Heimilistíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 12
\ * tm mz Jhkí'si VIÐ GRÆÐUM enga peninga á hljóm- leikum okkar, segja þeir f Mud. — Það eruaðeinsplöturnarsem gefa eitthvað i aöra hönd. Þegar við erum á hljóm- leikaferðalögum, eru við með allt að 32 menn i vinnu og það kostar skildinginn að greiða þeim ölllim laun. Oft töpum viö, jafiivel þótt uppselt sé á hljóm- leikana. Muder þekkt sem hljómsveitin, sem kom fram i kjölfar Sweet og hefur enda sömu menn til að semja lög fyrir sig. En þeir likjast ekki Sweet. Þeir i Mud hafa gjörólikan tónlistarsmekk. Gitarleikarinn Rod Davis hallast frek- ast að mjög þungri tónlist. Hann er hæglátur persónuleiki, sem notar flestar fristundir sinar til að iðka Yoga og tók meðal annars þátt i yoga- kennslu i brezka sjónvarpinu eigi alls fyrir löngu. Dave Mount, trommuleikari og grfn- isti hljómsveitarinnar, kanp vel að meta fbuðarniikla tónlist og einnig Ray Stiles, sem leikur á bassann. Les Gray, söngvarinn sér hins vegar lítið ahnað en Elvis Presley og reynir af öllum kröftum að tileinka sér stil hans. Þremur þeirra finnst siðasta litla plat- an „Secrets” sú bezta, sem þeir hafa gert, en Rod Davis segist ekki .vera feiminn við að lýsa þvi yfir, að hún sé skelfileg. Nú er einnig komin ný LP- plata frá Mud með góðum gömlu lögum og bráðlega má sjá þá félaga i kvikmynd með nafninu ,,You are Ne\|er Too Young To Rock’n’Roll”. 12

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.