Heimilistíminn - 02.10.1975, Side 4

Heimilistíminn - 02.10.1975, Side 4
4 Marmeskjan að baki nafninu — Kleópatra Fyrir tvö þúsund árum var hún drottnari yfir auðugasta ríki heims. Hvílíkur drottnari, fögur, aðlaðandi, menntuð, skarpgreind og stjórn- málaskörungur. Kleópatra var mun betri manneskja, en sagan hermir. 1 tvö þúsund ár hefur hiín veriö um- ræöuefni og hugmyndalind fyrir rithöf- unda, ljóðskáld, málara og kvikmynda- geröarmenn. Hver var hún, þessi stór- kostlega og heillandi kona? Hvaö vitum viö eiginlega um hana? Hvað er sann- leikur og hvaö skáldskapur? Hversu mik- iö hefur slUðrið, sem óvinir hennar í Róm breiddu út yfir þá þekktan heim fyrir tvö þUsund árum skaðað eftirmæli hennar? NUtlma sagnfræðingar hafa dregið upp allt aðra mynd af Kleópötru. HUn var ekki, eins og flestir hafa álitiö, þeldökk, ( dökkeyg og kynæsandi Egypti af maga- dansmeyjagerð. bvert á móti, hUn var menntuð, bráðgreind og mikill stjórn- málaskörungur. Giftist bróður sinum Kleópatra fæddist inn I heim fornrar menningar, auðæfa og stjórnmáladeilna. Hún var 17 ára, þegar faðir hennar, Ptólemeus XII lézt og i erföaskrá sinni mælti hann svo fyrir, að elzta dóttir hans tæki við krUnunni eftir sinn dag, ásamt elzta syninum. bau voru Kleópatra og 10 ára hálfbróðir hennar, Ptólemeus XIII. Samkvæmt góðri, gamalli Faraó-venju giftu þau sig. Ætt Ptolemeusanna sem ráðið haföi Egyptalandi siöan Alexander mikli lézt árið 323 f. Kr var komin af makedónfskum hershöfðingja og fjölskyldan hafði haldið sig svo við grlskar venjur, að enginn hafði lært að tala egypzku á þeim rUmum 250 árum.sem hún hafði rikt i landinu, þar til Kleópatra fæddist árið 69 f. Kr. bað var lltill heimur, sem hUn fæddist inn I, náöi ekki ýkja langt út yfir strand- héruðin við Miðjarðarhafið. Enginn taldi frumstæða þjóðflokka I N-Evrópu meö og 4 það sem eftir var af heiminum var enn ófundið. Egyptaland var á þessum tíma auðug- asta landið og þar var menningin á hæstu stigi. Höfuðborgin, Alexandria var menningarmiðstöð heimsins. Rómaveldi, þetta barbariska veldi, var i þann veginn að.leggja undir sig allt Miðjarðarhafs- svæðið með miskunnarlausum hernaði slnum. JUlius Cæsar, sem átti eftir að verða einvaldur rikisins, og elskhugi Kleópötru.var þritugur og Marcus Antonlus, siðar dáður herforingi Róm- verja, sem átti eftir að verða eiginmaður MJÖg fáar samtima myndir eru til af Kleópötru og flestar þeirra eru á pening- um. En á musteri einu I Dendera eru tvær mannverur, sem taidar eru vera Kieópatra og sonur þeirra Cæsars, Cæsarion. bau eru þarna að fórna gyðju musterisins reykelsi. Litla veran á milli þeirrá táknar sál Cæsarions. hennar, var enn þréttán ára drengur. Hiö volduga Rómaveldi skorti alltaf fé til aðfjármagna hernaðarævintýri sin og hafði þvi augun stöðugt á Egyptalandi, en valdamenn þar höfðu um árþUsundir safnað geysilegum auðæfum. Ekki var ætlunin að ræna Egypta og taka landið herskildi, ef hægt yrði að komast hjá þvi, heldur aðeins að beita stjórnmálalegum þvingunum og gera landið að skattlandi Rómverja. Kleópatra sýndi slika greind og vilja- styrk, og langaði svo til að taka stjórnina I sinar ungu hendur, að hinir áhrifarfkustu prestar og yfirmannaklikurnar urðu nræddar og vörpuðu henni á dyr með bylt- ingu, löngu áður en Ptolemeus var orðinn fullorðinn og hjUskapurinn staðreynd. Hvað raunverulega gerðist, er ekki vit- að, aöeins það að hUn var landflótta í Sýr- landi 21 árs gömul og var að koma sér upp her tíl að endurheimta Egyptaland. bar byrjar sagan, sem Shakespeare, Bernard Shaw, fleiri höfundar og kvik- myndagerðarmenn hafa siðan gert ódauðlega. I Rómaveldi barðist hópur valdamanna um yfirráðin og voldugastur þeirra allra varhinn 52ja ára gamli JUIius Cæsar, sem nýlega hafði unnið merkan sigur yfir versta fjandmanni sfnum, herforingjanum Pompejusi. Pompejus hafði flUið til Egyptalands og leitað hælis hjá hinum unga Ptólemusi, en Cæsar elti hann og gekk I land I Alexandrlu með tryggan lifvörð sinn, 1200 manna liö og settist að f konunglegri höll og beið þess að afgangur hersins kæmi. Ptólemeus og egypzku hershöfðingjarnir, semvoru dauðhræddir við strfð við Rómaveldi, sendu afhöggið höfuð Pompejusar á fati til Cæsars. En Cæsar reiddist þvi að rómverskur herfor- ingi skyldi meðhöndlaður sem versti glæpamaður, jafnvel þótt um erkióvin hans væri að ræða. bað var mikil spenna I Alexandrlu. Hvað geíði Cæsar nU? bað var Kleópatra hin unga, sem tók ákvörðunina. HUn hafði fengið fregnir af landgöngu Cæsars i Alexandriu og hUn fór þegar um borð I litið, hraðskreitt verzlunarskip, sem stefndi til Egypta- lands. HUn vissi að það mundi kosta hana lifið, ef herir Ptólemusar og yfirmanna- kllkunnar uppgötvuðu hana, áður en hUn næði fundi Cæsars. Ef til vill mundi Cæsar lika framselja hana. Ahættan var mikil, en þetta var eina tækifæri hennar til að

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.