Heimilistíminn - 10.06.1976, Síða 26
ekki aö þessu. Hér sátum viö, tvær full-
orönar manneskjur og reyndum aö fá
barn meö i hlut, sem yröi til aö gjörbreyta
llfi þess. Hvers vegna skyldi hún vera
neydd til aö hafa mig i kring um sig á
hverjum degi? Þaö var engin ástæöa til
þess.
En ég elskaöi fööur hennar. Heföi ég
ekki elskaö hann svo heitt, heföi ég staöiö
upp á þessari stundu og gengiö út.
Kaffiö kom og Jón spuröi Karenu, hvort
hana langaöi i annan is, en henni fannst
best aö láta það vera, því hún væri að
veröa of feit. Þaö var i rauninni rétt, en
Jóni fannst þetta bara della.
— Miðað viö hæö og beijnabyggingu, er
ég þremur kQóum of þung, sagöi Karen
rólega.
— Þú ert alveg mátuleg, sagði Jón og
sneri sér aö mér. —Er þaö ekki satt,
Hanna?
Jón, Jón! hugsaöi ég mædd. Ef ég segi
já, kemur þaö illa viö hana og ef ég segi
nei, kemur þaö illa viö ykkur bæöi. Eina
lausnin var að skipta um umræöueín—
svo ég spuröi Karenu, hvernig henni lik-
aöi I skólanum.
Hún yppti öxlum. —Ekki sem verst. En
þér?
Svariö er I rauninni það sama, hugsaöi
ég. Stundum likar mér vel, stundum ekki.
Ég var viss um aö ég mundi ekki sakna
skólans, þegar ég hætti þar.
Upphátt sagöi ég: —Agætlega.
Svariö féll greinilega ekki I mjög góöan
jarðveg, þvi Karen sagöi dálitiö hvasst.
—Liffræöikennarinn okkar elskar starf
\ sitt þú ættir bara að heyra í henni.
Mér skildist aö ég var léttvæg fundin og
þagöi. Hvorugt hinna sagöi heldur
nokkuö, en svo komst Karen aö þeirri
niöurstööu, aö líklega væri best aö láta
sem ég væri ekki þarna. Hún sneri sér aö
fööur sínum:
— Segöu mér, geturöu nefnt eina góöa
ástæöu til aö ég eigi ekki aö gera þaö?
— Ég neita aö tala meira um þaö núna,
Karen.
— Þá fer ég og geri þaö.
— Nei! mótmælti hann kröftuglega.
Um hvaö i ósköpunum voru þau aö
rifast?
1 sömu andrá stóö Karen upp og sagöi
þrákelknislega: —En ég geri þaö nú
samt! Svo gekkhún hnarreist frá boröinu.
Bálreiöur á svipinn stóö Jón upp til
hálfs og ég vissi ab þaö kostaöi hann mikiö
átak aö hlaupa ekki á eftir henni. En svo
settisthann aftur. Églagöi hönd mina yfir
hans. —Jón, hvaö er aö, hvers vegna
læturöu svona?
— Hún ætlar aö láta klippa sig!
Fyrst var ég allt of hissa til aö koma
upp oröi. Þegar ég loks náöi mér, gat ég
ekki opnað munnin af þvi ég óttaöist aö
fara aö hlæja. En loks náöi ég stjórn á
andlitinu og spuröi, þvi slikir smámunir
skiptu svona miklu máli fyir hann.
Jón var rólegri, en hann var enn reiöur.
— Mamma hennar haföi svona mikiö,
rautt hár!
26
Svariö var eins og högg I andlitiö. Þetta
voru engir smámunir, heldur skipti þaö
máli, bæöi fyrir hann, mig og Karenu. Ég
vissi, aö hann haföi elskaö Ann heitt, en ég
geröi mér ekki grein fyrir aö hún var hon-
um enn lifandi gegn um dótturina.
— Ég skil, sagöi ég dapurlega.
— Nei, sagöi Jón. — Þaö held ég ekki
aöþúgerir. Ann varalltaf svo stolt af hári
Karenar og sagði, aö þaö væri þaö falleg-
asta viö hana. Ég er ekki aö reyna að láta
Ann lifa gegn um Karenu, en ég reyni aö
gera þaö, sem hún myndi hafa gert. Ég
veit, aö er Karen heföi spurt móöur sina,
hefði svarið orðiö nei.
— Ég get fullvissað þig um, aö hún
heföi þrjóskast viö móbur sina, alveg
eins og þig núna.
Jón leit hvasst á mig. — Þaö held ég
ekki! Ég er viss um, aö hún heföi hlustað
á móöur sina.
Það var ég alls ekki viss um. Hér stóö-
um viö frammi fyrir dæmi um uppreisn
æskunnar. Litla uppreisn aö visu, en
uppreisn samt. Ég held, aö þaö skipti
Karenu engu máli, gegn hverjum hún
gerir uppreisn.
— Dróstu móöur hennar inn i deiluna,
áður en ég kom?
— Nei, ertu galin? Þaö dytti mér aldrfii
i hug. En ég vil lika aö Karen hafi sitt hár.
— Ég held, aö viö þurfum aö tala bet-ur
saman um ýmsa hluti, sagöi éeg hægt og
Jón var sammála.
Ég held aö hann hafi búist viö aö ég tæki
málstaBKarenarogég ætlaði lika aö gera
þaö, en ekki strax. Fyrst yrðum viö aö
tala um okkur sjálf — komast aö þvi hvar
viö stæðum.
— Þú manst eftir abstrakt-málverkinu
minu? byrjaöi ég.
Hann leit hissa á mig. — Já, hvaö um
þaö?
— Ég veit ekki, hvernig stofan þin litur
út, sagöi ég hægt, — en heldurðu, aö ég
megi hengja þaö þar?
— Ég held aö þú viljir ekki hengja þaö
þar, þegar þú hefur séð stofuna.
— Þú átt viö aö Ann hafi innréttað allt
svo fullkomlega, aö eitthvað, sem ég á
mundi eyöileggja heildarsvipinn. Rödd
min skalf svolitiö.
— Nei, Hanna. Ég á aöeins viö aö
myndin hentar ekki stofunni. En ef þaö
skiptir þig svo miklu máli, getum við
breytt, þannig aö stofan henti myndinni.
Hann brosti. — 0, Hanna, ég elska þig,
þú veist þaö. Hvers vegna spyröu mig
ekki blátt áfram um þaö sem þú ert aö
velta fyrir þér? Þegar viö giftum okkur,
veröur þaö heimili okkar og ef þér likar
þaö ekki, þá seljum viö og byrjum upp á
nýtt. Og ef Karen á sök á þvi að viö gátum
rætt þaö, er ég ánægöur yfir þvi aö hún
byrjaöi aö rifast áöan.
Þaö var eins og ég vaknaöi til nýs lifs.
Ég hetöi getaö grátiö af eintómum létti,
en i staöinn sagöi ég:
— Karen er ekki barn lengur, Jón. Hún
er aö veröa kona og er farin aö fá áhuga á
útliti sinu. Hún er of feit, þaö er rétt hjá
henni og háriö er hennar eigin, svo hún
má gera viö þaö hvaö sem henni sýnist.
Þaö skiptir engu máli, hvort þér likar þaö
eöa ekki, aöalatriöiö er, hvernig henni
finnst þaö. Ef þú eru aö blása svona upp
smáatriöi, hvernig helduröu þá aö fari ef
þú þarft einhverntima aö banna eitthvaö
sem skiptir raunverulega máli?
Ég þagnaöi og ró andann djúpt eftir
þetta langa eintal. Lengi sat Jón þögull og
hofði á mig, en loks sagöi hann:
— Ég' veitþaöekki. Ég hef aldrei hugsað
um .að þannig. Hann greip hönd mína yf-
irborðiö. — En meö þinm hjálp er ég viss
um aö þaö gengur vel.
Þaö ver striðnislegur undirtónn i rödd
hans, en ég gerði mér þó grein fyrir aö
hann meinti þetta heils hugar.
Ég lauk viö kaffið áður en ég f ór niður á
há rg r eiös lu s to f un a.
Þaö leið ekki á löngu, unz Karen kom út.
Hún horfði ráöleysislega á mie og greini-
legtvar, aðhúnsá eftirþvi, sem hún haföi
gert. Stutt hár fór henni ekki vel og hún
geröi sér sjálf grein fyrir þvi — núna.
— Biddu aöeins! sagöi ég, áöur en hún
náði aö segja nokkuö og gekk að dyrunum
á hárgreiðslustofunni.
Þaö tók hárgreiöslukonuna ekki langa
stund aö ganga frá hárinu, sem klippt
haföi verið af, fletta þaö og stinga i plast
poka. Ég gaf henni nokkrar krónur I
ómakslaun.
Brosandi kom ég út aftur og rétti
Karenu pokann, en hún leit á hann meö
viöbjóöi I augnaráöinu. — Helduröu aö ég
geti galdrað þetta á aftur, eöa hvaö?
spuröi hún stuttlega.
— Nei, þú getur þaö ekki, svaraöi ég —
hvers vegna skyldiröu vilja það? Þaö er
alltaf ágætt aö breyta svolitiö til og þegar
þú kemur heim og ert búin aö þvo þér um
háriö, er ég viss um aö þér geðjast betur
aö þvi. Svo þegar þú veröur leiö á stutta
hárinu, geturðunotaölausu fléttuna. Ég á
sjálf eina og nota hana viö hátlöleg tæki-
færi.
— Til dæmis, þegar þú ferö út meö
pabba?
— Já, svaraöi ég rólega. — Viö höfum
fariö út saman. Mér þykir leitt aö við
skyldum láta eins og viö þekktumst bara
lauslega, pabbi þinn hélt, aö þaö væri best
þannig. Hann vildi aö þú vendist mér
smátt og smátt. Honum þykir mjög vænt
um þig, skiluröu?
En Karen haföi sinar efasamdir.
— Þessa stundina, held ég aö hann langi
mest til aö drepa mig, sagöi hún mæöu-
lega. — Hvaö helduröu, aö hann segi,
þegar hann sér mig svona?
— Vertu ekki hrædd, ég er búin aö
koma vitinu fyrir hann.
Karen slakaöi svolftiö á. — Ég var bara
niu ára, þegar mamma dó. Pabbi heldur
vist, aö ég sé ennþá niu ára. Heldurðu aö
þú getir komiö honum i skilning um, aö ég
er ekki lengur litil stelpa?
— Já, svaraðiég. — Ég get aö minnsta
kosti reynt. Ef þú vilt lofa mér þaö?
Hún leit alvarlegum augum upp á mig