það, en þeg- ar einhver kemur, er ég of þreytt til að tala við hann.... Ég er að fara i veizlu og borðherrann minn er prestur. Hvern fjandann segir maöur við prest? Getur maður veriö i ljósbrúnum skóm við blá föt? Ég hef lika aðra spurningu? Borða rækjur ost? Ég var með indælli stúlku i eitt ár. Hún kom mér til að hætta að reykja og drekka. Nú er hún farin og þá er alls ekkert eftir. Kæri Póstur. Ég er búin að reyna og reyna, en ég finn engin vandamál i dag. Maöurinn minn er 87 ára og eyðileggur hjónalif okkar bæði kvölds og morgna. Ég hef áhuga á grænmeti, kvennavanda- málum, stjörnufræði og bitlatónlist. Heldurðu að það séu blóðheitar stúlkur fyrir austan? Það bezta sem hægt er að segja um mann- inn minn, er að hann er kafloðinn á bringunni. Ég er nýbúin að eignast minkapels, en hvort sem þú trúir þvi eða ekki, finn ég enn ekki tilgang i lifinu. Rikisstjórnin segir að við eigum að vera tillitssöm og standa saman. Segðu mér, vill það enginn nema ég? Mig langar i stórt og fallegt ljón. Það gæti kannske orðið til þess að einhver sneri sér við eftir mér á götu. Brjóstin á mér sjást varla. Þess vegna á ég enga vini og fer aldrei i bió. Ég er 18 ára piltur, sem getur ekki látið tilfinningar sinar i ljós. Ég elska stúlku á skrifstofunni. Hvernig á ég að fara að þvi að ganga að henni og taka utan um hana? Ég tala eins og vélbyssa, en hamstrarnir minir eru þeir einu sem hlusta. Ég hef sima, flugpróf, sjónvarp og góða dans- kunnáttu. Ég hef stór og brún augu. Eiginlega ætti ég að eiga marga vini. Ég hef komizt að þeirri niðurstöðu, að gott skap og fjármálavit eiga enga samleið. Maðurinn minn var lagður á spitala i gær. Ég sagði upp öllum gömlu vinunum i dag. Mig vantar nýja drykkjufélaga. Ég er ósköp venjulegur, hvorki feitur eða mjór. Heldurðu að ég eigi nokkra mögu- leika hjá venjulegri stúlku á meðalaldri með venjuleg áhugamál? Ég er svo hrædd um að rikisstjórnin komist ekki i himnariki. Ég hef reynt allt mótlæti lifsins. Ef ykkur langar að vita meira, getið þið bara hringt.... f gærmorgun komst ég að þvi , að ég hef verið andlega vanrækt i 26 1/2 ár. Ég er svolitið feitlagin, en glöð og ánægð. I hvert sinn sem ég opna vikublað, fæ ég að vita, að þannig eigi það alls ekki að vera. Ég á hvorki peninga né skuldir svo lif mitt er undarlega tómt. Ég sakna einhvers, sem.saknar min, þeg- ar ég er i vinnunni. Maöurinn minn og ég elskumst alltaf, þvi við eigum enga vini. Hjálp! Það er verið að lokka mig i hjóna- band með Mávastellinu og 12 af hverju. ?9

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.