Heimilistíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 5
endurheimta völdin og tryggja sjálfstæði Egyptalands. Ljúfur fundur Utan við höllina i Alexandriu fór Kleó- patra yfir i árabát, ásamt einum af sfnum hYggu þjónum, Appolodorusi, sem faldi hana i þykku, persnesku teppi. Þau sluppu óhindruð framhjá egypzku hafnar- vörðunum og báturinn lagðist að klettun- um neðan við höllina, sem Cæsar dvaldi i. Appolodorus tók teppið samanvafið á bakið og gekk upp að höllinni. Þar stöðvaði vörður hann, en hann sagðist koma með gjöf, sem færa ætti Cæsari Persónulega. JUlius Cæsar leyfði að gjöfin skyldi af- hent og sat hugsandi og horfði á Appolo- dorus setja byrði sina á gólfið og vefja hægt sundur verðmætt teppið. Þegar Kleópatra komíljós,brosti CæSar. Sagnir um kvenhylli hans hafa haldizt óskertar i tvö þósund ár, og ekkert var honum kær- nra en félagsskapur heillandi konu, með- an hann beið hermanna sinna. En þegar honum varð ljóst, að þarna var komin útlagadrottningin, sem var hinn eini rétti Faraó Egyptalarids, fagn- aði hann i hjarta sér. Hvilikur sigur! Auðæfi Egyptalands lágu á persnesku teppi á gólfinu við fætur hans. Eldsnöggt gerði hann hernaðaráætlun. Verkefni hans f Egyptalandi skyldi ekki verða að hertaka landið, heldur sjá um að erfða- skrárákvæði Ptólemeusar gamla yrði haldin og Kleópatra sett i hásætið. Auðvitað gegn góðu gjaldi til Júliusar Cæsars. Kleópatra sem hafði óskað að hitta voldugasta mann Rómaveldis með það fyrir augum að varðveita sjálfstæði Egyptalands og völd sin, átti ekki i nein- um erfiðleikum með að tala um fyrir Júliusi Cæsar. Prá þvi andartaki sem hún reis upp af teppinu og kynnti sig með konunglegum vmðuleik sem drottningu Egyptalands, var Cæsar bergnuminn af henni, skarpri greind hennar, þekkingu, þýðri rödd og hvenlegri fegurð. Cæsar sem sjálfur talaði grisku og var einn af greindustu mönnum, sem Róma- yeldi hafði alið sá strax, að það var jafn- 'ugi hans sem stóð gegnt honum. Húgrekkið sem hún hafði sýnt með þvi aö j^ta smygla sér gegnum varðmúra Ptólemeusar, höfðaði til hans, og aðferðin vakti aðdáun hans. Þekking hennar, tungumálakunnátta og liflegur talsmáti hennar skemmti honum og hann féll fyrir kvenlegri fegurð hennar. Uegar l'yrstu nóttina varð hin ósnortna Kleópatra ástmær Cæsars. Þegar hann ^orguninn eftir sendi boð eftir tólemusi og drengurinn fann systur sína eiginkonu i herbergjum rómverska orforingjans, hljóp hann æpandi út úr sólhnni og hrópaði stöðugt: — Landráð, Kleópatra hafði endurheimt konungs- r k> sitt, en hvorki selt sjálfstæði lands Marcus Antonlus varð elskhugi Kleópötru eins og Cæsar. Hann kvæntist henni sfðar og hún ól honum tvlburana Alexander Helios og Kleópötru Selene. Hér eru Elizabeth Taylor og Richard Burton Ihlutverkum Kleópötru og Antoniusar I kvikmyndinni frægu, Kleópatra. sins né sál sina Kómverjum. Þessi unga kona, sem talaði sex tungumál reiprenn- andi og gat rætt við sendifulltrúa frá Grikklandi, Palestinu, Eþiópiu, Sýrlandi, Róm og Arabalöndunum á þeirra eigin máli, var metnaðargjörn. Hún vissi vel, að hún var þjóðhöfðingi auðugasta l^nds heims, og að þegnar hennar voru mennt aðri og stóðu langt ofan Rómverjum I flestu. Það var ekki Rómaveldi, sem átti aö stjórna Egyptalandi, heldur skyldi drottning Egypta ráða Rómaveldi. En það reyndist ekki auðvelt að fá egypzku þjóðina til að skilja þetta og Kleópatra varð að styðjast við málaliða til aö berja niður mótþróann innanlands, áður en hún náði fullri stjórn á málunum. Júllus Cæsar stjórnaði sjálfur baráttunni 5

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.