Heimilistíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 7
Fundur Kleópölru og Antonlsar er eitt af meatu ..lýaiagara rlftum" adg—aar. Haa kmm ugHMH íyy CydauaHJdt I fallakn— sk'Pi. rónu silfurárum. Sjálf var Kleópatra klædd eins og ástargy&jan, Afródfta. Myndin er ár kvlkmyndinnl. hennar verða að veruleika. Þá yrði auð- veldara að gera Calpurniu, konu Cæsars 'neinlausa og hiín, Kleópatra mundi ásamt Cæsari drottna yfir þvi volduga keisaradæmi, sem Cæsarion myndi siðan erfa. Forn menning Egyptalands setti svipsinn d þetta stórveldi, sem byggt yrði á valdi Rómaveldis. Þessir draumar urðu brátt að ösku, tegar Kleópatra frétti að Cæsar hefði ver- 'h myrtur. Það sem verra var, hvorki hún né Cæsarion voru nefnd á nafrt i erfða- skránni. Slíkt var einfaldlega ekki hægt sarnkvæmt rómverskum lögum. Otlendingar gátu ekki erft rómverskar e>gnir. Kleópatra yfirgaf Rómaveldi með leynd, ásamt tæplega tveggja ára syni sinum. Þegar togstreitan um hver ætti að k°ma istað Cæsars, brauzt út að fullu, sat hún örugg i konungshöllinni i Alexandriu. k’etta voru ringulreiðartimar i Róma- ''eldi. Eftir miklar innbyrðis deilur, tók Þn'stjóraveldi við. Það voru þeir Oktavi- *». 18 ára kjörsonur Cæsars, Marcus ^tonius, vinsæll hershöfðingi og land- sljórinn i N-Afriku, Æmilius Lepidus. Þeir sk'ptu heimsveldinu á milli sin, þannig að marcus Antonius réði löndunum við austanvert Miðjarðarhaf, Lepidus N- rfku, og Oktavius sat i Róm sem eins °nar hæstráðandi. ^trax brauzt út borgarastyrjöld milli orðingja Cæsars, undir forystu Cassius- ar og Brútusar og þristjóranna, sem töldu sig löglega eftirmenn Cæsars. 1 þessum deilum klemmdist Kleópatra á milli hóp- anna, sem hún studdi til skiptis. Þegar baráttunni lauk og Marcus Antonius stóð eftir sem sigurvegari við austanvert Mið- jarðarhaf, vildi hann hitta Kleópötru og láta hana standa fyrir máli sinu varðandi svikin. Þau áttu að hittast i gömlu Litla-Asiu- borginni Tarsus, og fundurinn varð með allt öðrum hætti en Antomus hafði hugsað sér. Kleópatra hafði þegar framtíðar- áætlanir sinar tilbúnar. Cæsar var látinn, en nýr Cæsar skyldi upp risa. Það skyldi Kleópatra sjá um með hjálp hinna gömlu, egypzku guða. Sótt að Antoniusi Fundur Kelópötru og Marcusar Antoni- usar er eitt af stærstu „sýningaratriðum” mannkynssögunnar. Með meistaralegu auga fyrir þvi áhrifamikla, notaði Kleó- patra auðæfi sin og fegurð til að blinda þennan stórvaxna, grófgerða hernaðar- snilling. Manninn, sem naut þess að leika eins konar millihlutverk milli hins vold- uga hálfguðs Herkúlesar og Dionýsosar* guðs vinsins.Iifsgleðinnar og jákvæöu afl- anna. Kleópatra kom siglandi upp ána Cyndnus i skipi með gullslegnu þilfari. Arar galeiðuþrælanna voru úr silfri og klufu vatnið I takt við þýða flaututónana. Seglin voru purpurarauð. Kleópatra sat undir hásætishimni úr silki, klædd eins og Afródita,ástargyðjan sjálf. Beggja vegna stóðu ungir drengir og veifuðu svalandi lofti að drottningunni. Ahöfnin, önnur en þrælarnir, var valin meðal fegurstu hirð- meyja hennar og voru þær klæddar eins og gyðjur. Allt skipið angaði af dýrustu ilmvötnum, sem rauk yfir þúsundir áhorf- enda, sem fylgdust með siglingunni upp- fljótiö. Marcus Antonius, sem beið á hafnar- bakkanum i Tasus, sendi boð út i skipið og bauð Kleópötru til kvöldverðar. En hún óskaði þess aö hann kæmi um borö til hennar. Hann tók boðinu, en hikandi þó. Maturinn var óhemjulega iburðarmikill. Borðin voru þakin gulldiskum og gim- steinum settum drykkjarilátum og dýr- mætur gull- og silfurlagður utsaumur myndaöi skilrúm til að hylja þá sem möt- uöust fyrir forvitnum augum. Marcus Antoníus dáðist að fegurðinni og auðæfunum. Kleópatra brosti og sagði, að þetta væru allt gjafir til hans til aö bjóða hann velkominn og bauð honum að koma aftur daginn eftir. í það sinnið var allt enn iburðarmeira, svo fremi sem sh'kt var mögulegt, og borðbúnaðurinn var heinustu iistaverk úr gimsteinum, settu gulli. t þetta sinn gaf hún einnig Antoniusi og fylgdarliði hans allt sem á boröum var sem minjagripi frá

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.