Heimilistíminn - 10.06.1976, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 10.06.1976, Blaðsíða 9
Kevin tróð einum sex hnetum i ryk- suguslönguna. — Það skaltu fá að sjá, svaraði hann samanbitnum tönnum. — Þegar ég segi skjóta, þá kveikirðu. Strákarnir stóðu enn úti fyrir og hlógu. Ef þeir bara væru i þéttari hóp, gæti hann skotiö á þá alla i einu skoti. Hann greip slönguna og miðaði vel. — Skjótið! skipaði hann og þar með flugu hneturnar útum slönguendann. Billi rak upp óp og reip um sköflunginn. Hnet- urnar spýttust eftir gangstéttinni, strákarnir hrukku i allar áttir og Billi fleygði sér á bak við trjástubb i garðinum heima hjá sér. Þá var röðin komin aö Kevin að hlæja. Billi gægðist fram og fleygði hnetu I átt til hans.enhún lenti bara á húsveggnum. — Fint, sagði Kevin og hlóð ryksuguna aftur. — Skjótið, kallaði hann og hitti bezta vin Billa. Ryksugan var stórkostleg byssa. Tala fallinna hækkaði ört. Mikil skothrið dundi á Simpson bræðrunum á flótta þeirra. Billi hljóp fram og fleygöi hnetu i Kevin, meðan hann hlóö á ný. — Bomm! æpti Billi og Kevin rétti út höndinga eftir fleiri hnetum. — Þaö eru ekki margar eftir, sagöi Mina. Kevin þreif þær afhenni. — Billi klifraöi upp i tréð, en ég skal ná honum. En Billi var ómeiddur eftir tvær atlögur til viöbót- ar úr ryksugunni. Hann var með fulla vasa af hnetum og fleygði nú i Kevin. Hann var greinilega aö sækja í sig veðrið. — Meiri skotfæri! skipaði Kevin. — Þau eru búin! sagði Mina. — Það getur ekki verið, sagöi hann,— Biddu, ég á ennþá eftir kraftskotið. Hann veiddi stóru hnetuna upp úr vasanum og horfði á hana með lotningu. Hún var eins og steinn. Henni stæðist enginn snúning. Hann timdi varla að skjóta henni og hann fengi hana aldrei aftur, ef hann skyti henni á Billa. Nei, hann hafði hugsað um merkilegt verk fyrir þessa hnetu. Einvigi skyldi verða hennar verk. Hann ætiaði einmitt að fara að snúa sér frá glugganum, þegar Sallý geystiSt inn i herbergið. — Hvaö ósköpunum eruð þið að gera? spuröi hún, reið. — Hver er eiginlega meiningin? Þetta nægði Kevin. Hann flýtti sér að troða hnetunni góðu I slönguna. — Sjáöu bara, sagöi hann samanbitnum tönnum og miðaði með rysksuguslöng' unni. Nú var Billi i sigti uppi I trénu. — Fimm, fjórir, þrir, tveir einn — skjóta! hrópaði hann. Mina kveikti. Vélin drundi og hnetan ósigrandi þaut gegnum loftið, rétt yfir höfuð Billa og beint inn i svefnherbergi foreldra hans svo glerbrotunum rigndi i allar áttir. — Almáttugur, sagði Billi og renndi sér niður úr trénu. Nú varðhlé. — Hvað heldurðu að pabbi segi? hvislaði Mina loks. — Veit ekki, sagði Sallý, sem var svo vonleysisleg á svipinn, að Kevin lötraði út úr herbergingu. Hann hafði eyöilagt allt. Stelpurnar höföu unnið verk sin vel, búiö um rúmin, þurrkað af húsgögnunum o£ handriðið gljáði. Eldhúsið var tárhreint. þvottavélin á sinum stað og öll fötin hang- andi til þerris úti á snúru. Kevin starði á þvottinn á snúrunum. Hann varmest allur rauöur vegna brúöu-s teppisins hennar Minu. Peysur og bolir, nærföt og handklæði voru meö rauðum blettum og nærfötin hans pabba voru ó- þekkjanleg. Meira aö segja sunnudags- svuntan hennar ínömmu var rauöleit. Mamma tók það ekki mjög nærri sér. — Ég ætlaöi hvort sem er að fá mér nýja svuntu, sagði hún. En mamma hans Billa hafði ekki ætlað sér nýja rúðu I svefnher- bergiö. Kevinyrði sjálfur aðganga frá þvi máli með vikulegum greiðslum af vasa- peningunum. — Þaö tekur mörg ár! andvarpaði hann uppgefinnogsá fram áhundallf Iframti'ð- inni. Ekkert tyggigúmmi, enginn is, ekk- ert súkkulaðikex. En Sallý sem ef til vill. fannsthún hafa sloppið vel frá föður sln- um varðandiþvottinn, sagði huggandi: — Ég skal borga helminginn. Af systur, að vera, var Sallý I rauninni ekki svo slæm. 9

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.