Heimilistíminn - 02.10.1975, Page 8

Heimilistíminn - 02.10.1975, Page 8
drottningu Egyptalands. Þegar veizlunni var lokiB, sá hún tignustu gestunum fyrir burBarstólum og hinum fyrir hestum meB silfurslegnum reiBtygjum. Eþiópiskir þrælar meB kyndla, lýstu þeim leiBina til aBalstöBva hersins. Kleópatra sem kölluB hafBi veriB til reikningsskila fyrir aB styBja óvini Marcusar Antoniusar, sigraBi meB þessu valdamesta mann Rómarikis á örfáum dögum. Antonius varö elskhugi hennar, en þaB var ekki neitt lauslæti i þessu. Eins og allt konungboriB fólk i ættum Faraóa, var hún virBuleikinn sjálfur. Vafasamter, aB Kleópatra hafi nokkurn tima kynnzt öBrum karlmönnum náiö en Cæsari og Antoniusi. Allt þetta glæsilega atriöi var ekki a&- eins sett á sviB til aB milda Antonius og forfæra hann, en einnig til aB stiBja þær sögur, sem gengu á undan komu hennar: aö ástargyöjan væri aö fara aö skemmta sér meö guöi lifsgleöinnar, til eilifrar gleöi og gagns fyrir þjóöir Asiu. Svo mikil voru völd þeirra og áhrif, aö þessi fundur varö .trúarlegur viöburöur fyrir : milljónir manna i fornmenningar- löndunum viö austanvert Miöjaröarhaf. ÞaB var engin egypzk magadansmær, sem hér kom fram, heldur drottnari auöugasta rikis veraldar, studd þrjú þús- und ára konunglegum siövenjum og guö- dómlegu einveldi. Hún reyndi bara aö beygja Rómaveldi undir vilja sinn. Antoníus fór meö henni til Alexandriu, þar sem gera skyldi nýjar áætlanir um stórpólitiskt valdatafl. Herveldi Rómar, stutt auöæfum Egypta, var enn á ný tak- mark Kleópötru og átti aö færa Egypta- landi öryggi og heiminum friö. Maöurinn, sem átti aö gera þetta fyrir hana, var Antonius. Nú komu mörg ár meö mörg striö og löngum aðskilnuðum. Kleópatra fæddi Antoniusi tvibura, sem skirð voru Alexander Helios (sól) og Kleópatra Selene (tungl) eftir guðum himinhvelfing- arinnar. Antonius sleit alveg sambandi sinu við Róm og konu sína Oktaviu, sem var hálfsystir Oktaviusar og kvæntist siðan Kleópötru. Endir ævintýrisins En þaö var ekki svo auðvelt að eiga við Rómaveldi. Meðan Antonius dvaldist langdvölum fjarri, tók Oktavius öll völd i sinar hendur og setti Antonius af með yfirlýsingu. Til nýrrar borgarastyrjaldar kom, þegar herir Oktaviusar og Antonius- ar mættust i úrslitasjóorrustu við Actium á vesturströnd Grikklands. Kelópatra sem mjög gegn vilja Antoniusar og róm- versku herforingjanna tók þátt i orrust- unni, uppgötvaði of seint, að nærvera hennarolli einungis ringulreið. Þegar hún dró sig út úr með skip sin, fór allt i handa- skolum og þegar Antonius lét sin skip fylgja þeim egypzku var orrustan töpuð. Oktavius hóf eftirför og lét umkringja Alexandriu. Kleópatra, sem sá að þetta var vonlaust, lét safna miklu , af fjársjóð- 8 um I grafhýsi sitt, lokaði sig inni og hótaði að kveikja i öllu saman, ef Oktavius gerði innrás. Oktaviusi tókst, gegnum nokkra af her- mönnum Antoniusar, að koma boöum til hallarinnar um að Kleópatra hefði framið sjálfsmorð. Antonius rak sverð sér i hjartastað, i sömu andrá og sendiboðar Kleópötru komu til að sækja hann og koma honum á öruggan stað i grafhýsinu. Þeir báru Antonius deyjandi yfir til graf- hýsisins, en komust ekki inn um hliðin og urðu að færa leiðtogann upp stiga og inn um glugga. Þeir skildu stigann og opinn gluggann eftir og þegar hermenn Oktaviusar komu skömmu siðar inn i borgina, sendi hann einn af þjónum sinum upp stigann og annan til að ræða viö Kleópötru gegnum rammlega læst hlið og lét hann lofa henni að hún fengi að fara frjáls ferða sinna ef hun gæfist upp. Það reið á öllu að koma i veg fyrir að hún kveikti i og eyðilegði með þvi ómæld auðæfi. Meðan samriingavið- ræðumar fóru fram, læddist sendiboði Oktaviusar inn i grafhýsið, greip Kleó- pötru aftan frá og tók hana til fanga. Fangavistin varð skammvinn. Oktavius vildi helzt sjá hana látna, en vildi ekki bera ábyrgðina á morði drottningar Egypta. Hann sagði að hún yrði flutt til Rómar til að verða sýnd sem fangi hans I fagnaðargöngunni um borgina. Jafnframt gaf hann vörðunum skipanir um að þeir yrðu að koma i veg fyrir að Kleópatra fremdi sjálfsmorð, ef hún reyndi það. Auðmýktin varð Kleópötru um megn. Áætlanir hennar um frelsi og mikilleik Egyptalands voru að engu orðnar, og li'f hennarsjálfrareyðilagt. Áð láta flytja sig um götur Rómar eins og hvern annan striðsfanga og láta lýðinn hæða sig og hrækja á sig, það skyldu aldrei verða örlög egypzkrar droltningar. Nokkrum dögum seinna framdi hún sjálfsmorð. Sagan segir að hún hafi látið smygla inn til sin Kobraslöngu i fikjukörfu og látið hana bita sig. En raunsærra er þó að Imynda sér að hún hafi notað sér eitthvað af þvi framúrskarandi eitri, sem framúr- skarandi visindamenn Egypta þekktu. Draumurinn um frelsi Egyptalands, var að engu orðinn. Oktavius rændi landið og gerði það að héraði i Rómaveldi. Ötak- mörkuð auðæfin, sem hann flutti með sér heim til Rómar, greiddu ekki aðeins allan hernaðarkostnað hans, heldur réttu við fjárhag rikisins um mörg ókomin ár. Sonur Cæsars og Kleópötru, Cæsarion, var myrtur, þar sem hann þótti of hættu- legur keppinautur fyrir tilvonandi róm- verska keisarakrúnu. Börn Kleópötru og Antoniusar tók Oktavius með sér til Róm- ar til að ala þau upp i rómverskum hátt- um. Sjálfur var Oktavius kjörinn fyrsti keisari Rómar og,þegar hann andaðist saddur lifdaga 40 árum siöar var hann lýstur guðdómlegur. Þá var blómatimi Egyptalands löngu liðinn og hið þrjú þúsund ára gamla menningarriki i upplausn. Siðari Faraó- Munurinn á forstjóranum og aðstoðar- forstjóranum er um það bil 20 kiló. Ef þú treystir á sjálfan þig og fram- kvæmir samkvæmt því, er velgengni þin tryggð. Gæs cr leiðindafugl, sagði maðurinn. — Of mikið handa einum og of Htið handa tveimur. Heldur vitran kjána, en kjánalegan vitring. ★ Það er enginn vandi að lifa á lágum launum, ef maður gætir þess að slá ekki um sig með peningum til að leyna þvi. Iivaða fifl sem er getur málað mál- verk, en það þarf skynsemismann- eskju til að selja það. Nakinn sannleikurinn hefur llka sina bakhlið. A Ast þin til sjálfs þin er orsök flestra vandræða þinna. Fyrsta skylda skynsamrar manneskju er að haga sér ekki eins og fifl. inn, Kleópatra drottning, barðizt árangurslaust fyrir frelsi lands sins en stjóm hennar, hugrekki kvenleiki og stór- kostlegur persónuleiki hafði sett slikan svip á samtiðina, að lif hennar og gerðir standa enn i dag ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum okkar, tvö þúsund árum sið- ar.

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.