Heimilistíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 29

Heimilistíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 29
15* september Þií ert einn af þessum hjartanlegu, líf- *®gu, bjartsýnu mönnum sem yfirleitt fá Þuö sem þeir óska sér. Mesti vandi þinn *uun vera að læra að dreifa ekki orkunni á a‘lt of mörg svið i einu. Þú beinir ekki allri athygli þinn að einu máli. Þessi fjölhæfni getur verið ágæt innan vissra starfs- S^eina. Karlmenn fæddir þennan dag ættu aa íhuga að gerast starfandi stjórnmála- ’ ^enn eða starfa á opinberum vettvangi, ef þeir vilja komast áfram. Sumir hafa ®fileika á tónlistarsviðinu, en ef það á að Verða ævistarfið.er það komið undir námi °g æfingu á unga aldri. Margir munu að- eins nota þessa hæfileika til tómstunda- 'okunar. Stjörnurnar hafa úthlutað þér sjötta 'lningarvitinu þegar um er að ræða að aaa ákvarðanir I erfiðum aðstöðum ertu rólegur og skynsamur og það er alltaf “ægt að leita til þin um aðsoð. Þar sem þú hefur það sem kallað er fréttanef, mun P®r ganga vel sem blaðamanni eða lög- heglumanni. Þúkrefst mikils af þeim sem Pti elskar og vilt að um þig sé hugsað Verja stund. Þúert ástriðuheiturog skalt feyna að giftast ungur. 16. september ÞU hefur næman fegurðarsmekk og vilt helzt vera umkringdur öllu þvi bezta sem til er af hverri tegund. Þar sem þú elskar náttúrufegurð og einnig þá sem mann fólkið skapár, liður þér bezt, ef þú eyðir mestum hluta ævinnar i sveit. Þú hefur góöan smekk og ef til vill vinnurðu fyrir þér á sviði listarinnar i einhverri mynd, iafnvel sem listaverkasali. Þar sem þú hefur gott viðskiptavit, veistu vel, hvernig þú getur grætt fé á listínni. ÞU hefur kimnigáfu i rikum mæli. Konur fæddar þennan dag eru kunnar fyrir kaldhæðni og meinfyndni.sem þvi miður er oft á kostnað annarra. Þetta kemur illa heim við aðra drætti persónu- leika þina, þvi þú ert vingjarnlegur, samúðarfullur og hjálpsamur, ef einhver leitar til þin. Að likindum muntu eiga fleiri en eitt ástarævintýri, áður en þú sezt I helgan stein. Þú skalt velja þér maka af kost- gæfni, þar sem mikið af velgengni þinni I lifinu er undir þvi komið. Þú getur þagað yfir leyndarmáli og þess vegna hættir fólki til að koma til þin i leit að ráðum og aðstoð, af þvi þaö veit, að hægt er að treysta þér. 17. september ÞUert mjög forvitinn að eðlisfari og vilt gjarnan vita allt um alla. ÞU munt komast að raun um, að nauðsynlegt er fyrir þig að læra að einbeita þér að einum hlut i einu, ef þU vilt komast eitthvert áleiðis i þess- um heimi efnisins. Frama nær maður venjulega við að sérhæfa sig. Sem betur fer hefurðu viðskiptavit og getur auðveldlega aflað fjár. Auk þess hefurðu gott minni og getur þess vegna fest þér i minni heilu atburðarásirnar og sótt I þær upplýsingar, þegar þig vantar þær. Þú sérð fljótlega gegn um hvert málefni og getur þess vegna tekið rétta ákvörðun, þegar hannar er þörf. Konur fæddar þennan dag verða framúrskarandi mæður og eiginkonur. Þær hafa sérstaklega Uthverfan persónu- leika, sem laðar að þeim karlmenn. Þær munu að likindum eiga sér marga vonbiðla og eiga i vanda með að velja. Þær eru fjábærir stjórnendur á heimili og finnst gaman að ka.upa hluti á réttu verði, þar sem þær eru sparsamár og hagsýnar. 29

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.