Heimilistíminn - 10.06.1976, Blaðsíða 28

Heimilistíminn - 10.06.1976, Blaðsíða 28
Nýrnasjúklingo ir skulu borða eins og 1 birnir Björninn er í híði á veturna eins og allir vita og neytir engrar fæðu í fimm mánuði. Nú hafa sérfræðingar komist að því, að nýrnasjúklingum sé hentast að gera eitthvað svipað Við Mayo-sjiikrahúsið i Bandarikjunum hafa sérfræðingar lengi velt fyrir sér, hvað fólk með alvarlega nýrnasjúkdóma eigi helzt að borða. Dr. Ralph Nelson, sem er næringar- fræðingur, hefur rannsakað næringu og hiðistilveru bjarnarinsog reynt út frá nið- urstöðum rannsókna sinna, að finna hent- Ugt fæði handa nýrnasjúklingum, byggt á sama grundvelli og næring bjarnarins. 1 þessu fæði er mjög litiö vatn og litið af eggjahvitueöium. Hitaeiningarnar fást annars með fitu og kolvetni. — Með slikri samsetningu gæti sjúkl- ingurinn komizt af án hreinsunarvélar- innar eða gervinýrans lOdögum lengur en venjulega og sparar það bæði tima og peninga. Þessa 10 daga gæti sjúklingurinn hreyft sig um allt eins og venjulega og liö- ið ágætlega, segir Nelson. Raunar hefur hann gert tilraunir, sem sanna þetta. Hann litur á þetta sem stórt skref fram á við, að geta verið lengur laus viö gervi- nýrað og geta tekið sér leyfi og fariö i ferðalög eins og annað fólk. Dr. Nelsoner þeirrarskoðunar, aö þessi matseðill geti einnig haft mikla þýðingu i geimferðum. Þaö er búið að gera miklar tilraunir með hentugan matseðil handa geimförum og Nelson telur aö „bangsa- maturinn” muni henta þeim vel. — Þá mætti til dæmis velja feitlagna geimfara, sem hafa á sér varaforöa. Þeir fengju matseðil meö nægilega mörgum hitaein- ingum, þannig að þeir gætu sparaö eggja- hvituefnið i likamanum, en jafnframt yrði maturinn að vera þannig samsettur, að hann bryti niöur fitufrumur llkamans meðan á geimferðinni stæöi. Fitufrum- urnar veita allt aö 3500 hitaeiningum á hvert kiló af likamsþyngdinni og það er mun stærri hitaeiningaforði en er i venju- legu fæði.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.