Heimilistíminn - 10.06.1976, Blaðsíða 18
«s
Frönsk
eggjakaka
með rjóma- og
sveppajafningi
2 egg
4 msk vatn.
salt og pipar,
smjör,
125 gr. sveppir,
1/2 msk. hveiti
1 dl. rjómi.
Lagið fyrst sveppajafninginn: Brúnið
sveppina i smjöri, heila eða sneidda, strá-
ið hveitinu yfir þá og jafnið með rjóman-
um, Látið malla, þar til sósan er jöfn,
bragðbætt með salti og pipar. Saman-
þeyttum eggjamassanum er hellt á þeita
pönnu með smjöri. Hann stlfnar yfir há-
um hita, en lyftið jafnan brún kökunnar,
svo massinn geti runnið undir. Þegar allt
er stift og eggjakakan fallega gyllt, er hún
brotin yfir jafninginn og borið á borð.
BD
Hrærð egg
með kippers
2 egg
4 msk mjólk eða rjómi,
salt, pipar,
2-3 kippersflök,
graslaukur og
laukhringir ef vill,
smjör.
bað er auðvelt að hræra egg, en þó list að
láta þau ekki skilja sig: Þeytiö egg og
mjólk eöa rjóma saman, hitiö á meðan
pönnu og bræðið smjör, en það má ekki
byrja að brúnast. Eggjahrærunni er hellt
á pönnuna og eftir nokkrar sekúndur er
eggjahræran dregin með tréspaða yfir á
aöra hlið pönnunnar. Ný hræra rennur þá
út á pönnuna og húri er dregin sömu leið.
Það má hvorki hræra né snúa. Þannig
Kryddað Kippers, sem eru reykt sildar-
flök úr dós, eiga vel viö hrærð egg, en
skinka, hamborgarahryggur og fleira er
lika gott.
18