Heimilistíminn - 02.10.1975, Page 28

Heimilistíminn - 02.10.1975, Page 28
12. september Þúhefur góðan skammt af viljastyrk til að bera og getur þess vegna lokið hverju þvi verkefni, sem þú hefur ætlað þér. Þú ert hjartahlýr, en hættir til að taka fljót- færnisákvarðanir. Þú stekkur auðveld- lega upp á nef þér og reynir siðan að bæta úr mistökunum, þótt þú getir það ekki. Það væri hent'ugra fyrir þig, að læra að telja upp að tiu, áður en þú sleppir reiðinni út, þá fækkar fjandmönnum þin- um. Þú hefur ekki fulla stjórn á málunum nema það andartakið, sem þú ert kaidur og rólegur. Ef þú missir stjórn á þér, get- ur farið enn verr, þegar þú ætlar að fara að leggja hemil á þig. Með liflegri framkomu þinni áttu auðvelt með að eignast vini og þú tekur skaplyndið fram yfir málefnin, og kimnigáfa þin virðist driffjöðrin að baki öllu sem þú gerir. Tilfinningalif þitt er stormasamt og hjónaband með maka, sem skilur persónu þina fullkomlega og fullnægir einnig metnaði þinum, getur hjáipað þér fram á við i lifinu. Þú hefur hæfileika til skrifta og þá skaltu þroska þegar á unga aldri. Þar sem þú býrð yfir góðri dómgreind, hvað manneskjum við kemur, geturðu skilið ástæðurnar fyrir þvi sem aðrir gera. Þú getur nýtt þennan eiginleika við ritstörf þin. Þú hefur einnig áhuga á sálarfræðum og dulrænum fyrir- bærum og kynnir þér slikt ef til vill á lffs- x leiðinni. 13. september Þú hefur sjaldgæfan hæfileika til að taka að þér erfið verkefni. Þú ert afskap- lega hrifinn af öllu.sem gerist i kring um Iþróttir, einkum ef um keppni er að ræða. Sennilega stundarðu einhvem boltaleik, golf og hefur yndi af að dansa. Þar sem þú ert að eðlisfari uppbyggjandi og skapandi I þér, kýstu helzt að gera eitthvað, sem leiðir til raunhæfs árangurs. Þú ert ekki sérlega hrifinn af nýjum hugmyndum, nema útlit sé fyrir að þær gefi eitthvað i aðra hönd. Þú ert ekki mikið fyrir hug- myndir, hugmyndanna einna vegna. Sumir sem fæðast þennan dag munu æstir vilja endurbæta annað fólk, en þú hefur ekki áhuga á þvi nema atvinna þin leiði þig i bein tengsl við fólk. Þú gætir náð þeim tengslum sem kennari, fyrirlesari eða ritstjóri. Sumir munu hafa áhuga á leiklist og það mun verða mikil upplifun þeim, sem vilja leggja hart að sér til að komast áfram. Þú ættir að verða hamingjusamur i hjóna- bandi, en ef það mistekst i fyrsta sinn, reynirðu bara aftur. Þú ert ekki einn þeirra, sem liður vel einum I lifinu. 14 SEPTEMBER Þú ert skynsamur og leggur meiri áherzlu á hugmyndina og hugsunina en framkvæmd á stundinni. Þú notar tals- verðan tima, til að hugsa um, hvað sé bezt að gera hverju sinni, og þegar svo á að fara að gera eitthvað, getur það verið oröiö of seint. Reynduaðfinna hinn gullna meðalveg milli hugsunar og fram- kvæmdar. Ef til vill starfarðu að visinda- legum málum eða listrænum. Þú hefur rithöfundarhæfileika og lest mjög mikið. Þú ert einnig grúskari og þegar þú hef’- ur safnað að þér upplýsingum, siturðu uppi með mikinn fróðleik. Þú tekur efnið á sérstakan hátt og ert frumlegur i túlkun þess sem það kann að hafa að geyma. Ef til vill hefurðu áhuga á sálarfræðum og það mun koma þér til góða við starf þitt á öllum sviðum. Að likindum hefurðu ekki jafn mikinn áhuga á að græða peninga og þú ættir að hafa. A unga aldri ertu fullur áhuga á aö komast áfram og skapa þér frama er verða rlkur. Ef það ert þú sem þarft að vinna fyrir heimilinu, þarf betri helmingur þinn að vera hagsýnn og spar- samur til að endarnir nái saman. En þá veröur hagsýnni með aldrinum. Þótt þá látir ekki tilfinningar þinar beint i ljós. ertu ástriðufullur og verður hamingju- samastur ef þú giftir þig snemma. 28

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.