Heimilistíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 26

Heimilistíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 26
Einkastjörnuspáin 6. september Skoðanir þinar og skynjanir eru mun á- kveðnari, en gerist og gengur með fólk fætt undir þessu merki. En þrátt fyrir festu þina og sannfæringu, læturðu þá sem þér þykir vænt um, allt of oft hafa á- hrif á þig. Tilfinningar þinar eru mjög sterkar, og ef þú óskar að ná þeim frama, sem þú stefnir að, verður þú fyrst af öllu að temja þór að vera i tilfinningalegu jafnvægi. Þar sem þú ert afar hrifinn af hafinu, liður þér bezt, ef þú getur átt heima við sjó, eða átt hægt með að fara i sjóferðir. Þótt til séu hraðskreiðari samgöngutæki en skip, kýst þú yfirleitt sjóleiðina, þar sem þar gefst þér færi til að hvila þig. Þú ert útiltfsmanneskja og jafnvel þegar þú eldist, heldurðu áfra að fara i itulegur og stunda útiiþróttir. Þú ert góður skipuleggjandi og getur fengið aðra til að gera eins og fní segir. Hafi þér verið trúað fyrir einhverju, er á- reiðanlegt, að það mun verða meðhöndlað á réttan hátt og lykta vel. f viðskiptum ertu skarpur og slægur. Að likindum skiptirðu lifi þinu i tvær deildir, ef svo má segja. Einkalif þitt, sem að mestu er tengt tilfinningum og við- skiptalifið, sem er slétt og fellt. Eilifðar- vandi þinn mun verða að fá þessar tvær hliðar á þér til að sameinast árekstra- laust. Hjónaband þitt mun að likindum verða hamingjusamt. 26 7. september Hugmyndaflug þitt er óvenju fjörugt og þú getur fengið það til að starfa fyrir þig i hvaða starfi sem er. Sem barn er hætt við að þú verðir misskilinn, þar sem hugar- heimur þinn er þá jafn raunverulegur og sjálfur raunveruleikinn. Slik börn eru sýknt og heilagt ásökuð um lygar. Hins vegar á að kenna þeim muninn á raun- veruleika og imyndun. Þar sem þú ert einn af draumóramönn- um heimsins, er liklegt aðþú njótir þin vel á sviði fagurbókmennta, annað hvort með skáldsagnaritun, ljóðagerð eða leikritun. Hjá sumum mun þessi hæfileiki ekki þroskast fyrr en síðla á ævinni og þá fyrst i stað sem tómstundaiðja. Hjá öðrum kemur hann i ljós snemma og getur auð- veldlega orðið ævistarf viðkomandi. Þú er heiðarl»gur i framkomu við fólk, en þér hættir þótil að lofa ýmsu, sem þú átt í erf- iðleikum með að efna. Slikt getur komið á þig slæmu orði og sumir munu segja að ekki sé hægt að treysta þér. Lofaðu þess vegna sem minnstu og stattu alltaf við það. Hjónaband með maka, sem skilur skaplyndi' þitt, mun veita þér sjaldgæfa hamingju. Sjáðu svo um, að maki þinn hafi einnig smekk fyrir listræna viðleitni þína. 8. september Þú hefur góða tilfinningu fyrir tölum og sérlega skarpa dómgreind i öllum raun- hæfum málefnum, þrátt fyrir að innst inni ertu listrænn og dálitill heim- spekingur. Samsetning þessarra eigin- leika ætti aö færa þér talsverðan frama snemma á ævinni. Þú ert nákvæmur i öll- um gerðum þinum og alltaf er hægt að treysta orðum þinum. Þégar þú hefur einu sinni lofað einhverju er óhætt aö reikna meö þér. Orð þln eru eins góð og jafnvel betri en skriflegur samningur. Andleg verðmæti skipta miklu. Þúert mildur og samúðarfullur við fólk, sem á erfitt með aðleysa vandamál sin. Með þennan skarpa heila, sem þú hef- ur, skaltu bara treysta því sem þér finnst sjálfum rétt, án þess að bera það saman við skoðanir annarra, slikt er aðeins timasóun. Þú ert opininn og úthverfur persónuleiki og það laðar hitt kynið að þér, þótt þú sért lika aðlaðandi i augum þfns eigin kyns. Konur fæddar þennan dag, verða góðar húsnæður og eiginkonur- Þær hafa frábæran smekk, þegar um að ræða að velja hluti til heimilisins, sem alltaf er bjartur og hamingjurikur staður þeim, sem þar eiga heima. Þú hefur góðan smekk hvað varðar föt og ef til vil1 starfarðu einhvern tima viö slikt.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.