Heimilistíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 13
P P V! f *- P>cJg/\ N 'Cjjj Maurastrákurinn EINU sinni var strákur, sem var svo ánægður með sjálfan sig, að hann þoldi ekki aðra. t*vi hrifnari, sem hann varð af sjálfum sér, þeim mun fleiri galla fann hann á öðrum. Þess vegna hættu allir að skipta sér af honum og loks var hann einn. Það var bara dóttir kröfu- gerðarmannsins, sem gat þol- að hann, og dag nokkurn gengu þau saman út i skóginn, þar sem hún átti að safna greinum til að búa til úr körfur. Viltu rúsinur? spurði hún og bauðhonum úr poka, sem hún hélt á. — Mér finnst rúsinur ekki góðar, svaraði hann. — Bara vinber. — Eigum við að koma í leik um það, sem okkur likar vel °g illa, spurði hún og hló. — Ég %rja. Mér likar við býflugur, þvi að þær framleiða hunang. — Mér likar ekki við býflug- Ur- þvi þær stinga, svaraði hann. — Mérlikar fiðrildi, þviþau eru svo falleg, sagði hún. — Þau eyðileggja kálið, svo ^ér likar illa við þau, sagði hann. í sama bili fann hann eitthvað. — Æ, taktu þetta burt, sem að skriða á hálsinum á mér, Urópaði hann. Hún kom honum til hjálpar °g náði i litinn maur. — Hann gerir þér ékkert, sagði hún. Ég þoli ekki maura, hrópaði hann. — Ó, það er komin annar, ég finn það. Hann kom auga á maur, sem sat á nefbroddinum á honum og ætlaði að slá til hans. En þá fékk hann eitt- hvað i augun, sem sveið undan. Það var maurasýra. Allt i einu varð sólin að ein- kennilegum lýsandi hringjum og siðan varð allt koisvart. Þegar hann vaknaði, fannst honum hann undarlega stifur og ætlaði að teygja úr hand- leggjunum. Hann hafði þá enga handleggi’, Þarna voru aðeins sex undarlega krækl- óttir fætur og á höfði hans voru tveir langir þreifiangar. Hann var orðinn að maur! Allt í kring um hann var krökkt af öðrum maurum. Þeir hlupu framhjá með leifar af flugum, bjöllum, laufblöð, strá, pappirssnepla og fleira. Sumir báru stórar furunálar að mauraþúfunni. En loks staðnæmdist einn maurinn og kom til að bjóða góðan daginn með þvi að strjúka þreifiöng- um sinum við hans. — Da, da, sagði hann. — Ég heiti Maurius. Ég er hermað- ur og er ;.að fara á vakt núna. Komdu með, þá getum við spjallað saman. Hann kinkaði vingjarnlega kolli og maurastrákurinn fór með honum. Maurius og fleiri hermenn gengu eftir stig nokkrum, krökkum af maur- um, sem voru að sækja ýmis- legt úr skóginum. — Við höfum heilmikið að gera hérna i maurabænum núna, sagði Maurius. Þeir voru komnir að birkitré, sem hann klifraði upp i. — Það er nefnilega fædd prinsessa og við þurfum að innrétta nokkur herbergi handa henni og fjöl- skyldu hennar. Heyrðu, viltu ekki svolitinn blaðlúsasafa? Maurius greip um mittið á litilli blaðlús, strauk henni á báðum hliðum með fótunum og svolgraði siðan i sig nokkra dropa, sem hann kreisti úr blaðlúsinni. Maurastrákurinn bragðaði og fannst satt að segja indælt. — Já, það gengur vel hjá okkur maurunum, sagði Maurius. — Skógurinn er fullur af öllu sem við þörfn- umst. Hér er heilmikið af öllu, dauðum dýrum, bjöllum og öllu mögulegu. Svo er nóg af furunálum til að byggja úr. — Já, en hvernig getið þið, sem eruð svo litlir, gert þetta allt? spurði maurastrákurinn. — ó, við störfum saman, svaraði Marius. —r Þótt hver hafi sitt ákveðna verkefni, hjálpum við hver öðrum, ef þarf, alveg eins og mannfólk gerir. — Já, en ef ykkur likar nú illa við einhverja maura? spurði maurastrákurinn. Mauríus sveiflaði þreifiöng- unum. — Ef okkur likar ekki 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.