Heimilistíminn - 10.06.1976, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 10.06.1976, Blaðsíða 11
Borðplata1 AAilíi handanna Eins og þið sjáið, er þetta enginrí vandi — ef þið hafið ekki allt of marga þumal- fingur. Borðið má mála eftir smekk, eða láta viðarlitinn halda sér. Efnið sem þarf: Borðplatan og hornin: 20. mm húsgagnaviður 1 stk 100 x 100 cm. Fætur: 2” x 2” viður 4 stk 48 cm. hvert. Hliðarstykki: 3” x 1 ” viður 4 stk 60 cm hvert Þverspýta: 1” x 2” viður 1 stk. 67,5 cm. 8 hjarir með skrúfum 8 vinkiljárn með skrúfum 8 langar skrúfur með flötum u.þ.b. 8 cm langar. 1 stk bolti með flötum haus, skifa og ró, u.þ.b. 8 cm langur. haus Fyrst skaltu láta skera til plötuna , þar sem þú kaupir hana. Úr plötunni, sem er metri á hlið, tærðu aðalplötuna 70 x 70 cm og hornplöturnar fjórar. Á miðja plötuna borarðu gat fyrir bolt- ann. Mundu að gera holu í plöt- una fyrir hausinn á boltanum. Hornin eru fest á með tveimur hjörum hvert. Þá er að setja saman grindina. Hliðarstykkin eru fest 1 cm neðan við efri enda fótanna og á miðju. Notið vinkiljárnin og löngu skrúfurnar, eins og sést á teikningunni. Einnig má nota lim með. Þverspýtan er skorin til í end- ana og fest með lími og nöglum mitt á hliðarstykkin. Þá er bara að leggja plötuna á og festa hana með boltanum. Þegar þú lyftir upp hornunum og snýrð plötunni, hvíla hornin á borðfótunum. Loks er spartlað í skrúfugötin, slípað með sandpappir og lakkað eða málað í lit. n

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.