Heimilistíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 18
M
Tatarabuff með
tómatsalati
3/4 kg nautahakk
1 stór laukur
1 glas kapers
graslaukur
1/2 kg tómatar
1 lítill laukur
stcinselja
Saxið stóra laukinn smátt og jafnið saman
við hakkið, ásamt 1—2 msk kapers, 1 tsk
salti, 1/2 tsk sellerisalti, 1 krömdum hvft-
lauksgeira, 1/4 tesk tabascosósu og 1—2
eggjum. Mótið úr þessu fjögur stór buff og
steikið i smjörliki gokkrar minútur á
hvorri hlið. Klippið graslauk og setjið 2
tsk sterkt sinnep út I smjörið. Bætið svo-
litlu vatni I og hellið smjörinu yfir buffin.
Skerið niður tómatana og litla laukinn og
jafnið saman. Kryddið og berið með buff-
inu.
i
Steiktar
fiskbollur með
púrrum og
sveppum
1 dós fiskbollur
2—3 púrrur
1 rauður piparávöxtur
250 gr svcppir
rjómi
Skerið púrrurnar i stykki á ská og sjóðið
þar til þær eru meyrar. Brúnið sveppina
svolitið i smjöri, stráið 1 msk hveiti yfir
og vætið með rjóma og svolitlu soði af
súputeningi. Látið malla við hægan hita I
5 minútur. Kryddið með salti og pipar.
Steikið fiskbollurnar létt i smjöri, leggið
þær ofan á púrrurnar, hellið sósunni yfir
og skreytið með piparhringjum.