Heimilistíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 36

Heimilistíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 36
mikinn tíma til að hugsa. Ég skal líka fá einn af mönnum Changs til að vera lífvörður þinn, svo að þú getir verið öruggari. Héðan er ágætt útsýni niður að fljótinu og lögreglubátur sæist löngu áður en hann næði hingað. Það er opið land til beggja hliða, svo enginn kemur óvænt úr þeim áttum. Lofaðu mér nú að sjá þig brosa, ég skal reyna að ná í eitt- hvað að lesa handa þér. — Ég vildi óska, að þú þyrftir ekki að fara. Orðin komu án vilja hennar. Hún leit upp til hans og það var solítið erf itt að ráða af augnaráðinu hvað innra með henni bjó. Honum þótti leitt að þurfa að hóta henni og beita hörku til að hún hlýddi, en það hafði orðið nauðsynlegt. Hann hefði heldur viljað gera hana að trúnaðarmanni sinum, en það gat henn akki, hennar vegna. Hann hafði nóg með Marsden eins og var og kærði sig ekki um meira. Hann haf ði brotnað gjörsamlega niður og gat varla veriðeinní meira en tvo sólarhringa. En Chang yrði hér og sæi um að allt gengi eins og skyldi. Hann gat treyst Chang, blátt áf ram vegna þess að Chang naut þess að vera í stöðugri hættu. — Ég get ekki tekið þig með, sagði hann glettnis- lega við Blanche. — Vegna þess að ég þarf að heim- sækja vissa mennskju, sem ég kæri mig ekki um, að þú hittir. — Þýðir það... ert þú þá í hættu? spurði hún. — Alls ekki, laug hann. Hannn yrði ekki í hættu svo lengi, sem hann héldi höfðinu köldu og kæmi fram við Mwa Chou hershöfðingja eins og svo marga aðra háttsetta menn í Rússlandi og Kína áður. Hann rétti f ramhandlegginn og dró hana að sér. — Nú skalt þú ekki vera hrædd við neitt, sagði hann, og lagði fingur á nefbrodd hennar. — Ég skal reyna að vera það ekki. — Dugleg stúlka. Þegar ég kem aftur, þarf ég ekki að hafa þig hér í haldi miklu lengur. Við tökum mikla áhættu — en við verðum þó saman. — Það gerir mér ekki svo mikið, sagði Blanche. — Það er skrítið ekki satt, þótt þú haf ir komið hörku- lega fram við mig og ásakað mig um misgjörðir Johns, þá er ég alltaf örugg, þegar þú ert kominn inn. Já, ég held meira að segja, að ég hefði getað deilt sömu örlögum og Ferskjublóm, ef þú hefðir verið með mér.... — Synd og skömm, hugsaði hann. Þetta barn elskaði hann, því var ekki að leyna, en það gerði að- stæðurnar ómögulegar fyrir þau bæði. Jafnvel þótt hann hefði verið fús að gera hana að eiginkonu sinni, var ekki möguleiki á að það gæti haft góðan endi... Hann yrði að Ijúka því sem hann hafði ætlað sér og gleyma henni síðan, þegar hún væri kominn á öruggan stað. En þótt hann sæi að auðvelt væri að taka slíka ákvörðun, var erf ittað framfylgja henni. Blanche hafði kveikt í honum eld, sem erf itt yrði að slökkva. En hvað með Blanche sjálfa? Hún hafði þjáðst áður vegna karlmanns, en komizt yfir það. Kæmist hún yf ir þetta líka? Hún yrði. Hún var ung og óreynd og þegar hún væri komin aftur til ætt- lands síns, hitti hún vafalaust einhvern, sem hún yrði hrifin af og gæti veitt henni allt það sem hann gat ekki. Hann beygði sig og kyssti hana létt á ennið. — Bless, Blanche mín, sagði hann. — Haltu þig sem allra mest hér inni. Sing tærir þér allt, sem þú þarfnast. Ef þú ert hrædd, eða þarfnast einhverS/ skaltu bara kalla á hann. Hann verður hér bæði dað og nótt og hef ur sett upp lítið tjald f yrir utan. Hann vaknar um leiðog þú kallar, hann er þjálfaður í því- — Bless, sagði hún, og þegar hann var farinn, hljóp hún f ram að dyrunum og horfði á eftir honum, þar sem hann gekk yfir ójafnan akurinn, niður að f Ijótinu. Henni fannst hún algjörlega yfirgefin. Sú stað; reynd, að John Marsden var einhvers staðar i grennd, gerði hana ekki minna hrædda. Hún vissi/ að hann gæti lítið gert, ef eitthvað kæmi fyrir. John var ekki gerður til að lifa hættulegu líf i, hann vat aðlaðandi maður, sem hafði hentað vel sem diplómat og hafði vissa greind til að bera. Hann vissi, hvernig átti að tala við f ólk, gera það bezta úr erfiðri aðstöðu, en það var ekki vottur af ,,frum- manni" í honum. Hún gat ekki ímyndað sér hann verja konu með valdi og styrk. Hann var heldur ekki kaldur og snarráður á úrslita augnabliki. Hún gat hreinlega ekki hugsað sér hann í neinu ,,rauðú akurlilju" hlutverki, sem hins vegar mundi henta Petrov skínandi vel. Hún settist niður til að gera við föt, en gekk síðan út að dyrunum aftur. Jú, Sing stóð á verði utan við dyrnar. Hún horf ði á hann, án þess hann vissi. Hann var grimmdarlegur á að sjá, en nú þegar hún vaf farin að venjast andlitssvip Kinverjanna, sá hún ekki neitt illt í andlitinu. Hann hélt á byssu og vaf með marga hnífa í beltinu og hún vissi að hann mundi ekki hika við að skjóta eða stinga hvern þann, sem reyndi að gera innrás. Vafalaust hefði Petrov gefið honum svohljóðandi skipanir. En þrátt fyrir varðmanninn, varð hún engu rólegri. Hún settist aftur við saumaskapinn og reyndi að einbeita sér, en ekki leið á löngu áður en henni féllust hendur og hún fór f staðinn að velta fyrir sér í hverju þetta verkefni þeirra Johns væri fólgið- Hún hafði reynt að spyrja, en eftir fyrsta kvöldið/ hafði hann forðast hana eftir megni og aðeins talað við hana, þegar Petrov var viðstaddur og það reyndist óhjákvæmilegt. Hvort hann skammaðisf sín fyrir framkomu sína kvöldið góða, var ómögú- legt að segja. Ef til vill var hann aðeins hræddur við Petrov. Blanche gerði sér grein fyrir að þessi rússneski maður hennar vakti hræðslutilfinningu hjá mörgum. Meir að segja Ferskjublóm hafði óttast hann að vissu marki. En nú mátti hún ekki hugsa um hana. Það hafði reynzt gagnlaust að spyrja Petrov um starf Johns/ hann hafði aðeins sagt henni stuttlega, að henni_ kæmi það ekki við og því minna sem hún spyrði, þv' betra. En nú vildi hún vita það, því þá skildi hún betur hvaða áhættu hún tæki með því að vera hér án Petrovs. Ef til vill ætlaði hann bara að vera tvo sólarhringa burtu, en það haf ði ekki tekið kinversku hermennina tvo sólarhringa að brenna ofan af Ferskjublómi. Hún hafði ekki komið út fyrir kofadyrnar síðan hún kom, svo hún hafði ekki haft tækifæri til að sjá; hvað John aðhafðist niðri við f I jótið. Hún hafði ekk' vogað sér að athuga það, meðan Petrov var inni, en nú þegar hann var farinn, fannst henni hún hafa 36

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.