Heimilistíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 3
Kæri Alvitur! Mig langar til að biðja þig að svara eftirfarandi: Hvaða próf gilda til framhaldsnáms, þegar búið er að fella niður landsprófið. Er þá ekki um annað að ræða en 2 vetur i gagnfræða- skóla? Er hægt að búa til jógúrt heima hjá sér? Er Look and Learn vikublað, poppblað eða cithvað þess háttar? Ég skrifaði þvi i april og óskaði eftir pennavinum, ekki i Englandi, en hcf ekkert svar fcngið ennþá. Að siðustu: hvað er hægt að lesa úr skriftinni og hvað heldurðu að ég sé gömul. Með þakklæti, Guðrún. svar: Ég held, að ekki sé hægt að komast i framhaldsnám með tvo vetur i gagnfræðaskóla að baki. Þeir þurfa vist að vera fimm eða sex. Annars sýnist mér helzt, að stúdentspróf sé að verða skilyrði fyrir öllu framhalds- námi. Já, það er hægt að búa til jögurt heima, en það er vist heilmikið bras. Jógurt er gert úr gerilsneyddri mjólk, sem siðan er gerjuð með jögurtgerlum við 40 stiga hita. Annars er jógúrt upprunnið i Búlgariu og þar nota þeir vist svolitið alkóhól i það, en ekki veit ég hvað er sett i staðinn hér uppi á tslandi. Look and Learn er vikublað, einkum ætlað ung- lingum og er fullt af fróðleik um allt milli himins og jarðar og mjög útbreitt. úr skriftinni les ég helzt, að þú hafir einhverja listamannshæfi- •eika, sért nákvæm og samvizkusöm. Þú ert 16 ára eða svo. Alvitur Elsku Alvitur! Ég ætla að þakka þér fyrir gott blað og nota tækifærið til að spyrja þig nokkurra spurninga. 1. Hvernig eiga krabbastelpa og stein- geitarstrákur saman? 2. Hver er happalitur krabbans? En stein- geitarinnar? 3. Er ég nokkuð skritin, þó ég vilji ekki malt, kóka kóla eða appelsin? 4. Hvernig er skriftin og stafsetningin og hvað er ég gömul? Ein skritin. svar: 1. Þau geta átt vel saman, hann get- ur verið góður, skynsamur og traustur, þar sem krabbastelpa er tilfinninganæm og skapmikil og þarfnast akkeris i lifinu. 2. Litur krabbans er appelsinugulur en geitarinnar dökkblár. 3. Nei, alls ekki, sfður en svo. 4. Skriftin er barnaleg og kæruleysisleg, stafsetningin fyrir neðan meðallag og þú ert svona 13 ára. Alvitur. Hæ, Alvitur! Ég þakka fyrir allt gott I blaðinu og þá sérstaklega góðar skritlur. Mig langar til að spyrja þig að nokkru, sem ég vil gjarn- an vita: 1. Hvað heita mánaðarsteinarnir i nóvem- ber, april og inars? 2. Er eitthvað athyglisvert við aö tala mikið viðljálfan sig? 3. Er ljótt að stúlkur séu mikið loðnar á höndum og fótum? Er eitthvað hægt að gera við þvi? 4. Hvaö þýðir nafnið Sigrún? 5. Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni? 6. Er eitthvað til við frunsu? Bless, bless, Ess. svar: Tópaz, opal og perla. Annars eru til margir listar yfir mánaðarsteina og stjörnumerkjasteina og ber heldur illa saman, svo það er ekki vert að trúa alveg á þetta. 2. Margir tala við sjálfan sig, sem eru mikið einir og i sjálfu sér er ekkert at- hyglisvert við það, að vilja heyra ein- hverja rödd. En það fer heldur að versna, ef fólk rausar við sjálft sig, þótt margt fólk sé i kring um það. 3. Flestum stúlkum finnst ijótt að vera svona loðnar, ef.þær eru það sjálfar, en ekki er vist að öðrum finnist það neitt ljótt. Þetta er smekksatriði eins og svo margt annað. Helsta ráðið er háreyðandi krem. 4. Ég bara veit það ekki, en það hljómar eins og eitthvað ljúft og gott og svolitið dularfulLt. 5.. Skriftin er skýr, en svolitið misjöfn, sem sennilega stafar af þvi að þú skrifar ekki mikið. Ég les úr henni vandvirkni og dugnað og sennilega ertu hreinskilin að eðlisfari. 6. 6. Ég hef aldrei rekizt á neitt við frunsu og bið venjulega bara, þangað til hún hverfur. Annars má reyna zinkpasta. Það þurrkar. Alvitur. AAeðaS efnis í þessu blaði: Kleópatra ............................... . Bls. 5 Spé-speki ................................— 8 Fíllinn, sem ekki gleymdi.................— 9 Béina línan er mjúk.......................—10 Pop-Mud...................................—12 Maurastrákurinn, barnasaga................—13 prjónajakki á unga dömu...................—15 Hvað veiztu?..............................—16 Eldhúskrókurinn...........................—17 Börninteikna..............................—20 Eldraunin, smásaga........................—22 Eru bær eins? ............................—25 Einkastjörnuspáin .....................—26 Hiðdeyjandi barn, Ijóð..................—30 Föndurhornið............................—30 Að ofan, smásaga........................—32 Pennavinir.............................—32 Magnús í hættu (6) ....................—33 Aðeins einn kostur (12) ...............—35 Ennfremur krossgáta, Alvitur svarar, skrýtlur o.f. Forsíðumyndina tók Gunnar V. Andrésson i sumar. Áin er Selá í Seldal i Norðfirði og f jallið í baksýn heitir Hólafjall. 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.